Þeir, þau og þær

Í fréttinni segir:

"Bretar fylgjast vel með því hvernig bæjarfélögum og góðgerðarstofnunum gengur að endurheimta það fé sem þær lögðu inn í íslensku bankana fyrir hrun."

Bretarnir (karlkyn) og bæjarfélögin (hvorugkyn) verða að kvenkyni (þær) í umfjöllum mbl.is.  Tvö kyn eru kynnt til sögunnar en svo fréttamaður getur ekki gert upp á milli þeirra og klofnar í afstöðu sinni og allt dótið verður svo bar kvenkyns.  Það er hægt að gera betur en þetta:)

Kveðja


mbl.is Íslandspeningar smám saman að endurgreiðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teknar í almenna notkun...

Í lok fréttarinnar segir: "...nú er ekki reiknað með að þær verði teknar í almenna notkun fyrr en seint á síðasta ári. "

Ég held að þetta hljóti að eiga að vera "á næsta ári" því það er alveg gersamlega út í hött að vél sem var að fara í sitt fyrsta reynsluflug í dag verði tekin í notkun seint á síðasta ári! 

Kveðja,


mbl.is Reynsluflug Draumfara gekk vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breskir fjölmiðlar...

Af hverju virðast breskir fjölmiðlar alltaf vera fyrstir með fréttir frá Íslandi?  Ég hef ekki séð stafkrók á mbl.is um rekstrarvanda Latabæjar.  Er enginn metnaður eða dugnaður hjá íslenskum blaðamönnum? 

Mér finnst þetta heldur súrt í broti og finnst mbl.is og íslenskir blaðamenn geti gert mun betur en láta erlendar fréttastofur um að afla frétta frá íslandi sem eru síða (illa) þýddar og slegið upp í íslenskum fjölmiðlum.

Kveðjur,

 


mbl.is Fjallað um miklar skuldir Latabæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðsöngur eða nasistasöngur

Þegar ég var að læra landafræði hér í gamladaga (í kringum og uppúr 1970) þá var mér kennt að "Deutschland, Deutschland über alles" væri þjóðsöngur Þýskalands.  Ég man aldrei eftir að hafa tengt nafnið við Nasista, svo þessi frétt kom mér algjörlega í opna skjöldu.  Og þetta er þjóðsöngur þjóðverja en eftir að þýsku ríkin sameinuðust þá er aðeins þriðja versið skilgreint sem þjóðsöngur Þýskalands.  1945 var fyrsta versið bannað af bandamönnum sem þjóðsöngur, en þessi söngur hafði ekkert með nasista að gera enda skrifaður á nítjándu öld og samþykktur sem þjóðsöngur 1922 ef ég man rétt.  Það er margt skrítið í kýrhausnum!

Kveðja,


mbl.is Nasistasöngur vakti litla lukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíundi eða sextándi hver...

Ég hjó eftir þessum setningarhluta hjá Skúla:

"...snúa við þeirri öfugþróun að hér gangi tíundi hver maður atvinnulaus, já reyndar sextándi hver félagi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis suður með sjó"

Ef tíundi hver er atvinnulaus þá er það 10%.  Ef sextándi hver er atvinnulaus, þá er það ekki nema 6,25%  1/16 er mun minna en 1/10;)

Kveðja,


mbl.is Svandís veruleikafirrt eða vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært nafn - sjá skýringar

Mér fannst þetta nafn svolítið skondið svo ég fletti því upp á Wikipedia. 
mbl.is Kaupþing í Arion-banka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Fagradal, ekki í...

Enn er málvöndunarpúkinn í mér og ég vil endilega koma á framfæri að það er aldrei talað um "í Fagradal" um þennan sérstaka dal milli Reyðarfjarðar og Héraðs, heldur er alltaf talað um "á Fagradal".  Ég hef grun um að orsökin sé sú að dalurinn er opinn í báða enda. 

Kveðja,


mbl.is Fór út af í Fagradal í hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brotnir upp - eða niður...

"...hefur staðfest að bankarnir Lloyds, RBS og Northern Rock verði brotnir upp í minni einingar "

Hér er léleg þýðing á ferðinni.  Á íslensku er eitthvað brotið upp sem er brotist inn í, t.d. að brjóta upp lás.  Á íslensku er talað um að skipta einhverju upp þegar á ensku er talað um að "break up".   Mér finnst líklegt að að ensku hafi þessi setning hljóðað eitthvað á þá leið að Darling "...has confirmed that Loyds, RBS and Northen Rock will be broken up into smaller units" sem ég myndi þýða "hefur staðfest að Loyds, RBS og Northern Rock verði skipt upp í minni einingar"

Kveðja,

 


mbl.is Breskir bankar brotnir upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Traust til gjaldþrota fyrirtækja?

Maður hlýtur að spyrja sjálfin sig, hvernig banki getur borið trausts til fyrirtækis og eigenda þess sem hafa sankað að sér hundraða milljarða skuldum án þess að geta borgað?  Sem búa til eignir með því að selja sjálfum sér eigin eignir fram og til baka og veðsetja svo söluhagnaðinn fyrir nýjum skuldaævintýrum og nýrri vitleysu?  Ruglið heldur áfram á fullri ferð í vildarboði Bónus.  Hefur þjóðin ekki borgað nóg fyrir sukkið og ruglið?  Spyr sá sem ekki skilur!

Hvernig getur Nýja Kaupþing einu sinni borið það á borð fyrir almenning að þeir muni e.t.v. afskrifa þessar skuldir, að hluta eða öllu leyti?  Ef þeir gera það þá hlýtur það að vera krafa allra þeirra sem skulda bankanum að þeir afskrifi þeirra skuldir líka.  Einfalt mál. 

Ef þessir "nýju" bankar fara ekki að vinna eins og bankastofnanir en ekki útibú frá útrásarruglinu, þá fara þeir nákvæmlega sömu leið og forverar þeirra - á hausinn á kostnað þjóðarinnar.  Og hvar verða íslendingar þá staddir?  Er þetta hönnunin fyrir Hrun Íslands 2.0? 

Kveðja,

 


mbl.is 1998: Eigendur njóta trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinin í Times

Þar sem ekki var neinn hlekkur í fréttinni á greinina í Times, þá fór ég á google stúfana og fann þetta:

http://business.timesonline.co.uk/tol/business/industry_sectors/banking_and_finance/article6888894.ece

Það er líka önnur ný frétt á Times um "víkingana" okkar!

http://business.timesonline.co.uk/tol/business/industry_sectors/banking_and_finance/article6889146.ece

Þessi er eldri:
http://business.timesonline.co.uk/tol/business/industry_sectors/banking_and_finance/article6869775.ece

og:

http://entertainment.timesonline.co.uk/tol/arts_and_entertainment/books/book_reviews/article6866368.ece

Raunaleg lesning um "afrek" íslensku bankamannanna!¨

Kveðja


mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband