Bankar eignast banka

Ég verð nú bara að viðurkenna algjört skilningsleysi mitt á þessari stöðu.  Ríkið yfirtók hreyturnar af þessum þremur bönkum í Október 2008 og skildi restina eftir í gömlu bönkunum.  Nú allt í einu er komin líftóra í hræin af gömlu bönkunum og þeir eru að eignast ráðandi hlut í því sem ríkið yfirtók.  Á dögunum var sagt frá því að ekkert væri því til fyrirstöðu að bankarnir (nú veit ég ekki hvort var átt við líkin í kistunni, eða líkin upprisnu) gætu farið til útlanda með útibú og farið að safna peningum þar - sbr. IceSave.  Ætlar ríkið að láta það viðgangast að líkin rísi upp og búi til annað IceSave ævintýri svo hægt sé að ganga endanlega frá þessum ræfli sem eftir er af Íslandi? 

Er Ísland á góðri leið með að verða fyrsta og eina ríkið sem fer inn í ESB sem algjörlega uppþurrkað og gjaldþrota dæmi sem verður bara tekið upp í skuld og dettur síðan upp fyrir einhversstaðar á bak við þil í Brussel. 

Eða er þetta Nýja Ísland sem rís upp úr öskustónni eins og fuglinn Fönix og lætur sem ekkert hafi í skorist - fer bara í næsta víking og þurrkar upp bankabækur Evrópubúa á nýjan leik.  Nú ef við komumst inn í ESB, þá er kominn aðgangur að allri Evrópu og hægt að gera enn stórkostlegri gjaldþrot með því að leggja allt ESB undir - það verður eitthvað annað en þegar var bara spilað með Ísland sem er nú svo lítið að varla tekur tali.  Með ESB munu þessir íslensku heimsfjármálaspekúlantar virkilega komast í feitt og geta spilað hátt...  Ég bara hreinlega botna ekki þessi banka fræði;) 

Kveðja,


mbl.is Skilanefndir eignast tvo banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband