Virkilega?

Þetta hlýtur að vera ekki-frétt ársins!  Eftir 14 ára búsetu í Bandaríkjunum hefði mér ekki einu sinni dottið í hug að Repúblikanar notuðu eða horfðu á CNN eða NBC.  Þeir horfa á FOX og þar með basta.  Þetta vita allir hér og ég get ekki ímyndað mér að þessi frétt kæmi nokkrum einasta manni hér á óvart - held að allir myndu einfaldlega gera ráð fyrir því.

Kveðja,


mbl.is Repúblikanar sniðganga CNN og NBC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skiptir engu, þetta er allt jafn óáreiðanlegt.

Fréttir eru skemmtiatriði, bara fræðandi fyrir slysni.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.8.2013 kl. 17:34

2 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Rétt er það, Arnór. Eins og Jon Stewart hefur réttilega bent á ótal sinnum í gamanfréttaþáttum sínum, þá eru "frétta"menn, álitsgjafar og viðmælendur hjá Fox News mjög neðarlega á greindarvísitöluskalanum (reyna allir að verða eins og hinn heiladauði George W. Bush) og allir auðvitað eldheitir Repúblikanar og Obama-hatarar. Það fellur auðvitað í kramið hjá þessum ofstækisfulla öfgaflokki að einskorða sig við þessar hugvitslegu amöbum.

Hillary Clinton getur verið hreykin af því að vera fyrirlitin af Rebúblikönum. Þá er hún í góðum málum, hvort sem hún verður forseti eða ekki. Hins vegar er hún ekki mjög skemmtileg eða karismatisk, þótt hún sé fluggáfuð. Hins vegar mun aðalskemmtunin koma frá væntanlegum frambjóðanda Repúblikananna, ef viðkomandi er dæmigerður repúblikanskur ding-dong.

Repúblikanaflokkurinn getur stært sig af fjórum persónum tengdum Hvíta húsinu eða framboðum, sem hafa verið einstaklega illa að sér vegna heimsku: Ronald Reagan, G.W. Bush, Dan Quayle og Sarah Palin og svo til að bæta gráu ofan á svart haft glæpamenn í opinberum embættum: Richard Nixon og hans skósveinar, Dick Cheney og Donald Rumsfeld. En það eru áhöld um það hvort G.W. Bush sé sakhæfur vegna þroskahömlunar. Hins vegar hef ég aldrei heyrt um forseta, varaforseta eða forsetaframbjóðanda Demókrata sem hefur ekki verið bæði gáfaður og starfi sínu vaxinn, þótt fæstir af þeim hafi þorað að gera neinar stórar breytingar. Einn forseti reyndi það og varð að gjalda með lífi sínu. það er kannski skýringin á því hvers vegna Obama hefur litlu sem engu breytt, þrátt fyrir öll slagorðin sín. Hann vill ekki enda eins og JFK eða RFK.

Austmann,félagasamtök, 18.8.2013 kl. 10:08

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

"... þessar hugvitslegu amöbur" átti það að vera.

Austmann,félagasamtök, 18.8.2013 kl. 10:10

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband