23.7.2018 | 17:50
Einfalt eða sáraeinfalt?
Það eru margar og misflóknar leiðir til að draga úr hraða. Þar sem ég hef búið í Bandaríkjunum hefur lögreglan stundum hreinlega sest að á erfiðum köflum með radarmæla og hver einasti bíll, sem ekið er yfir hámarkshraða er stöðvaður og sektum beitt óspart. Það kvisast fljótt út að stífar hraðamælingar séu í gangi og menn hægja á sér. Í vesturhluta San Antonio í Texas er bæjarhluti, sem kallast Leon Valley. Lögreglan þar sat um helstu göturnar og ef einhver var svo mikið sem hálfa mílu ofan við var viðkomandi stöðvaður og sektaður! Hraðakstur þar var nánast óþekktur!
Engar sáraeinfaldar lausnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.7.2018 | 21:37
Alnorrænn hryðjuverkamaður!
Anders Breivik framdi eitt mannskæðasta hryðjuverk sögunnar þegar hann myrti 77 manns á kaldann og yfirvegaðann hátt fyrir áratug. Íhaldskommarnir hafa hljótt, því Breivik er átrúnaðgoð hatursmanna lengst til hægri og bæði norrænn og "kristinn". Ég verð þó að setja trúna í gæsslappir því ég held að svona fyrirbæri beri ekki skynbragð á trú yfirleitt, hver svo sem hún er, né hafi vitsmuni til að skilja um hvað trú snýst. Einu sinni hefði verið talað um verkfæri djöfulsins, en nú eru svona skoffín puntuð upp sem átrúnaðargoð haturs og hryðjuverkamanna. Því miður eru alltof margir, sem skilja ekki hættuna við hatrið og á hverskonar glapstigu það leiðir okkur!
Minntust fórnarlambanna 77 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.10.2016 | 10:56
Æ, æ, aumingja Trump
Það eru allir svo vondir við Trump þessa dagana. Ég hálf vorkenni honum að þurfa að standa í þessu öllu saman. En það er gaman að lesa bloggpósta Íslenskra Trumpara, sem eru alveg að faraat þessa dagana.
Trump er kominn svo langt út fyrir öll velsæmismörk, sem flestir Bandaríkjamenn hafa. Nú eru uppi vangaveltur hvort hann muni taka tapi eða hvort hann muni gera það sem fyrir flestum Bandaríkjamönnum er algjörlega óhugsandi: Hunsa lýðræðislegar kosningar. Ég veit í rauninni ekki hvað það myndi þýða nákvæmlega fyrir Bandarísku þjóðina. En hann hefur nú vafið um sig mörgum lögum af já-mönnum, sem trúa í algjörri blindni á Trump.
Fyrir nokkrum mánuðum, jafnvel nokkrum vikum, var hægt að hlægja að þessu. En því nær sem líður kosningum því alvarlegri verður staða lýðræðis í Bandaríkjunum. Ef frambjóðandi gefur sér það fyrirfram, eins og Trump hefur gert, að kosningaúrslitin verði "fölsuð" þá er vegið hart að djúpum rótum lýðræðis í landi sem hefur kennt sig við lýðræði allt frá Geroge Washington.
Framtíðin er alltaf óráðin, en Trump heldur á spilum sem erfitt er að spá í.
Kveðja,
Fórnarlamb ófrægingarherferðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2016 | 20:18
Þvílíkt endemis rugl!
Fréttir berast nánast daglega af fólki sem er rifið upp með rótum og hótunum og sent erlendis eftir að hafa komið til Íslands sem flóttamenn, byrjað nýtt líf og skotið rótum á Íslandi. Hverskonar endemis þvæla er þetta?
Þjóðfélög sem haga sér svona, eru enn föst í miðaldaviðhorfi og hafa ekki komist inn í tuttugustu öldina, hvað þá tuttugustu og fyrstu öldina! Þetta fólk fær að búa við ótta, óöryggi og vafa jafnvel árum saman og er svo sent eitthvað út í buskann með dags fyrirvara, oftast um miðjar nætur. Er þessi framkoma sæmandi Íslendingum? Ef svo er, þá er illa komið fyrir landi og þjóð!
Kveðja,
Sama óvissa þar og hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2016 | 19:06
Erlend þróun
Bullið fyrir hrunið 2008 var líka afsakað með að það "fylgdi þróun erlendis" hvað varðaði bankastarfsemi og annað þessháttar. "Þróunin erlendis" hljóp fyrir björg á árunum 2007 og 2007 og íslenski fjármálamarkaðurinn elti eins og álfur út úr hól og setti þjóðina í gjaldþrot. En þetta er bara gott mál, þetta fylgir "erlendri þróun" og þá er allt í lagi, hversu vitlaus og siðlaus sem hún er!
Kveðja,
Bónusinn í takti við erlenda þróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2016 | 17:40
38 milljónir upp í 254 þúsund milljónir
Það hlýtur að vera umhugsunarefni hvernig einstaklingur getur komist í þessa stöðu fjárhagslega. Það er haft eftir John Paul Getty að ef þú skuldar bankanum hundrað dollara þá er það þitt vandamál, en ef þú skuldar honum hundrað milljónir þá er það vandamál bankans.
Nú eru lýstar kröfur ekki endilega raunhæfar eða endurspegla nákvæma mynd af skuldastöðu viðkomandi aðila, en það hlýtur að vera umhugsunarefni hvernig einstaklingur getur komist í þá stöðu að lýstar kröfur í þrotabú hans nema rúmlega 13% af vergum þjóðartekjum Íslands árið 2014 skv. tölum Hagstofunnar (1.948,24 milljarðar króna) Ég held að sem hlutfall af þjóðartekjum þá hljóti þetta að vera heimsmet!
Kveðja
Langstærsta gjaldþrot einstaklings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2016 | 20:19
Hryðjuverkamenn
Einfalt, stutt og laggott, þetta eru hryðjuverkamenn, ekkert annað orð á þar við. Þeir eru í heilögu stríði við Bandaríska ríkið og þar með Bandaríska borgara og ekkert annað að gera en að senda herinn og þjóðvarðliðið inn og taka þetta rugludallalið með valdi og stinga því inn þar sem það á heima.
Kveðja
Kveikir umræðu um kynþátt og hryðjuverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2015 | 19:22
Krap?
"Krapið flæddi ..."
Þegar ég var að alast upp (fyrir austan) finnst mér að það hafi verið talað um krapa í karlkyni, ekki hvorugkyni. Ég hefði því skrifað þessa fyrirsögn: "Krapinn flæddi..." Því var einnig talað um krapaflóð.
Skv. Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:
krapi
nafnorð karlkyn
Dæmi í ritmálssafni frá 17s-20s
Heimild elsta dæmis: WandAlm , 15r
Hinsvegar man ég eftir að mamma, sem var alin upp á Hornströndum talaði stundum um "krapið" (krapann). Það er einnig að finna í Ritmálssafninu:
krap
nafnorð hvorugkyn
Dæmi í ritmálssafni frá 17m-20s
Heimild elsta dæmis: RJónGramm , 35
Mér finnst þó að 16. dæmið, sé í karlkyni en ekki hvorugkyni... Bara smá íslenskupæling
Kveðja,
Krapið flæddi inn í þrjú herbergi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2015 | 17:42
Sækjast sér um líkir
Það kemur mér ekkert sérstaklega á óvart að Palin styðji Trump og Cruz.
Reyndar er Trump kominn í slíka stöðu að hann ræður hvort Repúblikanar hafa séns í forsetakosningunum eða ekki. Ef hann klýfur sig út með sérframboði þá er ekki séns að frambjóðandi Repúblikana nái kjöri. Ef hann klýfur sig ekki út, er líklegt að Trump sigri í forvalinu. Hinsvegar hef ég trú á að fylgi hans muni dala fram að forsetakosningunum næsta haust. Trump gerir hvað sem er fyrir athygli, eitthvað sem hefur komið honum áfram í skoðanakönnunum. Hinsvegar er vaxandi hluti Repúblikana orðinn þreyttur á skvaldrinu í Trump og vill hann út úr dæminu. Sem myndi næsta örugglega þýða að hann klýfur sig út í sérframboð. Trump hefur því sett flokkinn og fylgismenn hans milli steins og sleggju og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeirri barsmíð.
Demókratar hafa sín vandamál með Hillary Clinton. Hún er sterkur stjórnmálamaður en fer of mikið sínar eigin leiðir og er mjög umdeild. Hinsvegar er hún langsterkasti frambjóðandi Demókrata, sem setur Demókrata í bobba. Verði Hillary forseti verður það aðeins til þess að gjáin milli hægri og vinstri verður dýpri og klofningur þjóðarinnar meiri. Ef svo verður er orðin alvarleg hætta á því að upp úr sjóði og það komi til vopnaðra átaka milli pólitískra fylkinga, sem getur aldrei endað öðruvísi en hörmulega fyrir þjóðina.
Kveðja,
Sarah Palin ánægð með Trump og Cruz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2015 | 22:51
Hryðjuverkaárásir að verða daglegt brauð
Hryðjuverk hér í Bandaríkjunum eru að verða daglegur viðburður. Þó sumir deili um hvað séu hryðjuverk og hvað ekki, þá sé ég ósköp lítinn mun á því sem skeði á miðvikudaginn og því sem skeði nýlega þegar ruglaður maður hóf skothríð og gíslatöku inn í Planned Parenthood, eða þegar 20 börn og 6 fullorðnir voru drepnir í Sandy Hook barnaskólanum árið 2012. Eða þegar Anders Breivik drap 77 manns 2011.
Sumir kenna um mikilli skotvopnaeign Bandaríkjamanna, en það skýrir ekki eitt sér þessa tilhneigingu til fjöldamorða, sem hefur sprottið upp hér undanfarin 20 ár eða svo. Hryðjuverkum er ætlað að hræða og ógna velferð fólks með ofbeldi til að ná fram einhverjum markmiðum, hvort sem þau eru pólitísk eða trúarleg eða eitthvað annað.
Undanfarna áratugi hafa hryðjuverk í hugum fólks smám saman breyst. Nú er nánast eingöngu talað um hryðjuverk (a.m.k. í þeim fjölmiðlum sem ég skoða) þegar múslimskir öfgamenn eiga í hlut. Aðrir sem framkvæma hryðjuverk eru "bara" brjálaðir einstaklingar, hvort sem þeir aðhyllast einhverja trúarskoðun eða ekki. Það var t.d. aðeins talað um pólitískt hryðjuverk Anders Breivik sem fjöldamorð, a.m.k. er það það sem ég man eftir.
Frekar napurlegar staðreyndir hvort sem menn líta á þessi fjöldamorð sem hryðjuverk eða ekki. En þetta fölnar í samanburði við meira en 16 þúsund morð og 40 þúsund sjálfsmorð, sem eru í tölfræðitöflum CDC fyrir árið 2013 (síðustu tölur held ég) http://www.cdc.gov/nchs/data/nvsr/nvsr64/nvsr64_02.pdf Það er eitthvað annað og meira að í okkar þjóðfélagi.
Kveðja,
Hleyptu fjölmiðlum inn á heimilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |