Færsluflokkur: Bloggar

Sérkennilegur dómur

Þessi dómur í Svíþjóð er dálítið sérstæður.  Þar sem aðeins nokkrir notendur höfðu stolið efninu þótti ekki ástæða til að það væri rannsakað frekar.  Ef um þúsundir hefði verið að ræða hefði e.t.v. eitthvað verið gert.  Sem sagt fáir þjófsnautar eru ósekir en margir gætu verið sekir.

Ég held að okkur sem fást við gerð höfundarréttarvarins efnis, svo sem hugbúnaðar og ljósmynda skipti það ósköp litlu máli hvort einn eða þúsund hafa stolið efninu.  Stolið efni er stolið efni, hversu margir sem hafa gerst sekir um það.  Það er semsagt allt í lagi ef 5 stela bíl, en ef 10 gera það, þá er það glæpur!  Eins og ég sagði, sérstæður dómur!

Kveðja,

 


mbl.is Dómi um ólöglegt niðurhal hnekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norðmenn

Þetta er með sérkennilegri fréttum: 

"Eftir að hafa hitt alla átta stjórnmálaflokka Noregs komumst við að því að Norðmenn kalla Íslendinga bræður" 

Ja það er bara svona!  Það þurfti semsagt að funda með öllum stjórnmálaflokkum Noregs til að komast að þessu?  Í einfeldni minni hélt ég að þeir hefðu verið að funda með stjórnmálaflokkum Noregs til að fjalla um lán en ekki orðabókarskiling.  Ef ég man rétt eftir að búa 3 ár í Danmörku, þá kalla Skandínavar hvorir aðra bræður á tyllidögum.  Ég hef grun um að íslenska notkunin á "frændi" sé komin úr þýsku (freund: vinur).

Kveðja,


mbl.is Vildu útskýra hegðun AGS fyrir Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarverðlaun

Þessi ákvörðun Nóbelsnefndarinnar að veita Barack Obama friðarverðlaunin hefur komið verulega á óvart.  Konunni minni, sem er bandarísk og studdi Obama í forsetakosningunum á síðasta ári, varð hverft við þegar ég las þetta fyrir hana á mbl.is og spurði "For what?"  Það held ég að sé spurning sem margir spyrji sig núna og ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg fyrir hvað Obama fær friðarverðlaunin. 

Hann hefur aðeins verið í um 8 mánuði í embætti forseta og tók við illa stöddu búi af fyrirvera sínum og hefur þurft að glíma við gífurlegan fjárlagahalla og uppgjör við kreppuna og um tíma var allsendins óvíst hvort það tækist. 

Hann hefur í raun lítið beitt sér á alþjóðavettvangi að öðru leyti en því að hafa breytt stefnu Bandaríkjanna í nokkrum málum sem eru mjög í brennidepli hér, þ.e.a.s. stríðinu í Írak, loftslagsmálum og svo erfiðri baráttu demókrata fyrir umbótum í heilbrigðismálum sem veitir ekki af.  Ríkisstjórn Obama hefur einnig dempað talsvert hörku fyrri ríkistjórnar í utanríkismálum sem hefur verið vel tekið af alþjóðasamfélaginu. 

Sennilega er eitthvað friðvænlegra eftir að Obama tók við völdum, en þó ég sé stuðningsmaður Obama, þá finnst mér hann eiga langt í land með að vinna sér þann heiður að hljóta friðarverðlaun Nóbels.  Ég held það séu ansi margir sem klóra skallann og horfa undrandi á þetta má og spyrja hvað Nóbelsnefndin sé að fara.

Kveðja,

 


mbl.is CNN hæðist að Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleika- og álagspróf

Mér þætti gaman að vita hvort hér er verið að framkvæma sömu stöðuleika- og álagspróf og fyrir ári síðan sem sýntu stöðu íslensku bankana sem "góða"?  Persónulega held ég að þær alþjóðlegu eftirliststofnanir og matsfyrirtæki sem áttu að sjá um að kanna raunverulega stöðu bankanna hafi látið leiðast allt of mikið af mati bankanna sjálfra en ekki séð um að gera sjálfstæð möt á bönkunum.  Ef skoðaðar eru matskýrslur Moodys á íslensku bönkunum síðustu mánuðina fyrir hrun þá kemur fram að þessar skýrslur eru enn jákvæðar og einkunnir bankanna góðar.  Hvernig gátu þessi matsfyrirtæki, sem fjárfestar og lánardrottnar bankanna fóru eftir, gert svo gróf mistök við mat á íslensku bönkunum?  Seðlabanki Íslands gerði álagspróf og stöðugleikapróf á íslensku bönkunum.  Þeir voru reyndar farnir að vara við stöðu bankanna, a.m.k. til stjórnvalda, en íslensk stjórnvöld kusu að hunsa þær aðvaranir. 

Það er vissulega tímabært að hreinsa til í bönkunum en ég held að hugarfar stórfyrirtækja og fjármagnsfyrirtækja þurfi líka að breytast.  Það tekur tíma.  Skyndigróðahugsunin sem olli þessari kreppu þarf að víkja fyrir hagsmunum til langs tíma.  Þjóðir og fyrirtæki þurfa að koma sér saman um langtíma áætlanir sem síðan er hægt að vinna eftir frekar en vera með allt niðri um sig og renna svo á afturendann í eigin úrgangi eins og Ísland er að gera. 

Kveðja,


mbl.is Tímabært að hreinsa til í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölur á reiki

Samkvæmt tölum Árna þá er losun koltvíoxíðs á Íslandi 17 tonn á hvern íbúa.  Samkvæmt tölum frá US Department of Energy's Carbon Dioxide Information Analysis Center (CDIAC) þá var Ísland í 52 sæti árið 2006 með 7.4 tonn pr. íbúa og hafði þá rokkað frá 8,2 tonni árið 1996 niður í 7,2 tonn árið 1992.  Losunin var mest í Quatar, eða rúm 56 tonn á íbúa.  Luxemburg var hæst Evrópulanda með 24,5 tonn og Bandaríkin voru í 9 sæti með 19 tonn.

Því er að sjá að það muni meira en 10 tonnum pr. íbúa skv. tölum Árna Finnssonar og Bandaríska orkumálaráðuneytisins.  Eftir því sem ég hef fundið þá verða til um 1,5 tonn af kolvíoxíði fyrir hvert tonn af áli í bræðslu.  Það þýðir að álverið á Reyðarfirði sem dæmi losar um 550 þúsund tonn af koltvíoxíði á ári miðað við um 340 þúsund tonn af áli.  Eftir því sem kemur fram á vef Saving Iceland þá er losun miðað við að orka sé framleidd með kolum o.þ.h. um 12 tonn á hvert tonn af áli.  Til viðbótar þessu eina og hálfa tonni kemur svo losun vegna flutnings hráefna og framleiðslu og þess háttar, en mér sýnist að hvernig sem þessu dæmi er snúið þá komi það alltaf út hagkvæmara fyrir CO2 framleiðslu að framleiða ál á stöðum þar sem hægt er að fá hreina orku með vatnsafli, gufuafli, vindorku o.s.frv.

Hvort Ísland er forysturíki skal ég alveg ósagt látið, en mér sýnist að Rajendra K. Pachauri hafi alveg rétt fyrir sér þegar rætt er um hvort það sé hagkvæmara að framleiða ál á Íslandi eða þar sem orkan er framleidd með kolum eða olíu.  Ef þetta er rangt hjá mér þá vildi ég mjög gjarnan fá staðfestar tölur því til stuðnings:) 

Kveðja,


mbl.is Dró forsetinn upp glansmynd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldasöfnun í góðæri

Hafnarfjarðarbær er ekki einn á báti um skuldasöfnun í "góðærinu".  Eftir tölum sem ég sá nýlega þá virðist skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja, að bönkunum undanskildum, hafa verið mjög mikil - skuldir frá 2002 til 2008 um það bil þrefölduðust ef ég man tölur rétt. 

Einhvernvegin hefði manni fundist eðlilegra að skuldirnar lækkuðuþegar vel áraði.  Hvernig ætla íslendingar að borga þessar skuldir?  Ekki er hægt að kenna bönkunum og útrásarvíkingunum eingöngu um óreiðu því mér sýnist að stór hluti landsmanna hafi verið í sama sukkinu og óreiðunni!  Það hefði komið sér betur nú að nota gróðann til að greiða niður skuldir og stofna ekki til nýrra neysluskulda, s.s. til bílakaupa. 

Kveðja,

 


mbl.is Lóðaskil afsökun fyrir slæmri fjárhagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjar myndir

Fyrir þá sem hafa áhuga og eru á facebook, þá hef ég sett inn nokkrar nýjar myndir frá því í morgun:

http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/album.php?aid=2036246&id=1106660469&ref=nf 

Ég held að allir sem eru á Facebook geti skoðað myndirnar.  Allur myndatexti er á ensku.

Kveðja,

 

 


Lehman Brothers og kreppan á Íslandi

Ég held að það hafi verið allra hagur á Íslandi að Lehman Brothers bankinn féll.  Það má segja að fall hans hafi orsakað fall íslenska bankakerfisins, en hvað hefði skeð EF bankakerfið hefði ekki fallið í Október 2009?  Í staðinn hefði það haldið áfram að sanka að sér þúsundum milljarða viðbótarskuldum og þá hefði ekkert getað komið fyrir algjör kerfishrun á Íslandi með skelfilegum afleiðingum.  Þó svo að það hafi verið komnir alvarlegir brestir í bankakerfið þá er ég nokkuð viss um að þeim hefði tekist að halda því gangandi í einhverja mánuði, jafnvel þraukað af lánsfjárkreppuna.  Hvað svo?  Hver væri staða bankanna núna?  Hver væri framtíð Íslands?  Um hversu mörg þúsund milljarða hefði IceSave hækkað síðan í Október 2009?  Allt á ábyrgð almennings á Íslandi.

Kveðja,

 


mbl.is Ár frá falli Lehman Brothers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæfni

Hlýtur ekki að verða að gera þá kröfu til þeirra sem gegna valdamiklum opinberum stöðum, eins og seta í bankaráði Seðlabanka Íslands hlýtur að fallast undir, að þeir komi ekki nálægt viðskiptum af neinu tagi sem geti hugsanlega orkað tvímælis þegar spurning um vanhæfni er borin upp?  Ég er ekki að segja að Magnús hafi gert neitt rangt, en það að spurningin um það hefur komið upp hlýtur að gera hann vanhæfan til þess að sitja í bankaráði.  Fyrir mér er þetta háalvarlegt mál sem ég kann Morgunblaðinu og mbl.is þakkir fyrir að hafa dregið fram í dagsljósið.  Það má bara ekki ske á þessum tímum að þeir aðilar sem þing og þjóð skipa til starfa til að endurreisa landið séu að stunda eitthvað sem getur orkað tvímælis! 

Það þarf að skapa trúnað á þeim stofnunum sem eiga að sjá um að stjórna landinu og endurreisa bankakerfið.  Í raun held ég að það sé af hinu góða að megnið af bankadraslinu endar í eigu erlendra aðila, þó ég sé ekki endilega kátur með að það séu kröfuhafar gömlu bankanna sem enda sem eigendur nýju bankanna því þeir stóðu fullkomlega og algjörlega á bak við ruglið með því að lána íslensku bönkunum þúsundir milljarða til að rugla með - annað hvort með því að samþykkja án athugunar það sem fyrir þá var lagt í lánasamningum og tryggingum eða með því að samþykkja með athugun og er hvorug niðurstaðan í hag kröfuhafanna að mínu mati!

Það að ráðamenn í Seðlabankanum séu með viðskipti með gjaldeyri eða ráðgjöf um gjaldeyri, beint eða óbeint, eða eingöngu með einhverskonar ráðgjöf til aðila sem skipta með gjaldeyri ætti, frá mínum bæjardyrum séð, að vera algjörlega óhugsandi of er fyrir neðan allar hellur.  Þetta er ekki eitthvað sem þessir menn ættu einu sinni að leiða hugann að og ef þar koma hugsanlegir hagsmunaárekstrar þá ætti það fyrsta sem þeir gera að vera að segja af sér þeim trúnaðarstörfum sem þeir hafa verið valdir til að gegna.  Þessir menn eiga ekki að þurfa að hugsa um það, þetta ætti að vera svo sjálfsagt og eðlilegt að engrar hugsunar sé þörf.  Að slík mál komist í hámæli í dagblöðum áður en þessir menn segja af sér er siðspilling og ekkert annað.  Það kann að vera löglegt, en eins og Vilmundur heitinn Gylfason sagði, þá er það löglegt en siðlaust. 

Kveðja,

 


mbl.is Sammála ákvörðun Magnúsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Röng dagsetning!

Það er með fádæmum að blaðamenn geti ekki komið þessari dagsetningu rétt til skila.  Það er ekki eins og 9/11 hafi aldrei sést á prenti áður, en blaðamanninum tekst að þýða þetta í 9. september 2001.  Árásin var gerð 11. september 11/9 eins og er skrifað á Íslandi, en 9/11 eins og skrifað hér í Bandaríkjunum.  mbl.is getur gert betur:)

Kveðja,


mbl.is Vill ræða við Obama um 9/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband