Sérkennilegur dómur

Þessi dómur í Svíþjóð er dálítið sérstæður.  Þar sem aðeins nokkrir notendur höfðu stolið efninu þótti ekki ástæða til að það væri rannsakað frekar.  Ef um þúsundir hefði verið að ræða hefði e.t.v. eitthvað verið gert.  Sem sagt fáir þjófsnautar eru ósekir en margir gætu verið sekir.

Ég held að okkur sem fást við gerð höfundarréttarvarins efnis, svo sem hugbúnaðar og ljósmynda skipti það ósköp litlu máli hvort einn eða þúsund hafa stolið efninu.  Stolið efni er stolið efni, hversu margir sem hafa gerst sekir um það.  Það er semsagt allt í lagi ef 5 stela bíl, en ef 10 gera það, þá er það glæpur!  Eins og ég sagði, sérstæður dómur!

Kveðja,

 


mbl.is Dómi um ólöglegt niðurhal hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sömu rök voru líka notuð þegar átti að banna segulbandstæki svo engin gæti tekið upp tónlist úr útvarpinu,það gekk auðvitað aldrei upp og torrentsíður verða aldrei bannaðar .

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 01:42

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Sæll og blessaður.

Hvar á NW horninu ertu? Er í Seattle sjálfur, væri kannski gaman að hitta á þig, er einn af þeim sem er hér til langframa, endilega hafðu samband, heimir at marel dot com.

Heimir Tómasson, 18.10.2009 kl. 03:25

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Heimir,

Við búum í Port Angeles.  Ég sendi þér póst við tækifæri:)

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 14:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband