Íslenska á undanhaldi?

Ég held að þetta sé nokkuð orðum aukið.  Börn, nánast hvar sem er í heiminum, alast nú upp í ensku umhverfi, þannig að þessi hætta steðjar ekki sérstaklega að íslensku, heldur öllum tungumálum heims nema ensku.  En tungumál þróast og aðlagast erlendum áhrifum.  Þannig stóðst íslenskan ágætlega nokkrar aldir af dönskum áhrifum og hún hefur staðist áratugi af enskum áhrifum, þó vissulega færist þau í vöxt með aukinni notkun netsins.  En jörðum ekki íslenskuna alveg strax:)

Kveðja,


mbl.is Íslensk tunga á stutt eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleikur í verki

Skemmtileg og jákvæð frétt sem sýnir kærleik og samkennd með öðrum maneskjum.  En er þetta "einstök góðmennska"?  Það held ég ekki og íslendingar og aðrir sýna iðulega kærleik og samkennd með þeim sem eiga um sárt að binda eða minna mega sín.  

En á tímum hatara og þegar hugtakið "gott fólk" er orðið að hrokafullu, niðurlægjandi skammaryrði hataranna, þá er þetta frétt, sem stingur í stúf við neikvæða nöldrið og þetta endalausa niður-rakkandi þrugl sem flæðir yfir okkur þessa dagana.  

Þó peningar séu lítil og fátækleg sárabót fyrir dauða sonar Carmen Castillo, þá verða þeir vonandi til þess að það verður svolítið auðveldara fyrir hana að takast á við missinn og sorgina.

Kveðja


mbl.is Einstök góðmennska í kjölfar harmleiks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanþekking á stjórnarská Bandaríkjanna

Fyrsta viðbótin við Bandarísku stjórnarskrána, samþykkt 15. desember 1791, var um trúfrelsi og frelsi til trúariðkana.  Þessi tillaga Trums gengur í berhögg við þá viðbót og yrði ekki að veruleika nema stjórnarskránni væri breytt, sem mér findist afskaplega ólíklegt!  

Það kemur svo sem ekkert á óvart að forsetaframbjóðendur Repúblikana hafi litla undirstöðuþekkingu á lögum og stjórnarskrá Bandaríkjanna, enda virðast þeir keppast um að vera hver öðrum heimskari.  Trump er sennilega skástur af þeim, en það segir svo sem ekki mikið!

Kveðja,


mbl.is Uggandi vegna hugmynda um skrásetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílbeltið undir handleggnum

"Ákærði neitaði sök og sagðist hafa verið með ör­ygg­is­beltið spennt, en und­ir hand­leggi sín­um eins og hann gerði alla jafna."

Þetta er stórhættulegur siður, sem því miður alltof margir stunda.  Í þessari stöðu er beltið nánast öruggt tæki til að stórslasa eða drepa fólk, sérstaklega farþega í bílum með stýrið vinstra megin.  Við árekstur spennist beltið að brjóstholinu og þegar rifin brotna geta þau gengið beint inn í lungu eða hjarta.  Eins er mun meiri hætta á að viðkomandi smokrist að hluta úr beltinu, sem getur þá leitt til höfuðáverka.  Ef beltið er mjög neðarlega getur það lent undir rifbeinin og valdið miklum áverkum í kviðarholi.  

Ég held það séu áhöld um hvort það er betra að vera með beltin vitlaust spennt eða vera alls ekki með þau!  Ég hef keyrt með bílbelti síðan ég fékk bílpróf og þau hafa bjargað lífi mínu í árekstri.  Ég hreyfi ekki bíl án þess að setja beltin á mig og ég keyri ekki af stað nema allir séu rétt spenntir.  

Kveðja,


mbl.is Sagði lögreglumanni að passa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki kreppuflutningar

Er ekki málið að fólk sér hvað er að ske?  Sama ruglið og fyrir 2008 er komið á fulla ferð að því ég best sé.  Þensla í nýjum hæðum í farvatninu, verðtryggingin og bankaruglið allt á fullu.  Fólk sér þetta og spyr sjálft sig hvort það ætli að hanga á vagninum þegar hann fer framaf eða hvort það er tími til að skoða eitthvað annað!

Nú er bara spurning hvernig önnur lönd taka flóttamannastraumnum frá Íslandi!  Kannski þau sendi þetta fólk bara aftur til Íslands...

Kveðja,


mbl.is Fjöldi Íslendinga flytur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almennir fjárfestar

Það sem ég sé ekki er hvernig háttað verður sölu á þessum hlutum fjárfestingarhópsins.  Venjulega eru IPO þannig að hópar fjárfesta kaupa hluti og selja síðan á almennum markaði.  Það sem ég er hræddur um er að þessi banki verður seldur örfáum félögum og einstaklingum sem sitja síðan á hlutafénu og í krafi þess geta stjórnað bankanum.  Við munum öll hvernig það fór 2008, er það ekki?

Kveðja,


mbl.is Stefna að dreifðu eignarhaldi á Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út yfir gröf og dauða

Lánastofnanir geta ýmislegt til þess að tryggja endurgreiðslu lána.  Hér í Bandaríkjunum er það ekki óþekkt að gengið sé að dánarbúum eða erfingjum vegna ábyrgða á lánum.  Í sumum tilvikum fellur allt lánið á gjalddaga ef lántaki eða ábyrgðarmaður deyr.  Ef ábyrgðarmaður deyr þarf lántaki að fá annan ábyrgðarmann, eða fá nýtt lán eða láta breyta láninu eða skilyrðum þess.  Svo virðist sem LÍN hafi nú fengið staðfest að innheimta námslána færist skilyrðislaust á erfingja við andlát ábyrgðarmanns.  Mér finnst þarna svolítið hart fram gengið að því er virðist eftir langan tíma, sem LÍN gerði ekkert í innheimtu.  

Hvort það er réttlátt eða ekki er umdeilanlegt, en það er svolítið hart að þetta skuli elt út yfir gröf og dauða.

Kveðja


mbl.is Erfingjarnir þurfa að greiða LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristileg fávitafræði

Það kemur mér svo sem lítið á óvart að Ben Carson komi með svona yfirlýsingar.  En þær sýna best ruglið sem ræður ríkjum í því fávitakapphlaupi sem undirbúningur forsetakjörsins hefur orðið að í röðum repúblikana og var þar að bera í bakkafullan lækinn!  Þar veltast menn nú um hver annan í keppninni um að láta sem mesta vitleysuna út úr sér og Ben Carson hefur tekist alveg ágætlega upp.  Hvernig þessi maður komst í gegnum læknisfræði er mér alveg gersamlega hulin ráðgáta og mér finnst að sjúklingar hans ættu að fara fram á endurgreiðslu;)  Ég vona innilega að hann komist ekki nálægt forsetastólnum, en ef það skeður þá mega menn virkilega fara að biðja Guð að hjálpa sér!

Kveðja


mbl.is Pýramídarnir „korngeymslur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landafræðikunnátta í lágmarki...

Í fréttinni segir:  "Flug­freyja aðstoðaði kon­una við fæðing­una og var vél­inni lent í Alaska."  Síðar segir:  "Ráðherr­arn­ir telja mögu­legt að kon­an þurfi að greiða kostnaðinn sem fólst í því að lenda vél­inni í Kan­ada áður en haldið var áfram til Banda­ríkj­anna."

Síðast þegar ég gáði að, þá var Alaska enn eitt ríki í Bandaríkjunum!  

Það kemur ekki fram hvaða flugfélag þetta var.  Ef það var Bandarískt, þá er hugsanlegt að barnið teljist Bandarískur þegn - þori samt ekkert að fullyrða um það.  

Kveðja,


mbl.is Nýbökuð móðir sætir gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerísk lús...

Það er allt svo dýrt í Kaliforníu;)  

Dóttir okkar, sem nú er 14 ára, fékk lús tvisvar eða þrisvar eftir að við fluttum til Washington.  Hún er með ofboðslega mikið þykkt fínt hár!  Lúsaþvotturinn var 2-3 klukkutíma vinna við að þvo hárið, kemba, greiða, kemba og þvo aftur.  Mikið af tárum líka því hún var með eindæmum hársár þessi elska alveg eins og pabbinn;)  

En það þurfti ekki nein vottorð og ekkert vesen.  Við keyptum sjampó í Walgreens, minnir að það hafi kostað 60 dollara settið sem kom með sjampói og einhverju öðru efni til að bera í hárið og lúsakamb.  Þegar þetta var þá var hún sennilega í 3. bekk, gæti hafa verið 4.

Í fyrsta skipið hafði hún verið að kvarta um að sig klæjaði og við bara rákum hana til að þvo hárið betur.  En svo eitt kvöldið þegar hún var að greiða í gegnum flókann þá datt eitthvað úr hárinu í vaskinn og hún sá að þetta var padda.  Hún var lítið hrifin af því og heimtaði að við skoðuðum hana og við nánari skoðun kom í ljós að stelpugreyið var morandi í lús og nit út um allt:(  Allt sett á fullt á nóinu, skólinn látinn vita, rúmföt og föt meðhöndluð (man ekki hvað við gerðum, en frúin fann einhver ráð á netinu til að sótthreinsa þetta) og svo var hárið meðhöndlað.  Þá var hún með sítt, ljóst hár, en eftir þetta og allt táraflóðið við að greiða fram úr þessu með lúsakamb, þá ákvað hún að styttra hár væri mun æskilegra ef þessi ófögnuður kæmi aftur!  

Hún fékk lús aftur eftir að hún stakk sér niður í skólanum en þegar hún kvartaði um að hana klæjaði var stækkunarglerið umsvifalaust tekið fram og leitað að nit.  Það var erfitt að sjá lýs í þessum hárflóka hennar, en nitina var auðvelt að sjá.  Síðast var það í 4. bekk og hún hefur ekki þurft að eiga við þetta síðan.  

Við höfum hinsvegar þurft að berjast við kattafló, sem er skaðræðiskvikindi, sérstaklega þar sem hún er handviss um að bloggari sé hin besti blóðgjafi og er með ofnæmi fyrir flóabiti!  Mannalús er kannski dýr, en kattaflóin er síst ódýrari!

Kveðjur frá lúslausu heimili í Port Angeles!


mbl.is Fékk lús rétt eftir þrítugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband