Hvað um Icesave?

Þetta er athyglisvert.  Ekki síst í ljósi þess að ráðherrar og embættismenn settu ríkið í ábyrgð fyrir innistæður í Icesave í Bretlandi og Hollandi og síðan hefur verið hamast af stjórnvöldum til að koma þessari ábyrgð kyrfilega fyrir á herðum íslenskra skattgreiðenda, því meira, því betra! 

Ef yfirlýsingar ráðherra um ríkisábyrgð á innlendum innistæðum eru orðin tóm, hvað má þá segja um gaspur þeirra og íslenskra embættismanna við breska ráðamenn um erlendar innistæður???

Kveðja,

 


mbl.is Yfirlýsingarnar ekki skuldbindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Varðandi IceSave, þá hefur heldur aldrei verið gert neitt í því máli sem er skuldbindandi fyrir ríkissjóð, aðeins gefið pólitískt loforð. Pólitíkusar gefa loforð í sífellu og svíkja þau jafnharðan, en það hefur aldrei verið skuldbindandi fyrir ríkissjóð enda væri það fáránlegt. Það eina sem getur heimilað slíka skuldbindingu eru lög frá Alþingi, en Hollendingar og Bretar eru nú þegar búnir að hafna einum slíkum lögum og íslenska þjóðin öðrum. Lögformleg skuldbinding hefur því aldrei verið í gildi vegna innstæðna, hvorki á Íslandi né í erlendum útibúum íslenskra banka. Ég er einmitt búinn að vera lengi að reyna að benda fólki á að það er engin ríkisábyrgð á innstæðum. Ásakanir um meinta mismunun og brot á reglum eiga sér því heldur enga fótfestu. Lesið neyðarlögin, það er ekki stafkrókur þar, hvorki um ríkisábyrgð né þjóðerni

Guðmundur Ásgeirsson, 22.12.2010 kl. 23:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband