18.9.2010 | 15:09
Skilyrði
Eru það skilyrði fyrir því að borga eða skilyrði fyrir því að borga ekki. Mér virðist að ríkisstjórnin hafi haft það að stefnumarkmiði að borga sem mest. Það er því spurning hvort ríkisstjórnin sé að setja skilyrði fyrir því að borga meira.
Eftir því sem heyrðist nýlega þá hafa kröfur Breta og Hollendinga breyst talsvert, m.a. var talað um eingreiðslu upp á hundrað milljarða eða svo. Landsbankinn fékk nýlega tvö hundruð milljarða innistæðu lausa í Englandsbanka svo e.t.v. er hægt að koma þessum málum í þann farveg. Hver veit. Ef við bíðum fram á vorið þá er e.t.v. ekki ómögulegt að Landsbankanum hafi tekist að skrapa saman og við getum einfaldlega sagt við Hollendinga og Breta: Þetta á Landsbankinn, þið getið hirt þetta. Af hverju þetta óðagot á að borga eitthvað sem er alsendis óvíst að Íslendingum beri lagaleg skylda til að greiða? Mér finnst bara ekkert liggja á í þessu efni.
Kveðja,
![]() |
Steingrímur: Íslendingar munu borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2010 | 07:15
Af hverju komst það ekki að bryggju?
Ég er nú svo utanveltu í íslenskum fréttum að það hefur alveg farið framhjá mér hversvegna skemmtiferðaskipið gat ekki lagst að bryggju? Var það of stórt eða djúprist eða voru einhver vandræði með strauma? Þessir dallar eru engin smásmíði og þessi skip koma af og til hingað til Port Angeles og einu sinni í sumar lágu 3 stykki á ytri legunni á sama tíma! En hér er höfn fyrir risaolíuskip upp í 365 metra löng (1200 fet) og dýpt við kant upp á rétt um 11 metra (35 fet) og það koma hér að bryggju olíuskip sem eru rétt undir tvö hundruð þúsund tonn, svo sem Alaskan Navigator og systurskip sem eru rétt rúm 185 þúsund tonn, svo þeir geta tekið við flestu.
Það væri gaman ef einhver gæti sagt mér hvaða vandamál komu upp:) Ég vann við höfnina á Reyðarfirði í mörg ár þegar vantaði fólk í út- og uppskipun og hef haft ólæknandi dellu fyrir flutningaskipum síðan;)
Kveðja,
![]() |
70-80 milljóna tap þar sem skipið komst ekki í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2010 | 02:08
Fellur hratt!
Í frétt mbl.is kl. 14:13 (http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/09/08/vilja_eignast_fih_bankann/ var bankinn sagður fimmti stærsti banki Danmerkur. Í þessari frétt kl. 17:01 er bankinn kominn niður í sjötta sæti. Hann fellur því mjög hratt þessa stundina og verður orðinn svo smár í vikulokin að hann fæst örugglega gefins!
Kveðja,
![]() |
FIH staðfestir að söluferli sé í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2010 | 00:34
Ekki svo gríðarlega umfangsmikil...
Þetta er nú ekki alveg það sama og kemur fram í erlendum fjölmiðlum. Þar kemur fram að rannsóknin beinist eingöngu að íslenskum eldfjöllum til að bæta spár um gerð og dreifingu á öskuskýjum eftir eldgos. Sjá t.d. http://www.bbc.co.uk/news/uk-scotland-edinburgh-east-fife-11200836 Ég giska á að 430 þúsund pund dreifð á 5 ár sé nú ekki nema rétt til að borga fyrir 2-3 vísindamenn í fullu starfi.
"A £430,000 research project into the effects of Icelandic volcanic activity on Scotland is to begin in October.
Dr John Stevenson from the University of Edinburgh will investigate Iceland's volcanoes in an effort to improve forecasts of the type and direction of ash clouds after eruptions."
Þar kemur fram að þessi rannsókn er bundin við áhrif á Skotland og eru því ekki eins "gríðarlega umfangsmikil" og látið er í veðri vaka í greininni á mbl.is.
Kveðja,
![]() |
Rannsaka ösku í háloftunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2010 | 00:23
Kyrrstöðusamningar
Ég er nú ekki mikið fjármálaséní;) en eftir því sem ég les mér til á netinu, þá eru kyrrstöðusamningar (stand still agreements) aðallega notaðir við yfirtöku fyrirtækja, sérstaklega það sem er kallað "Hostile takeover" OG þegar lántakandi getur ekki borgað og þetta kemur í staðin fyrir gjaldþrotameðferð. Sjá t.d. http://www.investopedia.com/terms/s/standstill_agreement.asp, http://financial-dictionary.thefreedictionary.com/Standstill+Agreement, http://www.allbusiness.com/glossaries/standstill-agreement/4947450-1.html og http://en.wikipedia.org/wiki/Standstill_agreement. Mér sýnist því Arion banki vera að gera það sem þeir geta til þess að redda einhverju, en ég get ekki séð hverju það myndi breyta að taka þetta rugl til gjaldþrotameðferðar þar sem þessi félög eru öll gjaldþrota og skiptir þar litlu hvort skuldirnar eru 6 milljarðar, 60 milljarðar eða 600 milljarðar.
Kveðja,
![]() |
Brýtur gegn gjaldþrotalögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2010 | 23:42
Hvað breyttist?
Hvað hefur breyst á Íslandi? Mér sýnist bankaruglið vera á fullri ferð nú sem fyrir hrun. Bónusarnir voru búnir að tæma Glitni og nú er Arion næstur. Hvað ætla menn að gera þegar Ísland 2.0 hrynur af enn meira afli heldur en gamla ruglið? Þetta er allt komið í sama farveg og niðurstaðan verður sú sama.
Kveðja,
![]() |
Arion banki gerir kyrrstöðusamning við Gaum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 06:32
Brennisteinn
Enska orðið sulfur er sett hér inn án þýðingar. Íslenska orðið er brennisteinn. mbl.is getur gert betur en þetta:)
Kveðja,
![]() |
Mjólkurglas eyðir hvítlaukslyktinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 06:29
SMS best að í gjaldþrot
Ef meta á stöðu SMS út frá öðrum fyrirtækjum sem Bónusmenn hafa komið að undanfarinn áratug þá held ég að SMS sé eins gott að pakka saman og fara í gjaldþrot því "viðskiptaundrinu" verður víst ekki skotaskuld að koma þessu félagi í þrot eins og þeim hefur tekist að koma öllum öðrum félögum í þrot á met tíma. Ég sá það haft eftir bankastjóra Arion banka í RÚV að þeir reiknuðu með því að fá borgað fyrir þetta! Ekki veit ég hvar stjórnendur Arion banka hafa búið síðasta áratuginn eða hvaðan þeim kemur slíkur bjartsýnisandi, en þeir virðast ekki vita við hvern þeir eru að eiga "viðskipti"!
Kveðja,
![]() |
Greiddu 615 milljóna arð 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2010 | 23:09
Handtökuskipun
Þetta er sérkennilegt mál. Alþjóðleg handtökuskipun í gegnum Interpol er gefin á hendur Sigurði. Hann býr hinsvegar í íbúð sinni í London mánuðum saman eftir að þessi handtökuskipun var gefin út í maí s.l. Hversvegna var hann ekki handtekinn af bresku lögreglunni? Hvers vegna var hann ekki tekinn í gæsluvarðhald þegar hann kom til Íslands? Mér er svo sem sama, en það er sérkennilegt réttarfarið á Íslandi, svo ekki sé meira sagt.
Kveðja,
![]() |
Yfirheyrsla í fyrramálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2010 | 07:20
Sérkennileg staða
Ragnheiður Ríkarðsdóttir spyr þessarar spurningar til áréttingar spurninga sem Birkir Jón Jónsson spurði um bílalán í erlendri mynt:
"Því spyr ég hæstv. viðskiptaráðherra: Telur hann lögmæti myntkörfulána hafið yfir allan vafa?" (http://www.althingi.is/altext/raeda/137/rad20090701T142746.html)
Viðskiptaráðherra svarar:
"Ég vík fyrst að fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um lögmæti lána í erlendri mynt. Lögfræðingar bæði í viðskiptaráðuneytinu og annars staðar í stjórnsýslunni hafa vitaskuld skoðað það mál. Niðurstaða þeirra er að lánin séu lögmæt. " (http://www.althingi.is/altext/raeda/137/rad20090701T143442.html)
Það skal tekið fram að fyrsta spurningin frá Birki var "Hversu margir einstaklingar eru með erlend lán þar sem bifreið viðkomandi er sett að veði?"
Þrátt fyrir að Ragnheiður hafi beinlínis spurt um myntkörfulán, en ekki erlend lán, þá svarar Gylfi spurningunni eins og hún sé um erlend lán, ekki myntkörfulán.
Það er því sú sérkennilega staða komin upp að ráðherra svarar spurningu sem var ekki spurð en svaraði ekki spurningunni sem var spurð og segist nú hafa afdráttarlaust verið að svara spurningunni sem ekki var spurð. Það er því spurning hver spurningin var og spurning hvert svarið var;)
Kveðja,
![]() |
„Fyrirspurn mín var alveg skýr“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |