Leiðinda suð!

Þetta er ekki gott mál fyrir börn!  Ég hef verið með tinnitus í rétt rúm 10 ár og þetta getur verið afskaplega truflandi og dregur úr einbeitingu.  Krakkar sem fá þetta ung eiga á hættu að ná ekki sama árangri í skóla og krakkar sem ekki eru með tinnitus.  Ástæðan fyrir tinnitus er sú, eftir því sem heyrnalæknir í Danmörku sagði mér, að nemar í innra eyranu sem túlka breytingar í innra eyranu og senda þau sem hljóð til taugakerfisins hætta að nema hljóð vegna sífelldrar áreitni.  Eftir nokkurn tíma án þess að heyra neitt fara taugarnar að búa til hljóð sjálfar og úr verður hátíðni hljóð sem sveiflast til, nóg til þess að það er afskaplega erfitt að útiloka það.  Ég vann á dráttarvélum í sveitinni í mörg ár og eins í skipum og öðrum stöðum þar sem hávaði var oft mikill og langvarandi. 

Kveðja,

 


mbl.is Börn fá eyrnasuð af mp3-spilurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Eyrnasuð (Tinnitus) er ekki sjúkdómur heldur einkenni (suð) sem getur stafað af mörgum mismunandi ástæðum.

Það sem þú nefndir er ein þeirra.

Annars er þetta skrítin rannsókn,  mp3 spilarar (eða hver önnur "vasahlustunar" tæki) orsaka ekki eyrnasuð.  Þetta er svona einsog að segja að blýantar geri stafsetningarvillur.  Það er hávaðinn útfrá þeim sem (getur) valdið eyrnasuði.   Það er ekkert að því að vera með svona í eyrunum svo fremur sem það er ekki verið að blasta tónlist á fullum styrk.

Það sem er hættulegt er að eyrun aðlagast umhverfishljóðum eða aðlagar skynjunina eftir umhverfishljóðum. Sem getur valdið því að manni finnst eitthvað ekki vera eins hátt og það er í raun því skynjunin er búin að aðlagast því (breytir samt ekki að hávaðinn getur valdið skaða),  sem getur verið slæmt þegar eyrun er búin að aðlagast hljóðstyrknum sem getur valdið því að maður hækkar oft í tónlistinn stigvaxandi til að fá "fílinginn" útfrá því sem maður hlutar á.

Það er auðvelt að prófa þetta,  settu eitthvað á fóninn á "eðlilegum" hljóðstyrk og hlustaðu á það í nokkra stund,   hækkaðu svo í tækinu þannig að þú finnur vel muninn og hlustaðu á það í nokkra stund og stilltu svo aftur á venjulegan hljóðstyrk og það er næstum öruggt að við skynjum "eðlilega" hljóðstyrkinn sem alltof lágan..  en eftir að hafa hlustað á það í smá stund þá verður það eðlilegt aftur.

Vona að þið skiljið hvert ég er að fara með þetta.

Jóhannes H. Laxdal, 2.9.2009 kl. 16:46

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Og til að bæta við tilraunina. Hlustaðu og hækkaðu eins og lýst er að ofan. Slökktu svo. Þegar þú kveikir á tækinu næst, finnst þér tónlistin ansi hátt stillt.

Villi Asgeirsson, 3.9.2009 kl. 08:29

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Jóhannes,

Eins og þú segir þá er margt sem getur orsakað tinnitus en flestir sem ég þekki sem eru með þetta eiga það sameiginlegt að hafa unnið á háværum vinnustöðum.  Ég bendi þér og öðrum á ATA (American Tinnitus Association http://www.ata.org/) og Mayo Clinic ( http://www.mayoclinic.com/health/tinnitus/DS00365) til að fá frekari upplýsingar. 

Hjá mér er þetta alltaf háð því hversu þreyttur ég er.  Því þreyttari sem ég er því háværari er þetta.  Þetta byrjaði hjá mér 1998, fyrst í vinstra eyranu og svo í því hægra.  Fyrst var þetta ekki stöðugt en eftir nokkra mánuði var þetta orðið stöðugt í báðum eyrum.  2003 var ég greindur með Menieres eftir að ég missti nánast alla heyrn á hægra eyranu á nokkrum klukkutímum.  Var á mjög sterkum sterum í eitthvað um 3 vikur og fékk fulla heyrn aftur en þá brá svo við að tinnitusinn á hægra eyranu var algjörlega horfinn.  Hann hefur komið aftur á hægra eyrað en er mun lágværari en í þvi vinstra. 

Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir með að nota sérhönnuð hljóð til þess að meðhöndla tinnitus.  Ég downloadaði sýnishorni af þessu og þessi hljóð voru ekki ósvipuð þeim sem tinnitus veldur.  Ef maður hlustaði á þessi hljóð í smátíma þá datt tinnitusinn algjörlega út.  Því miður þá var reynslan af þessu ekki nægilega góð og suðið kom aftur eftir nokkurn tíma.  Hugmyndin var sú að ef þú gæfir heilanum hljóð sem væru einmitt á þessu tónsviði, þá færi hann að sigta út gerfihljóðin sem tinnitusinn veldur og gæti þar með útilokað þau.  En svo virtist sem tinnitus áreitið væri svo sterkt að heilinn féll fyrir þeim aftur og aftur;)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.9.2009 kl. 15:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband