Viðurkennd aðferð af hverjum?

Ég hef séð ýmislegt í gegnum árin, en ég hef ekki geð í mér til að horfa á þetta myndband í annað sinn.  Það má vera að þetta séu viðurkenndar handtökuaðferðir.  Ef svo er, þá er eitthvað mikið að í íslensku lögreglunni, svo einfalt er það.  

Þegar ég hef séð myndbönd af handtökum hér í Bandaríkjunum þá er sá sem er handtekinn yfirleitt alltaf lagður FRAM á við, ekki AFTUR Á BAK, sem setur lögreglumannin í mun meiri hættu á alvarlegum átökum, sérstaklega ef viðkomandi er vopnaður.  Það er mun erfiðara að beita vopnum aftur fyrir sig en framfyrir eins og gefur að skilja.  Hef líka séð svipaðar aðferðir lögregullnar í Bretlandi.  Sá einu sinni vopnaða sveit lögreglumanna í Danmörku handtaka nýnasista og þar var svipuðum aðferðum beitt.  Svo ef þetta er viðurkennt á Íslandi, þá eru lögreglumenn í fyrsta lagi að setja sjálfa sig í hættu og í öðru lagi að setja þann sem er handtekinn í hættu á meiðslum við handtöku.  Þessi aðferð sem notuð er í þessu tilfelli er illskiljanleg.

Orðbragð lögreglumannsins sem haft er eftir honum, s.s. "Ertu þroskaheft" er einnig fyrir neðan allar hellur og sýnir brotavilja lögreglumannsins gegn þeim sem minna mega sín.  Á þetta ekki að vera á hinn veginn að lögreglan verji þá sem minna mega sín eða eru þeir bara að velja þá sem aurana hafa?

 Kveðja 


mbl.is „Við vorum í sjokki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman þegar svona bersevisar fara að tjá sig eins og þú. Ég mæli nú bara með því að þú prufir að óliðnast lögreglu í þýskalandi,Frakklandi eða Spáni svo ekki sé nú talað um í USA og hrækkir svo í agað á viðkomandi og bloggir svo aftur um málið.. Er konan slösuð? Nei var hún barin með kylfum eða meisuð? Nei. Hún var tekin niður og járnuð og setti í fangageynslu og haldið þar í nokkra tíma, þjá og ég vill minna gáfumenið hér á að hún hefur verið dæmd fyrir árás á lögregluna.

ólafur (IP-tala skráð) 23.11.2013 kl. 06:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband