10.11.2010 | 19:03
Íbúðalánasjóður hóf starfsemi 1999!
Færri í vanskilum við Íbúðalánasjóð en 1997
Athygli vekur að færri eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð en voru árið 1997. Jafnframt eru vanskil í hópi 20% tekjulægstu lántakenda hjá sjóðnum færri en þau voru árið 2004.
Á vef Íbúðalánasjóðs segir: "Íbúðalánasjóður tók við hlutverki Húsnæðisstofnunar ríkisins þegar ný lög um húsnæðismál nr. 44/1998 öðluðust gildi"
Eftir því sem ég kemst best að þá tók þessi Íbúðalánasjóður ekki til starfa fyrr en 1998. Svo það kemur ekki beinlínis á óvart að það hafi ekki verið mikil vanskil við sjóðin árið áður en hann varð til!;)
Kveðja,
![]() |
Vaxtabótahækkun árangursríkust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2010 | 08:52
Misjafnar aðgerðir!
"Við húsleit á heimili fólksins og á skrifstofum tölvufyrirtækis þess var hald lagt á tölvur, 150 þúsund dali í reiðufé, bíla og skartgripi. Bankareikningar fólksins voru frystir og hald lagt á fasteignir sem það á. "
Þetta er gert hér vestanhafs þegar grunur leikur á um fjársvik. Eignir eru frystar og viðkomandi settur í gæsluvarðhald sem menn geta e.t.v. fengið aflétt gegn tryggingu.
Hvað hefur lögreglan á Íslandi og saksóknarar á Íslandi sett marga í gæsluvarðhald vegna fjársvika bankanna? Hvaða eignir hafa verið frystar vegna aðgerða á íslandi (eignir Jóns Ásgeirs voru frystar vegna aðgerða í Bretlandi)? Hvenær ætla íslensk stjórnvöld og löggæsluyfirvöld að fara að sinna störfum sínum og skyldum gagnvart íslensku þjóðinni? Nú er löggæsla og fangelsi undir hnífnum í fjármálaráðuneytinu. Ef svo fer fram þá verður enginn til þess að ákæra þessa menn þegar þar að kemur og engin fangelsi handa þeim til að búa í ef þeir verða fundnir sekir! Er ekki eitthvað að þessu dæmi???
Kveðja,
![]() |
Íslensk kona grunuð um stórfelld fjársvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2010 | 19:36
Sérkennilegt boð
Mér finnst það sérkennilegt að Íslendingar séu að bjóða svona rugludöllum. Það hefði verið alveg við hæfi að láta þennan leppalúða sitja heima.
Annars vil ég benda blaðamanni á að fulltrúarnir eru í Norðurlandaráði, ekki á Norðurlandaráði:)
Kveðja,
![]() |
Mætir líklega í boð til Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.11.2010 | 17:36
Misnotkun?
Í fréttinni segir: "Gerði starfsmönnum kleift að eignast hluti á lægra verði en aðrir án áhættu "
Þar sem bankarnir voru félög á almennum hlutabréfamarkaði, eru svona tilboð til starfsmanna ekki brot á lögum um markaðsmisnotkun? Þ.e. að starfsmönnum var gert kleift að kaupa hluti á lægra verði en aðrir. Ég hef grun um að hér í Bandaríkjunum væri þetta talið lögbrot. Það er bankans að taka ábyrgð á eignum hluthafa og með þessu eru þeir að skekkja stöðu einstakra hluthafa gagnvart öðrum hluthöfum í bankanum. Ef ég á hlut í fyrirtæki sem er á genginu 1.00 á sama tíma og starfsmaður fær að kaupa hlutinn á genginu 0.90 þá hefur þar með verið gengið á minn rétt sem hluthafa að mínu mati.
Kveðja,
![]() |
Greiði tekjuskatt af sölurétti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.10.2010 | 17:30
Milljarðar Kaupþings
Með 9611 milljarða evra eign ætti Kaupþingi ekki að verða skotaskuld úr að koma atvinnulífinu á litla Íslandi á koppinn að nýju. Mér segir nú svo hugur um að eignirnar séu 9,6 milljarðar evra og að hér hafi blaðamanni skrikað fótur í talnafræðinni. Sennilega var skýrslan á ensku og þar kom fram að eignirnar væru "9.611 billion euros" sem eru 9,611 milljarðar evra, ekki 9.611 milljarðar;)
Kveðja,
![]() |
Eignir Kaupþings jukust í evrum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2010 | 23:55
Safnkostur?
Ég hef aldrei séð þetta orð og er alls ekki viss um hvað það þýðir. Fréttin gerði því lítil skil hvað þetta gæti verið svo ég er litlu nær. Getur einhver góðhjörtuð sál útskýrt fyrir mér hvað "safnkostur" er? Með fyrirfram þökk:)
Kveðja,
![]() |
Hætta á að safnkostur skemmist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2010 | 19:45
Íslenskt gagnsæi í verki
Aftur eru bankarnir komnir í þá stöðu að neita eftirlitsstofnunum um aðgang að upplýsingum. Aftur eru stjórnvöld komin í þá stöðu að þeim er neitað um upplýsingar til að gegna eftirlitsskyldum sínum gagnvart fjármálakerfinu. Fjármálakerfið túlkar lög á einn veg en stjórnvöld á annan og nú er spurningin sú hvort fjármálakerfið stjórnar landslögum og framkvæmdavaldið lúffar eða hvort stjórnvöld standa við að auka gagnsæi og sækja þessar upplýsingar með illu ef þær fást ekki með góðu.
Enginn veit hvort bankarnir hafa verklagsreglur til að fara eftir við niðurfellingu skulda, hvort þær eru samræmdar, hvort þær eru löglegar, hvort þeim er framfylgt og hvort þær gera skuldurum jafn hátt undir höfði. Allt lyktar þetta vægast sagt illa!
Kveðja,
![]() |
Neitaði eftirlitsnefnd um upplýsingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2010 | 17:37
Lífið er saltfiskur
Ég kaupi stundum saltfisk hérna í Bandaríkjum. Hann fæst í litlum krossviðarboxum þar sem pakkað er svo sem einu litlu flaki. Þessi fiskur kemur yfirleitt frá Kanada eða Kína og lítur út eins og ég man eftir saltfiski á Íslandi í gamla daga. Það fer sjálfsagt eftir hvaða fisktegund er söltuð hversu hvítur hann er og hversu mikið hann gulnar, en ég man ekki eftir að þessi saltfiskur sé sérstaklega hvítur svo ég efast um að það sé bætt í hann fosfötum. Enda ólíklegt að ástæða sé til þess enda held ég að þessi markaður sé ekki stór.
Í San Antonio, Texas var saltfiskur sennilega enn hluti af spænskri arfleifð en hér á Olympíu skaganum er hann sennilega hluti af norskri arfleifð enda mikið af fólki af norskum, dönskum og sænskum uppruna hér um slóðir. Polulsbo, sem er sjö þúsund manna bær hérna við Puget sundið hefur viðurnefnið Litli Noregur (Little Norway;) Ég hef notið góðs af þessu því hér er hægt að fá "íslenskan" mat eins og saltfisk og marineraða síld;)
Kveðja,
![]() |
Hættulegt fyrir orðspor okkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2010 | 15:09
Skilyrði
Eru það skilyrði fyrir því að borga eða skilyrði fyrir því að borga ekki. Mér virðist að ríkisstjórnin hafi haft það að stefnumarkmiði að borga sem mest. Það er því spurning hvort ríkisstjórnin sé að setja skilyrði fyrir því að borga meira.
Eftir því sem heyrðist nýlega þá hafa kröfur Breta og Hollendinga breyst talsvert, m.a. var talað um eingreiðslu upp á hundrað milljarða eða svo. Landsbankinn fékk nýlega tvö hundruð milljarða innistæðu lausa í Englandsbanka svo e.t.v. er hægt að koma þessum málum í þann farveg. Hver veit. Ef við bíðum fram á vorið þá er e.t.v. ekki ómögulegt að Landsbankanum hafi tekist að skrapa saman og við getum einfaldlega sagt við Hollendinga og Breta: Þetta á Landsbankinn, þið getið hirt þetta. Af hverju þetta óðagot á að borga eitthvað sem er alsendis óvíst að Íslendingum beri lagaleg skylda til að greiða? Mér finnst bara ekkert liggja á í þessu efni.
Kveðja,
![]() |
Steingrímur: Íslendingar munu borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2010 | 07:15
Af hverju komst það ekki að bryggju?
Ég er nú svo utanveltu í íslenskum fréttum að það hefur alveg farið framhjá mér hversvegna skemmtiferðaskipið gat ekki lagst að bryggju? Var það of stórt eða djúprist eða voru einhver vandræði með strauma? Þessir dallar eru engin smásmíði og þessi skip koma af og til hingað til Port Angeles og einu sinni í sumar lágu 3 stykki á ytri legunni á sama tíma! En hér er höfn fyrir risaolíuskip upp í 365 metra löng (1200 fet) og dýpt við kant upp á rétt um 11 metra (35 fet) og það koma hér að bryggju olíuskip sem eru rétt undir tvö hundruð þúsund tonn, svo sem Alaskan Navigator og systurskip sem eru rétt rúm 185 þúsund tonn, svo þeir geta tekið við flestu.
Það væri gaman ef einhver gæti sagt mér hvaða vandamál komu upp:) Ég vann við höfnina á Reyðarfirði í mörg ár þegar vantaði fólk í út- og uppskipun og hef haft ólæknandi dellu fyrir flutningaskipum síðan;)
Kveðja,
![]() |
70-80 milljóna tap þar sem skipið komst ekki í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |