25.11.2009 | 22:44
Tíundi eða sextándi hver...
Ég hjó eftir þessum setningarhluta hjá Skúla:
"...snúa við þeirri öfugþróun að hér gangi tíundi hver maður atvinnulaus, já reyndar sextándi hver félagi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis suður með sjó"
Ef tíundi hver er atvinnulaus þá er það 10%. Ef sextándi hver er atvinnulaus, þá er það ekki nema 6,25% 1/16 er mun minna en 1/10;)
Kveðja,
Svandís veruleikafirrt eða vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég tel að hann eigi við félaga í VFSK í seinni tilvitnuninni..Það eru ekki allir í verkalýðsfélaginu...
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 26.11.2009 kl. 08:41
Sæl Sigurbjörg,
Rétt er það, en eins og þetta er sett fram þá er eins og sextándi eigi að hljóma meira en tíundi, þ.e. að 1/16 er notað sem áhersla. Réttara hefði verið "... reyndar aðeins sextándi hver..." eða eitthvað í þá áttina:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 27.11.2009 kl. 22:17