Lífið er saltfiskur

Ég kaupi stundum saltfisk hérna í Bandaríkjum.  Hann fæst í litlum krossviðarboxum þar sem pakkað er svo sem einu litlu flaki.  Þessi fiskur kemur yfirleitt frá Kanada eða Kína og lítur út eins og ég man eftir saltfiski á Íslandi í gamla daga.  Það fer sjálfsagt eftir hvaða fisktegund er söltuð hversu hvítur hann er og hversu mikið hann gulnar, en ég man ekki eftir að þessi saltfiskur sé sérstaklega hvítur svo ég efast um að það sé bætt í hann fosfötum.  Enda ólíklegt að ástæða sé til þess enda held ég að þessi markaður sé ekki stór. 

Í San Antonio, Texas var saltfiskur sennilega enn hluti af spænskri arfleifð en hér á Olympíu skaganum er hann sennilega hluti af norskri arfleifð enda mikið af fólki af norskum, dönskum og sænskum uppruna hér um slóðir.  Polulsbo, sem er sjö þúsund manna bær hérna við Puget sundið hefur viðurnefnið Litli Noregur (Little Norway;)  Ég hef notið góðs af þessu því hér er hægt að fá "íslenskan" mat eins og saltfisk og marineraða síld;) 

Kveðja,

 


mbl.is Hættulegt fyrir orðspor okkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband