18.2.2019 | 22:26
Kemur engum á óvart
Hvernig á annað að vera þegar stór hluti af sætaframboði frá Bandaríkjunum er kippt út? Hvað héldu menn að myndi gerast? Auðvitað minnkar sætaframboð þegar dregur úr sætaframboði! Aðilar í þjóðfélaginu sáu sér hagi í því að djöflast í Wow eins og naut í flagi þegar þeir voru á viðkvæmu stigi í endurfjármögnun á félagi, sem hafði vaxið mjög hratt og hafði í raun vaxið sjálfu sér yfir höfuð.
Icelandair er á brauðfótum og hefur verð félagsins fallið úr 38,9 í apríl 2016 niður í 6,53 í október 2018 en hefur rétt aðeins úr kútnum og stendur nú í 8,58. Það er 83% fall í lægsta verð í október og 78% lækkun í dag. Þessi slæma staða beggja félaga hlýtur óhjákvæmilega að koma niður á rekstri og þar með sætaframboði. Nú er eins og menn séu steinhissa á því að mikill samdráttur skili sér í miklum samdrætti á sætaframboði!
Kveðja,
![]() |
Sætaframboð til Bandaríkjanna hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.2.2019 | 16:34
Sannleikurinn alltaf fyrsta fórnarlambið
Segir máltækið. Það stenst ekkert af fullyrðingaflóði forsetans um málefni landamæravörslu. Ef það er neyðarástand af hverju var þá Landamæragæslan og Heimavarnarráðuneytið efst á lista forsetans yfir þær stofnanir, sem ættu að loka eða draga mest úr starfsemi þegar ríkið var sett í fjárlagahnút í desember?
Nýlega fullyrti Trump að ólöglegt Fentanyl (veit ekki hvað þetta lyf er kallað á íslensku) kæmi allt eða mest frá Mexíkó og því þyrfti vegg. Hið rétta, skv. Fíkniefnaeftirliti, Landamæraeftirliti og löggæslu er að stærsti hluti þess sem kemur utanfrá kemur frá Kína og Kanada. Talsvert kemur frá Mexíkó, en það kemur í gegnum landamærastöðvar og yfirvöld telja hverfandi magni smygglað inn utan landamærastöðva. Fentanyl er svo dýrt og í svo litlu magni ef það er hreint að engum dytti í hug að senda smyglara yfir landamærin í óvissuferðir gangandi jafnvel tugi kílómetra!
Kanada og þá sérstaklega Breska Kólumbía (BC) hefur átt við mikinn Fentanyl vanda að stríða undanfarin ár og í BC voru um 2 þúsund dauðsföll vegna efnisins í fyrra, muni ég rétt. Ekki þarf nema nokkur milligrömm af hreinu Fentanyl til að leiða til ofnotkunar og dauða. Fyrir 2 árum eða svo uppgötvaði lögreglan að hluti af efninu kom í einföldum bréfapósti frá Kína. Pappír var steypti í upplausn með Fentanyl, pappírinn síðan þurrkaður og þá sat Fenranylið eftir. Pappírinn var svo notaður til sakleysislegra bréfaskrifra!
Ýmsar stofnanir á hægri vængnum, sem enn hafa svolítið af sjálfstæðri rökhugsun hafa bent á tilgangsleysi veggja á landamærum yfirleitt og sérstaklega á suður landamærum Texas! Þar þarf að taka mikið land eignarnámi á hrjóstrugu vatnasvæði Rio Grande. Núverandi landamæravarsla er sumstaðar tugir kílómetra frá landamærunum, sem markast af Rio Grande ánni frá El Paso í Vestur Texas til Brownsville við Mexíkóflóa.
Þó land sé ódýrt á svæðinu þá er Texas búum ekki eins illa við neitt og að gefa eftir land, jafnvel þó þeim sé borgað fyrir það. Hluti af því eru form lög sem gefa fólki hefðarrétt á landi, til afnota og jafnvel eignarhald ef það getur sýnt fram á notkun án afskipta eiganda og án merktra landamerkja. Þessvegna er nánast allt land í Texas innan girðingar! Það verður áratugarins þrautaganga að komast í gegnum Texas og á landamærunum er fjöldi opinberra landeigenda, m.a. alríkið sjálft, Texas ríki, háskólar og þar fram eftirrétt götunum. Oft á tíðum yrði að byggja vegg eða virðingu langt frá Rio Grande vegna fjallendis og landeigendur myndu þá annað hvort tapa landinu (margir myndu frekar selja frumburði sína!) eða fá aðgang og þá um leiðber farið að opnast hópur.
Eins og margir hafa bent á þá hafa menn enn ekki byggt veggi sem eru svo háir að ekki hafi fundist smiðir sem gátu smíðað lengri stiga! En sumt fólk vill ekki skilja þetta. En eins og kollegi minn sagði stundum þá er þetta lógik fyrir búrhænur, sem honum fundust ekki sérlega rökrænar! En búrhænur hafa ráðið þessari umræðu og það kemst ekkert vitrænt að fyrir hænsnagaggi. En mikið er maður orðin þreyttur á þessum hænum og rænulausu ruglinu, sem vellur upp úr þeim!
Kveðja
![]() |
Lagaheimild forsetans ekki skýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.2.2019 | 10:20
416 þúsund dollarar á ári
Er það sem einn bankastjórinn fær. Það er 16 þúsund dollurum meira á ári en fastalaun forseta Bandaríkjanna! Hvað þarf Íslenska ríkið og þar með skattgreiðendur að borga mörgum Bandaríkjaforsetum laun fyrir að reka örbanka norður í Ballarhafi? Það sást í hruninu 2008 að allt talið um há laun fyrir mikla ábyrgð var óráðshjal enda vildi enginn þessara stjórnenda taka ábyrgð á einu eða neinu þegar á hólminn var komið. Ekkert þeim að kenna. Þeir flutu bara óvígir og ósjálfbjarga að feigðarósi.
Kveðja,
![]() |
Kjörin í samræmi við starfskjarastefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2019 | 18:00
Tilkynna svik með Bitcoin
Þessir póstar hafa verið í gangi í nokkra mánuði. Þeir eiga það sameiginlegt að allir nota þeir Bitcoin og margir nota sama Bitcoin númerið. Það eru síður þar sem hægt er að tilkynna svik með Bitcoin á https://www.bitcoinabuse.com eða https://bitcoinwhoswho.com/scams Sjálfsagt fleiri síður, en ég hef notað þessar.
Þeir, sem fá svona pósta ættu að tilkynna Bitcoin svik sem fyrst. Engin innskráning er nauðsynleg og engra persónulegra upplýsinga krafist. Munið að taka út ALLAR persónulegar upplýsingar, s.s. póstfang og nafn áður en pósturinn eða hlutar af póstinum eru límdir inn.
Kveðja,
![]() |
Hóta að birta myndir af klámáhorfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2019 | 19:53
Frábært hjá Bezos
Það er mál til komið að það verði stoppað endanlega upp í lygafjölmiðla í lægsta þrepi sorpblaðamennsku í Bandaríkjunum og ég vona að Jeff Bezos láti kné fylgja kviði í þessu máli. Þetta eru ekkert annað en ribbaldar sem telja sig þess umkomna að búa til fréttir og hótaði svo viðkomandi. Dusilmennska af verstu sort svo talað sé gætilega! Enquirer og svipuð sorprit eru gefin út af góðkunningja forsetans og eru langstærstu uppsprettur Fake News hér í Bandaríkjunum. Vonandi tekur Bezos niður um þetta lið og rasskellir það rækilega þar sem mest svíður - í buddunni! Farið hefur fé betra en þessi uppsölustöð fyrir Rússabóta og Fake News!
Kveðja,
![]() |
Jeff Bezos varpar sprengju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.2.2019 | 16:10
Bullandi tap - frábær rekstur?
Icelandair berst í bökkum og forstjórinn jafn kokhraustur yfir 560 milljóna tapi á mánuði og Skúli Mogensen var fyrir tæpu ári. Skyldi Icelandair verða næsta félag, sem Bill Franke bætir í safnið? Hver sem niðurstaðan verður, þá er langt því frá að rekstur Icelandair sé í góðum málum. Vonandi tekst Icelandair og Wow báðum að finna fótfestu í breyttum og síbreytilegum heimi flugrekstrar.
Undanfarið ár hefur ekki farið mjúkum höndum um hvorugt félag. Kannski verða 2019 og 2020 betri þegar ferðamannastraumur fer að hagnast. Mikill vöxtur í langan tíma er oft erfiður fyrir rekstur því óhjákvæmilega kemur að því að vöxturinn dregst saman.
Kveðja,
![]() |
Höfum tækifæri til að gera miklu betur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2019 | 19:56
Icelandair a hausnum líka...
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Wow hefur átt í erfiðleikum eins og andskotast hefur verið í því félagi síðan það fór í fjármögnun um mitt síðasta ár. En það hefur ekki heyrst stafkrókur á moggablogginu um Icelandair og lítið verið í fréttum um afkomu þess. Þegja frumspekingar og túristasérfræðingar frekar þunnu hljóði þegar kemur að Icelandair. Maður veltir fyrir sér tilganginum.
Þetta byrjaði nánast sama dag og það kom frétt um að Wow væri að nálgast og jafnvel síga framúr Icelandair í farþegafjölda til og frá Keflavík. Þá varð fjandinn laus. Tilviljun? Bloggarar og túristaspekingar urðu hálfruglaðir og allt, sem Wow kom nálægt varð að blýi en Icelandair malaði gull, nema gullið var bara ekkert gull, heldur blý líka, enda erfiðleikar á flugmörkuðum. Það fer ekkert á milli mála að sú mjög sú neikvæða fjölmiðlaumræða, sem fór af stað með miklum látum um Wow og fjármál þess höfðu mjög neikvæð áhrif á fjármögnun félagsins og bæði það og svo tæknileg vandamál sem komu upp settu félagið nánast í þrot. En hátt í 7 milljarða tap Icelandair fór að mestu framhjá, enda allir uppteknir við að naga skóinn niður af Wow og Skúla Mogensen.
Mér fannst illa farið með Wow og að það væri gerð aðför að félaginu. En Skúli virðist hafa bjargað félaginu fyrir horn, en ég hef grun um að þarna hafi farið milljarðar í súgin.
Kveðja,
![]() |
Tap Icelandair nemur 6,7 milljörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2019 | 18:10
Innanlandsflug
Mér finnst að ferðamannafólk á Íslandi, sé afar duglegt að mála skrattann á vegginn. Ég hef ekki mikla trú á að ferðamannastraumur frá Bandaríkjunum minnki tiltakanlega þó Wow hætti að fljúga til LAX og SFO. Bandaríkjamenn eru vandir að taka fleiri en eitt flug til að komast á áfangastað. Þegar ég bjó í San Antonio þá hætti maður ekkert að fljúga til Íslands af því Icelandair flaug ekki til San Antonio eða Dallas eða Houston! Maður einfaldlega flaug til Baltimore og tók Icelandair þaðan.
Soutwest Airlines flýgur út um öll Bandaríkin og eru oft með mjög ódýrar ferðir. Stjúpsonur minn t.d. flaug frá Seattle til San Antonio fyrir $123 hvora leið. Ef ég pantaði núna gæti ég farið með Southwest til Seattle um miðjan júní fyrir allt niður í $107. Innanlandsflugið væri aðeins lítið brot af heildarkostnaði við ferð til Íslands og þó svo að fargjöld hafi afgerandi áhrif, þá held ég að núna séu lág fargjöld ekki stærsti áhrifavaldurinn.
Ísland er löngu komið á kortið sem mjög áhugaverður áfangastaður fyrir Bandaríkjamenn. Fyrir 15 árum vissu fáir hvað var að gerast á Íslandi og af hverju í ósköpunum þeir ættu að fara þangað. Menn ráku upp mjög stór augu þegar þeir uppgötvuðu að ég var frá framandi landi, sem margir höfðu aldrei heyrt neitt um. Núna vita allir hvar Ísland er og að þar er mikil náttúrufegurð. Hrunið, Eyjafjallajökull og Holuhraunið hafa hjálpað til við að koma þessu öllu á samfélagsmiðlana. Nánast allir ljósmyndarar sem ég fylgi á Instagram hafa annað hvort farið til Íslands eða eru á leiðinni. Sumir hafa sest þar að til frambúðar! Stundum finnst mér að allir á IG hafi tekið myndir af Kirkjufelli nema ég (aldrei komið á Snæfellsnes - mér til ævarandi skammar!)
Kveðja,
![]() |
Önnur félög hlaupa ekki í skarð WOW |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2019 | 18:38
Skilningsleysi
Það er gersamlega fyrir neðan allar hellur að þingmenn séu hangandi á börum í vinnutíma! Nákvæmlega sama hver á í hlut og í hvaða flokki þeir eru. Af hverju er svona erfitt að skilja það? Þetta mál er ekki og hefur aldrei verið pólitískt, sama hvað gerendur vilja vera láta til að drepa málinu á dreif. Þetta hefur að gera með siðferði og getu til að ákveða hvað er rétt og hvað er rangt. Fólk, sem telur að þessi framkoma sé réttlætanleg á við siðferðisvanda að stríða ekki pólitískar ofsóknir eins og sumir af klausturkórmönnum hafa reynt að koma fram til að afsaka óafsakanlega framkomu.
En sumir skilja þetta bara alls ekki og það er lítið hægt að gera en að vorkenna þeim.
Kveðja
![]() |
Ekkert nýtt að fá sér bjór á vinnutíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.1.2019 | 22:19
Fjárveiting - hvers vegna?
Ég skil ekki þetta rugl. Mexíkó borgar fyrir vegginn. Trump sagði það og lofaði því að við þyrftum ekki að borga einn dollar, svo allir vita að það er heilagur sannleikur. Hversvegna þarf ÉG að borga fyrir þetta?
Kveðja frá Trumpistan.
![]() |
Hugsanlega lokaðar árum saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |