Hörmuleg íslenska

Ég velti því fyrir mér hvort blaðamaðurinn hafi verið sofandi þegar hann þýddi þessa frétt. 

"Hjónabandið varð 12 ára stúlku að aldurtila" segir í fyrirsögn og svo í fyrstu málsgrein "Hjónabandið kostaði 13 ára stúlku lífið í Jemen."  Frá fyrirsögninni til fyrstu málsgreinar eltist stúlkan um heilt ár. 

Í annarri málsgrein segir "hafði stúlkan rifnað illa í undirlífinu"  Ég gat ekki annað en skellt uppúr, þó hér sé rætt um neitt skemmtilegt!  Þetta er svo augljóslega þýtt úr dönsku að það hálfa væri nóg og útkoman afskaplega klúðursleg. 

Ömurleg frétt, bæði innihaldið og þýðingin.

Kveðja,

 


mbl.is Hjónabandið varð 13 ára stúlku að aldurtila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þau eru ótrúlega slöpp í móðurmálinu blessuð blaðabörnin á mbl.is.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2010 kl. 16:58

2 identicon

Hvað kemur nauðgun á 12 ár stúlku það við, þótt einhverjir séu lélegir í móðurmáli.

Arnór, þetta heitir að vera veruleikafyrrtur.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 21:53

3 Smámynd: Arnór Baldvinsson

V. Jóhannsson:  Nei, þetta er ekki veruleikafirring, langt því frá.  Ég var að skrifa um íslenskt mál og þar sem þetta er mitt blogg þá get ég skrifað um það sem mig langar til.  Ef blaðamenn geta ekki skrifað læsilega íslensku eða þýtt af öðrum málum yfir á læsilega íslensku, hvernig á að vera hægt að taka mark á fréttum sem þeir skrifa?  Ég hef margsinnis gert athugasemdir við málfar á mbl.is og mjög oft leiðrétta þeir villur, sem ég og aðrir hafa bent á, og þeir eiga heiður skilinn fyrir það. 

Ég sagði að þetta væri ömurleg frétt og sé ekki ástæðu til þess að hafa meira um það að segja.  Mín skoðun á því hvað skeður í Yemen hefur afskaplega lítið að segja en það sem ég get haft áhrif á er hvernig þessar fréttir eru skrifaðar.  Fyrir mér er það mun meira virði að hafa eitthvað að segja um hluti sem auðvelt er að breyta og skrif mín gætu e.t.v. haft einhver áhrif á, heldur en að æsa mig út af einhverju sem ég get, því miður, ekki haft nokkur einustu áhrif á.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 9.4.2010 kl. 22:16

4 identicon

Mér finnst það ótrúlegt hvað sumir eru smámunasamir... þetta er mjög sláandi frétt sem er því miður allt of algeng. Og hvort sem að stelpan hefur verið 12 eða 13 ára þá er þetta samt sem áður ömurlegt. Það er til nóg af öðrum fréttum til að setja útá, en í þessu tilfelli þá kemur þessu frétt sínu alveg til skila og það virðist sem að stafsetning og þýðingar sé mikilvægara en fréttaefnið sjálft.

María Rakel Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 08:53

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæl María,

Ég sé það alls ekki sem smámunasemi að leiðrétta augljósar málvillur.  Án réttritunar þá væru engar læsilegar fréttir og þar með engin læsileg íslenska.  Mér finnst það svolítið sérstakt að fólk sé að setja út á að aðrir komi með leiðréttingar.  Ef þú lest fyrri athugasemd þá finnst mér mikilvægt að reyna að bæta eitthvað.  Ég get því miður lítið bætt ástandið í Yemen en ég get reynt að hafa áhrif á málfarið á mbl.is.  En það virðist vera sem að íslenska sé Íslendingum ekki sérlega kær lengur.  Kannski er það vegna langdvala erlendis sem ég er mjög ósáttur við þá stöðu.  Ég hef gert málfar á mbl.is að umtalsefni oft áður og aldrei áður þurft að loka fyrir athugasemdir vegna fúkyrða og upphrópana.  Værir þú betur sett ef ég hefði æst mig upp úr öllu yfir þessari frétt?  Mér fannst hún alveg nógu ömurleg fyrir. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 10.4.2010 kl. 18:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband