Dreamliner

Ein af frumgerðunum hefur flogið hérna yfir nokkrum sinnum, enda stutt fyrir þær að fara hérna yfir Puget sundið.  Þetta virðist vera mjög hljóðlát þota, mun hljóðlátari en aðrar sem ég hef fylgst með.  Það verður gaman að kynnast þessum farkostum nánar á næstu árum:) 

Kveðja,

 


mbl.is Dreamliner heimsækir Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðskiptalegar forsendur...

Hvernig geta viðskiptalegar forsendur legið að baki ákvarðana hjá fyrirtæki sem er stjórnað af mönnum sem eiga heimsmet í að koma fyrirtækjum í gjaldþrot?  Spyr sá sem ekki veit!

Kveðja,

 


mbl.is Framkvæmdastjórar kaupa auglýsingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar upplýsingar?

"Þess er krafist að málið verði aftur tekið fyrir í ljósi nýrra upplýsinga um að Magma Energy Sweden sé skúffufyrirtæki með enga raunverulega starfsemi og engan annan tilgang en að fara á svig við íslensk lög og reglugerðir EES,"

Hvaða "nýjar" upplýsingar eru þetta?  Fyrir nokkrum vikum tók mig innan við 10 mínútur að afla upplýsinga um þetta fyrirtæki með leit á google, þar sem ég fann það m.a. á einhverskonar firmaskrárvefsvæði í Svíþjóð, skráð með einn starfsmann, enga starfsemi og hefur ekki skilað sköttum.  Þetta hefur verið altalað frá upphafi og núna er allt í einu eins og þetta séu einhverjar nýja upplýsingar! 

Maður fer hreinlega hjá sé við að lesa bullið sem rennur viðstöðulaust upp úr stjórnmálamönnum og öðrum sem eru enn alveg á kafi í ruglinu og hafa ekki hugmynd um raunveruleikann!

Kveðja,

 


mbl.is Ekki boðlegir stjórnsýsluhættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldar leiðir

Mér finnst þessi umræða öll meira og minna á villigötum.  Íslensk lög eru þannig að fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi verða að setja upp lepp fyrirtæki innan EES en geta ekki fengið að stofnsetja fyrirtæki á Íslandi, eða fjárfesta beint.

Persónulega finnst mér ekkert að því að erlendir aðilar komi að eign á fyrirtækjum á Íslandi og eins fyrirtækjum sem eru í orkuframleiðslu eða eru á annan hátt að meðhöndla auðlindir Íslands.  Hinsvegar er ég gallharður á því að það á að setja einfaldar reglur um eignaraðildina, þ.e. fyrirtækin verða að vera með útibú eða starfandi dótturfyrirtæki á Íslandi og þau geta einungis eignast upp að segjum 25 eða 33% (1/4 - 1/3) af heildarverðmæti hlutafjár samanlagt, þ.e.a.s. 66-75% af heildareigninni verði alltaf í eigu íslenskra fyrirtækja sem eru að fullu í eign íslendinga eða íslenskra ríkisstofnana.  Þetta þarf ekkert að vera flóknara en þetta, gefa erlendum fjárfestum tækifæri á að fjárfesta hér á landi, en um leið tryggja að þessi fyrirtæki verði í meirihluta eign og undir stjórn íslendinga.  Einfalt mál!:)

Kveðja,

 


mbl.is Íslensk lög einungis útskýrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur fúskið á óvart?

Meira af sama fúskinu og hefur viðgengist á Íslandi áratugum saman.  Ekkert nýtt, bara sama ruglið og verið hefur.  Þetta getur ekki komið nokkrum einasta manni á Íslandi á óvart! 

Kveðja,

 


mbl.is Vill fund um Magma í iðnaðarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurtekið efni...

Það hefur staðið styr um þessar tankvélar í talsverðan tíma.  Bandaríski herinn ákvað að taka tilboði frá Airbus fyrir nokkrum árum en þá varð allt vitlaust af því að Boing fékk ekki samninginn og mig minnir að annað hvort þingið eða Bush hafi komið í veg fyrir að herinn fengi heimild til þess að taka tilboðinu.  Mig minnir líka að til þess að koma í veg fyrir það þá hafi fjárheimild til þessara kaupa verið felld niður.  Ég held að þá hafi ekki verið um eins margar vélar að ræða, man þetta ekki nákvæmlega.  Miðað við þá sögu, þá finnst mér ólíklegt að Airbus fái þennan samning.

Kveðja,

 


mbl.is 8.819 blaðsíðna tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórframkvæmdir - útboð

Ég ætla ekki að leggja dóm á það hvort lífeyrissjóðirnir eigi að koma beint að svona verkefnum, en ég vil minna á að stórar framkvæmdir þarf að bjóða út á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) og því er ekkert gefið að þessar framkvæmdir verði til atvinnuuppbyggingar á Íslandi, þó einhverra margfeldisáhrifa muni örugglega gæta.  Auðvitað er vel mögulegt að þessi verk kæmu til íslenskra verktaka en það er ekkert öruggt í þeim efnum.

Kveðja,

 


mbl.is Framkvæmdir fyrir 30 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætlar FME að GERA eitthvað?

Dómur Hæstaréttar liggur fyrir.  Upplýsingar frá bönkunum ættu að liggja fyrir.  Hvenær ætlar Fjármálaeftirlitið að GERA eitthvað í þessu máli eftir áratuga lagabrot banka og fjármálafyrirtækja?  Hvaða viðurlögum ætlar Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn að beita þessa lögbrjóta?  Eða á bara að klappa þeim á bakið með "well done, boys" kveðju og segja þeim að hækka bara vextina ef einhver er með múður?

Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið eiga að hafa eftirlit með bönkum og fjármálafyrirtækjum.  Hvar er þetta eftirlit og hvað ætla þessir aðilar að gera í málinu annað en sitja á afturendanum á ákveða, upp á sitt einsdæmi að BRJÓTA samninga lánþega og lánastofnana með því að ákveða vexti EINHLIÐA? 

Það hlýtur að vera komin tími til að endurskoða af fullri alvöru tilveru þessara stofnana og þeirra sem "stjórna" þessum möppudýragarði!

Kveðja,


mbl.is Bankarnir lengi að svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar?

Það kemur hvergi fram í fréttinni í hvaða heimsálfu eða landi þessir atburðir hafi gerst!  A.m.k. get ég hvergi séð neitt sem bendir til staðsetningar annað en að manna og staðanöfn benda til að þetta hafi verið í enskumælandi landi, en þau er æði mörg.  Svona "fréttamennska" er fyrir neðan allar hellur og mbl.is getur gert miklu betur:)

Kveðja,

 


mbl.is Táningar í haldi vegna morðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánasamningarnir ekki dæmdir ólöglegir

Ég er steinhættur að botna ruglið í Gylfa fram og til baka.  Það hefur margsinnis komið fram að lánasamningarnir voru EKKI dæmdir ólöglegir, heldur eingöngu gengistryggingin.  Lánin eru ekki ólögleg, heldur ákveðin ákvæði í lánasamningunum. 

Mér hefur fundist málflutningur Gylfa með eindæmum slakur en nú keyrir um þverbak.

Kveðja,

 


mbl.is Fjarstæðukennd niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband