Ný stjórnskipun

Í tilvitnun segir "Við kærum okkur ekki um forseta sem ákveður nýja stjórnskipun fyrir Ísland einn síns liðs og gerir ríkið marklaust í alþjóðlegum samskiptum"

Ég vil benda þessu fólki á að lesa 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins:

"Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."

Hvar er þessi "nýja stjórnskipun"?  Þetta ákvæði hefur verið í stjórnarskrá Íslands síðan 1944.  Ísland hefur ekki enn afsalað sér lýðræðinu þó harkalega sé að því vegið um þessar mundir úr öllum áttum, sérstaklega þó úr þeirri átt sem ólíklegust er - frá starfandi ríkisstjórn!  Ég skora því á þennan þingmann ríkisstjórnarinnar að segja umsvifalaust af sér þar sem hún talar þráðbeint gegn hagsmunum Íslensku þjóðarinnar, sem þessi ríkisstjórn virðist leggja sig í framkróka um að virða að vettugi.

Kveðja,


mbl.is Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verjumst öllu svona fáránlegu kjaftæði að þingmaðurinn skuli voga sér að fara fram á þetta!

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 06:59

2 identicon

Getuleysi stjórnvalda þessa lands væri afbragðs auglýsing fyrir svartamarkaðs-Viagra pillu, framleiddar í Nígeríu og innihalda eingöngu bossapúður, MSG og Aspartan.

Og það sorglega er að enn eru allir að háreytast um hvort hægri, vinstri stjórnar bullið sé þjóðinni fyrir bestu ,,, Gersamlega staurblindir að hvorugir flokkstefnuliðar eru nákvæmlega ekki að gera nokkurn skapaðann hlut til að koma okkur á réttann kjöl.

Ég meina fyrst að 63 ofvaxsin smábörn ættla bara að vera í innanhússandkassaleik á Austurvelli .... Þá í minnsta kosti leika  falllega....... Þetta kunna meiri að segja jafningar þeirra, jú ég meina þeir sem eru ekki  ofvaxta

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 07:13

3 identicon

Sýnir bara hvernig hroki SF er.

afb (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 08:09

4 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Að þessir vitleysingar fái að vera þingmenn án þess að skilja stjórnarskrá lýðveldisins er skömm og hneisa.

Það þarf greinilega endurmenntun. Jónína, segðu af þér fyrir þessa sorglegu vankunnáttu á íslensku stjórnarskránni, og vanvirðingu þinni gagnvart lýðræðinu í landinu.

Ari Kolbeinsson, 14.1.2010 kl. 08:32

5 Smámynd: corvus corax

Þótt engrar menntunar sé krafist til að verða þingmaður er ekki þar með sagt að það sé skilyrði að hafa enga slíka. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þingmenn kunni að lesa þótt þessi fábjáni kunni það ekki.

corvus corax, 14.1.2010 kl. 09:58

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því betur eru til menn á þingi sem eru ekki vanhæfir þeim er bara haldið niðri af spillingunni kerfið virkar ekki eins og það er sett upp orðið rotið og gamalt ekki til að takast á við svo alvarleg mál eins og við erum komin í.

Sigurður Haraldsson, 14.1.2010 kl. 11:04

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband