Sammála!!!

Á dauða mínum átti ég von frekar en því að ég rækist á eitthvað eftir Hannes Hólmstein sem ég væri innilega sammála!!!

 Ég er mjög ósáttur við þá staðreynd að Bresk og Hollensk stjórnvöld greiddu innistæðueigendum í Icesave upp á sitt einsdæmi og langt umfram það sem þeim bara nokkur lagaleg skylda til. Síðan senda þeir reikninginn fyrir öllu saman til Íslands, kalla það lán með vöxtum og hefja innheimtuaðgerðir!

Slíkt hefur ekki gerst svo ég viti til síðan Frakkar sóttu að Haiti 1825 með gífurlegar skaðabætur vegna þess að Haiti lýsti yfir sjálfstæði og frelsaði þrælana og þar með var land og þjóð ekki lengur eign Frakka. Haiti greiddi af "láninu" frá Frökkum í 125 ár og gerði þjóðina gersamlega gjaldþrota - þó ekki hafi bætt alls konar einræðisherrar og rugludallar sem voru svosem ekki mikið skárri heldur en bankaeigendur á Íslandi!

Nú er ég bara allt ekki viss hvernig ég á að eyða deginum eftir að hafa gert þessa stór merku uppgötvun um að vera sammála Hannesi...

Kveðja,


mbl.is Sé kæruleysi verðlaunað fyllist allt af kærulausu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þetta gæti komið fyrir mig,ef Steingrímur tæki einn snúnng enn og færi að verja þjóðina sem ól hann.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2010 kl. 00:52

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það er lengi hægt að fyrirgefa. :)

Marinó Már Marinósson, 8.3.2010 kl. 16:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband