Fullur eða ófullur Sigmundur...

Mér finnst þetta sérkennileg frétt og umræðan um hana enn skrýtnari.  Ég horfði á megnið af ræðu Sigmundar og fannst hún nokkuð góð og get ekki sagt að eftir hana hafi ég getað séð vín á manninum.  Ég sá á einu bloggi að Sigmundur var sagður hafa verið sauðdrukkinn.  Ekki gat ég séð að hann slagaði á leið í eða úr ræðustól, né heldur gat ég heyrt að hann væri þvoglumæltur eða að hann röflaði sérstaklega mikið miðað við að hann er jú þingmaður og röfl er þeirra starf.  Ég get svosem ekki sagt að ég fylgi Sigmundi í pólitík, en mér fannst hann far vel fram í þessari ræðu.  Mér finnst sjálfsagt að eftir þetta verði þingmenn látnir blása áður en þeir fá að fara í ræðustól og þá kemur sjálfsagt í ljós að þeir neyta aldrei áfengis. 

Eini þingmaðurinn sem ég hefði alltaf treyst til þess að mæta algjörlega bláedrú í Alþingi var fyrrum sveitungi minn og skólastjóri, Helgi Seljan, sem sat þó nokkur ár á þingi fyrir Alþýðubandalagið - enda hvítþvegin bindindismaður!  Mér heyrist vera nokkurt brothljóð í þessari frétt og bloggum henni tengd þegar menn kasta nú grjóti í glerhúsinu.

Kveðja,

 


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Tek undir þetta með þér Arnór. Mér þótti mikið gert úr sýnileika meintrar ölvunar hans.

Ívar Gunnarsson, 3.9.2009 kl. 20:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband