Bankarnir á koppinn

Nú er þetta allt að komast á koppinn hjá okkur og smellur saman eins og flís við rass.  Eftir nokkrar vikur verður bankasaga Íslands endanlega úr sögunni, bankarnir allir með tölu gamlir og nýir, nema e.t.v. Margeirs skákmeistarabanki, komnir í eigu útlendinga.  Það hlýtur þá væntanlega að þýða að Landsbankinn gamli og nýi verði fullkomlega hæfir til að borga allt þetta IceSave mál upp í einum grænum, og bjarga þar með Íslandi svo það fari nú ekki endanlega á hausinn.  Þetta reddar líka ESB í fljótheitum, því þeir gætu sett upp snúð yfir öllum þessum skuldum og farið að spyrja óþægilegra spurning. 

Einhvernvegin finnst mér að þetta sé svolítil einföldun en ég bara get ekki fundið heila brú í þessu bankadæmi svo þá er bara að gera grín að ruglinu;) 

Kveðja


mbl.is Nýr Íslandsbanki innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband