Krap?

"Krapið flæddi ..."

Þegar ég var að alast upp (fyrir austan) finnst mér að það hafi verið talað um krapa í karlkyni, ekki hvorugkyni.  Ég hefði því skrifað þessa fyrirsögn: "Krapinn flæddi..."  Því var einnig talað um krapaflóð.

Skv. Ritmálssafni Orðabókar Háskólans:

krapi

nafnorð karlkyn

Dæmi í ritmálssafni frá 17s-20s
Heimild elsta dæmis: WandAlm , 15r

Hinsvegar man ég eftir að mamma, sem var alin upp á Hornströndum talaði stundum um "krapið" (krapann).  Það er einnig að finna í Ritmálssafninu:

krap
nafnorð hvorugkyn

Dæmi í ritmálssafni frá 17m-20s
Heimild elsta dæmis: RJónGramm , 35

Mér finnst þó að 16. dæmið, sé í karlkyni en ekki hvorugkyni...  Bara smá íslenskupælinglaughing

Kveðja,

 


mbl.is Krapið flæddi inn í þrjú herbergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sækjast sér um líkir

Það kemur mér ekkert sérstaklega á óvart að Palin styðji Trump og Cruz.  

Reyndar er Trump kominn í slíka stöðu að hann ræður hvort Repúblikanar hafa séns í forsetakosningunum eða ekki.  Ef hann klýfur sig út með sérframboði þá er ekki séns að frambjóðandi Repúblikana nái kjöri.  Ef hann klýfur sig ekki út, er líklegt að Trump sigri í forvalinu.  Hinsvegar hef ég trú á að fylgi hans muni dala fram að forsetakosningunum næsta haust.  Trump gerir hvað sem er fyrir athygli, eitthvað sem hefur komið honum áfram í skoðanakönnunum.  Hinsvegar er vaxandi hluti Repúblikana orðinn þreyttur á skvaldrinu í Trump og vill hann út úr dæminu.  Sem myndi næsta örugglega þýða að hann klýfur sig út í sérframboð.  Trump hefur því sett flokkinn og fylgismenn hans milli steins og sleggju og verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeirri barsmíð.  

Demókratar hafa sín vandamál með Hillary Clinton.  Hún er sterkur stjórnmálamaður en fer of mikið sínar eigin leiðir og er mjög umdeild.  Hinsvegar er hún langsterkasti frambjóðandi Demókrata, sem setur Demókrata í bobba.  Verði Hillary forseti verður það aðeins til þess að gjáin milli hægri og vinstri verður dýpri og klofningur þjóðarinnar meiri.  Ef svo verður er orðin alvarleg hætta á því að upp úr sjóði og það komi til vopnaðra átaka milli pólitískra fylkinga, sem getur aldrei endað öðruvísi en hörmulega fyrir þjóðina.

Kveðja,


mbl.is Sarah Palin ánægð með Trump og Cruz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverkaárásir að verða daglegt brauð

Hryðjuverk hér í Bandaríkjunum eru að verða daglegur viðburður.  Þó sumir deili um hvað séu hryðjuverk og hvað ekki, þá sé ég ósköp lítinn mun á því sem skeði á miðvikudaginn og því sem skeði nýlega þegar ruglaður maður hóf skothríð og gíslatöku inn í Planned Parenthood, eða þegar 20 börn og 6 fullorðnir voru drepnir í Sandy Hook barnaskólanum árið 2012.  Eða þegar Anders Breivik drap 77 manns 2011.  

Sumir kenna um mikilli skotvopnaeign Bandaríkjamanna, en það skýrir ekki eitt sér þessa tilhneigingu til fjöldamorða, sem hefur sprottið upp hér undanfarin 20 ár eða svo.  Hryðjuverkum er ætlað að hræða og ógna velferð fólks með ofbeldi til að ná fram einhverjum markmiðum, hvort sem þau eru pólitísk eða trúarleg eða eitthvað annað.  

Undanfarna áratugi hafa hryðjuverk í hugum fólks smám saman breyst.  Nú er nánast eingöngu talað um hryðjuverk (a.m.k. í þeim fjölmiðlum sem ég skoða) þegar múslimskir öfgamenn eiga í hlut.  Aðrir sem framkvæma hryðjuverk eru "bara" brjálaðir einstaklingar, hvort sem þeir aðhyllast einhverja trúarskoðun eða ekki.  Það var t.d. aðeins talað um pólitískt hryðjuverk Anders Breivik sem fjöldamorð, a.m.k. er það það sem ég man eftir.  

Frekar napurlegar staðreyndir hvort sem menn líta á þessi fjöldamorð sem hryðjuverk eða ekki.  En þetta fölnar í samanburði við meira en 16 þúsund morð og 40 þúsund sjálfsmorð, sem eru í tölfræðitöflum CDC fyrir árið 2013 (síðustu tölur held ég)  http://www.cdc.gov/nchs/data/nvsr/nvsr64/nvsr64_02.pdf  Það er eitthvað annað og meira að í okkar þjóðfélagi.

Kveðja,


mbl.is Hleyptu fjölmiðlum inn á heimilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska á undanhaldi?

Ég held að þetta sé nokkuð orðum aukið.  Börn, nánast hvar sem er í heiminum, alast nú upp í ensku umhverfi, þannig að þessi hætta steðjar ekki sérstaklega að íslensku, heldur öllum tungumálum heims nema ensku.  En tungumál þróast og aðlagast erlendum áhrifum.  Þannig stóðst íslenskan ágætlega nokkrar aldir af dönskum áhrifum og hún hefur staðist áratugi af enskum áhrifum, þó vissulega færist þau í vöxt með aukinni notkun netsins.  En jörðum ekki íslenskuna alveg strax:)

Kveðja,


mbl.is Íslensk tunga á stutt eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærleikur í verki

Skemmtileg og jákvæð frétt sem sýnir kærleik og samkennd með öðrum maneskjum.  En er þetta "einstök góðmennska"?  Það held ég ekki og íslendingar og aðrir sýna iðulega kærleik og samkennd með þeim sem eiga um sárt að binda eða minna mega sín.  

En á tímum hatara og þegar hugtakið "gott fólk" er orðið að hrokafullu, niðurlægjandi skammaryrði hataranna, þá er þetta frétt, sem stingur í stúf við neikvæða nöldrið og þetta endalausa niður-rakkandi þrugl sem flæðir yfir okkur þessa dagana.  

Þó peningar séu lítil og fátækleg sárabót fyrir dauða sonar Carmen Castillo, þá verða þeir vonandi til þess að það verður svolítið auðveldara fyrir hana að takast á við missinn og sorgina.

Kveðja


mbl.is Einstök góðmennska í kjölfar harmleiks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanþekking á stjórnarská Bandaríkjanna

Fyrsta viðbótin við Bandarísku stjórnarskrána, samþykkt 15. desember 1791, var um trúfrelsi og frelsi til trúariðkana.  Þessi tillaga Trums gengur í berhögg við þá viðbót og yrði ekki að veruleika nema stjórnarskránni væri breytt, sem mér findist afskaplega ólíklegt!  

Það kemur svo sem ekkert á óvart að forsetaframbjóðendur Repúblikana hafi litla undirstöðuþekkingu á lögum og stjórnarskrá Bandaríkjanna, enda virðast þeir keppast um að vera hver öðrum heimskari.  Trump er sennilega skástur af þeim, en það segir svo sem ekki mikið!

Kveðja,


mbl.is Uggandi vegna hugmynda um skrásetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílbeltið undir handleggnum

"Ákærði neitaði sök og sagðist hafa verið með ör­ygg­is­beltið spennt, en und­ir hand­leggi sín­um eins og hann gerði alla jafna."

Þetta er stórhættulegur siður, sem því miður alltof margir stunda.  Í þessari stöðu er beltið nánast öruggt tæki til að stórslasa eða drepa fólk, sérstaklega farþega í bílum með stýrið vinstra megin.  Við árekstur spennist beltið að brjóstholinu og þegar rifin brotna geta þau gengið beint inn í lungu eða hjarta.  Eins er mun meiri hætta á að viðkomandi smokrist að hluta úr beltinu, sem getur þá leitt til höfuðáverka.  Ef beltið er mjög neðarlega getur það lent undir rifbeinin og valdið miklum áverkum í kviðarholi.  

Ég held það séu áhöld um hvort það er betra að vera með beltin vitlaust spennt eða vera alls ekki með þau!  Ég hef keyrt með bílbelti síðan ég fékk bílpróf og þau hafa bjargað lífi mínu í árekstri.  Ég hreyfi ekki bíl án þess að setja beltin á mig og ég keyri ekki af stað nema allir séu rétt spenntir.  

Kveðja,


mbl.is Sagði lögreglumanni að passa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki kreppuflutningar

Er ekki málið að fólk sér hvað er að ske?  Sama ruglið og fyrir 2008 er komið á fulla ferð að því ég best sé.  Þensla í nýjum hæðum í farvatninu, verðtryggingin og bankaruglið allt á fullu.  Fólk sér þetta og spyr sjálft sig hvort það ætli að hanga á vagninum þegar hann fer framaf eða hvort það er tími til að skoða eitthvað annað!

Nú er bara spurning hvernig önnur lönd taka flóttamannastraumnum frá Íslandi!  Kannski þau sendi þetta fólk bara aftur til Íslands...

Kveðja,


mbl.is Fjöldi Íslendinga flytur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almennir fjárfestar

Það sem ég sé ekki er hvernig háttað verður sölu á þessum hlutum fjárfestingarhópsins.  Venjulega eru IPO þannig að hópar fjárfesta kaupa hluti og selja síðan á almennum markaði.  Það sem ég er hræddur um er að þessi banki verður seldur örfáum félögum og einstaklingum sem sitja síðan á hlutafénu og í krafi þess geta stjórnað bankanum.  Við munum öll hvernig það fór 2008, er það ekki?

Kveðja,


mbl.is Stefna að dreifðu eignarhaldi á Arion banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út yfir gröf og dauða

Lánastofnanir geta ýmislegt til þess að tryggja endurgreiðslu lána.  Hér í Bandaríkjunum er það ekki óþekkt að gengið sé að dánarbúum eða erfingjum vegna ábyrgða á lánum.  Í sumum tilvikum fellur allt lánið á gjalddaga ef lántaki eða ábyrgðarmaður deyr.  Ef ábyrgðarmaður deyr þarf lántaki að fá annan ábyrgðarmann, eða fá nýtt lán eða láta breyta láninu eða skilyrðum þess.  Svo virðist sem LÍN hafi nú fengið staðfest að innheimta námslána færist skilyrðislaust á erfingja við andlát ábyrgðarmanns.  Mér finnst þarna svolítið hart fram gengið að því er virðist eftir langan tíma, sem LÍN gerði ekkert í innheimtu.  

Hvort það er réttlátt eða ekki er umdeilanlegt, en það er svolítið hart að þetta skuli elt út yfir gröf og dauða.

Kveðja


mbl.is Erfingjarnir þurfa að greiða LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband