Fjarlægð frá ljósi

Mér sýnist nú að 30 sm fjarlægð sé styttri en fólk er venjulega nálægt ljósum nema í mjög stuttan tíma í einu.  Það eru engin ljós á okkar heimili, með eða án sparpera, sem eru minna en 30 sm frá okkur.  Ég sé nú ekki alveg hvernig það væri raunhæft að vera svo nálægt ljósaperum nema þá í sekúndur eða nokkrar mínútur - sé ekki alveg hvað maður væri að gera með ljós svona nálægt.  Flúr perur hafa verið notaðar í áratugi en þær eru að því ég best veit, byggðar á mjög svipaðan hátt og sparperurnar (CFL - compact fluorecent lamp/light). 

Kveðja,

 


mbl.is Hættuleg geislun frá sparperum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

ef ég væri með sparperu í lampanum mínum þá væri ég alltaf í kringum 30-40cm fjarlægð frá þessu drasli,  hvað venjuleg loftljós varðar þá eru þau nú yfirleitt lengra í burtu en 30cm.

Jóhannes H. Laxdal, 14.4.2010 kl. 14:25

2 identicon

Álfheiður Ingadóttir er víst nú þegar búin að semja frumvarp um bann við sparperum. Hún passar upp á okkur kerlingin.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 17:57

3 identicon

Ég sé nú ekki alveg hvernig það væri raunhæft að vera svo nálægt ljósaperum nema þá í sekúndur eða nokkrar mínútur - sé ekki alveg hvað maður væri að gera með ljós svona nálægt.
Þú ert þá ekki með lampa á skrifborðinu þínu? Eða ertu kannske bara í nokkrar sekúndur við skrifborðið í einu? margir eyða mörgum klukkutímum innan við 30 sm frá lampa. 

Kristinn (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 11:23

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Kristinn, takk fyrir póstinn.  Það er nefnilega þetta sem ég skil ekki alveg.  Ég vinn við tölvur daginn út og inn og hef 3 skrifborð sem ég vinn við.  Tvö eru með litlum halogen lömpum (frá IKEA) sem ég nota reyndar sjaldan - eingöngu ef ég er að skrifa eitthvað en þar sem ég vinn við tölvur þá skrifa ég ekki mikið.  Þessir lampar eru staðsettir þannig að þeir eru aldrei nær mér en sem nemur 40-50cm.  Ég er með flúrpípuljós í loftinu með tveimur 32w pípum.  Ég hef unnið ýmiss störf og man aldrei eftir að hafa verið með lampa svona nálægt mér. 

Það næsta sem ég kemst hér á heimilinu (við hjónin vinnum bæði heima) er lampinn við rúmið hjá mér en þann er aldrei nær en um 40 cm.  Þú verður að fyrirgefa en ég bara sé ekki hvernig það getur verið praktískt að vera með ljós svona nálægt.  Það næsta sem ég kemst er ef maður er að gera einhverja fíngerða handavinnu (módelsmíði, fíngerða trésmíði, sauma- eða prjónaskap eða þ.h.) að það væri til bóta að hafa ljósgjafa svona nálægt.  Ef þessir ljósgjafar eru með venjulegum perum þá finnur maður vel fyrir hitanum frá þeim í 30cm fjarlægð og a.m.k. fyrir mig þá væri það óþægilegt að vera svo nálægt. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 15.4.2010 kl. 16:27

5 identicon

Ég vinn líka við tölvu og hef ekki lampa á skrifborðinu mínu, hvorki heima né í vinnunni. Ég hef hins vegar séð þetta hjá öðrum. Ég hef að vísu ekki mælt það, en mér sýnist það ekki vera mikið meira en 30 sm í sumum tilfellum. Ég man líka eftir því að þegar ég var að læra rafmagnsfræði í skóla, þá vorum við með lampa sem var mun nær en 30 sm frá okkur.Svo er líka slatti af fólki sem sér illa og hefur ljósin þess vegna nær og bjartari en ella.

Kristinn (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 20:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband