6.8.2010 | 09:07
Rangar tölur
Skv. opinberum tölum Impreglio voru tekjur þess árið 2009 2.623,2 milljónir evra eða rúmir 2.6 milljarðar, en ekki 2.706 milljarðar, sem er rúmlega þúsund sinnum raunverulegar tekjur. Ef Impreglio hefði þessar tekjur væri það með meir tekjur en fjárlög bandaríska ríkisins! Sjá http://investing.businessweek.com/research/stocks/financials/financials.asp?ticker=IPG:IM til að fá upplýsingar skv. Bloomberg.
Kveðja,
![]() |
Verður ekki gjaldþrota að hluta til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.8.2010 | 15:54
Norðurljós
"Þorsteinn segir að það hafi sést norðurljós nokkuð víða, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada og Skandinavíu."
Ég vildi nú bara góðfúslega minna á að Alaska er hluti af Bandaríkjunum og þar sem Alaska er næst norðursegulpól jarðar þá eru norðurljós hvað algengust þar. Það kemur því ekki lítið á óvart að norðurljós hafi sést í Bandaríkjunum;) Það er hinsvegar ekki algengt að það sjáist norðurljós í því sem við köllum "lower 48 states" en í sólstorminum 2006 þá sáust norðurljós allt suður í Arizona og í norður Texas.
Kveðja,
![]() |
Stærsti segulstormur frá 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2010 | 23:30
Draga úr erfiðleikum heimilanna í landinu
Ólíklegt að svo verði. Nei nú þarf að hlúa að lögbrjótunum svo þeir þurfi nú ekki að fara á vonarvöl, aumingjarnir. Skítt með almenning, heimilin í landinu og heiðarlegt fólk. Alveg ömurlegt, svo ekki sé meira sagt.
Kveðja,
![]() |
Staðfesting héraðsdóms mun eyða óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.7.2010 | 22:47
Dreamliner
Ein af frumgerðunum hefur flogið hérna yfir nokkrum sinnum, enda stutt fyrir þær að fara hérna yfir Puget sundið. Þetta virðist vera mjög hljóðlát þota, mun hljóðlátari en aðrar sem ég hef fylgst með. Það verður gaman að kynnast þessum farkostum nánar á næstu árum:)
Kveðja,
![]() |
Dreamliner heimsækir Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2010 | 06:40
Viðskiptalegar forsendur...
Hvernig geta viðskiptalegar forsendur legið að baki ákvarðana hjá fyrirtæki sem er stjórnað af mönnum sem eiga heimsmet í að koma fyrirtækjum í gjaldþrot? Spyr sá sem ekki veit!
Kveðja,
![]() |
Framkvæmdastjórar kaupa auglýsingarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2010 | 06:37
Nýjar upplýsingar?
"Þess er krafist að málið verði aftur tekið fyrir í ljósi nýrra upplýsinga um að Magma Energy Sweden sé skúffufyrirtæki með enga raunverulega starfsemi og engan annan tilgang en að fara á svig við íslensk lög og reglugerðir EES,"
Hvaða "nýjar" upplýsingar eru þetta? Fyrir nokkrum vikum tók mig innan við 10 mínútur að afla upplýsinga um þetta fyrirtæki með leit á google, þar sem ég fann það m.a. á einhverskonar firmaskrárvefsvæði í Svíþjóð, skráð með einn starfsmann, enga starfsemi og hefur ekki skilað sköttum. Þetta hefur verið altalað frá upphafi og núna er allt í einu eins og þetta séu einhverjar nýja upplýsingar!
Maður fer hreinlega hjá sé við að lesa bullið sem rennur viðstöðulaust upp úr stjórnmálamönnum og öðrum sem eru enn alveg á kafi í ruglinu og hafa ekki hugmynd um raunveruleikann!
Kveðja,
![]() |
Ekki boðlegir stjórnsýsluhættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2010 | 00:21
Einfaldar leiðir
Mér finnst þessi umræða öll meira og minna á villigötum. Íslensk lög eru þannig að fyrirtæki sem vilja fjárfesta á Íslandi verða að setja upp lepp fyrirtæki innan EES en geta ekki fengið að stofnsetja fyrirtæki á Íslandi, eða fjárfesta beint.
Persónulega finnst mér ekkert að því að erlendir aðilar komi að eign á fyrirtækjum á Íslandi og eins fyrirtækjum sem eru í orkuframleiðslu eða eru á annan hátt að meðhöndla auðlindir Íslands. Hinsvegar er ég gallharður á því að það á að setja einfaldar reglur um eignaraðildina, þ.e. fyrirtækin verða að vera með útibú eða starfandi dótturfyrirtæki á Íslandi og þau geta einungis eignast upp að segjum 25 eða 33% (1/4 - 1/3) af heildarverðmæti hlutafjár samanlagt, þ.e.a.s. 66-75% af heildareigninni verði alltaf í eigu íslenskra fyrirtækja sem eru að fullu í eign íslendinga eða íslenskra ríkisstofnana. Þetta þarf ekkert að vera flóknara en þetta, gefa erlendum fjárfestum tækifæri á að fjárfesta hér á landi, en um leið tryggja að þessi fyrirtæki verði í meirihluta eign og undir stjórn íslendinga. Einfalt mál!:)
Kveðja,
![]() |
Íslensk lög einungis útskýrð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2010 | 04:23
Kemur fúskið á óvart?
Meira af sama fúskinu og hefur viðgengist á Íslandi áratugum saman. Ekkert nýtt, bara sama ruglið og verið hefur. Þetta getur ekki komið nokkrum einasta manni á Íslandi á óvart!
Kveðja,
![]() |
Vill fund um Magma í iðnaðarnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2010 | 00:57
Endurtekið efni...
Það hefur staðið styr um þessar tankvélar í talsverðan tíma. Bandaríski herinn ákvað að taka tilboði frá Airbus fyrir nokkrum árum en þá varð allt vitlaust af því að Boing fékk ekki samninginn og mig minnir að annað hvort þingið eða Bush hafi komið í veg fyrir að herinn fengi heimild til þess að taka tilboðinu. Mig minnir líka að til þess að koma í veg fyrir það þá hafi fjárheimild til þessara kaupa verið felld niður. Ég held að þá hafi ekki verið um eins margar vélar að ræða, man þetta ekki nákvæmlega. Miðað við þá sögu, þá finnst mér ólíklegt að Airbus fái þennan samning.
Kveðja,
![]() |
8.819 blaðsíðna tilboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2010 | 02:55
Stórframkvæmdir - útboð
Ég ætla ekki að leggja dóm á það hvort lífeyrissjóðirnir eigi að koma beint að svona verkefnum, en ég vil minna á að stórar framkvæmdir þarf að bjóða út á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES) og því er ekkert gefið að þessar framkvæmdir verði til atvinnuuppbyggingar á Íslandi, þó einhverra margfeldisáhrifa muni örugglega gæta. Auðvitað er vel mögulegt að þessi verk kæmu til íslenskra verktaka en það er ekkert öruggt í þeim efnum.
Kveðja,
![]() |
Framkvæmdir fyrir 30 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |