10.7.2015 | 18:19
Talnaglöggan???
" Ísland hefði þurft að greiða ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu sinni, 0,127%, í björgunarpakkana tvo sem Grikkland hefur þegar fengið. Það þýddi að Ísland væri búið að greiða um 36 milljarða til Grikklands."
Hver maður, sem getur lagt smaan og dregið frá, sér um leið og hann lítur þessar tölur augum að þær ganga ekki upp!
Ef 36 milljarðar eru 0.127% af vergum þjóðartekjum, þá eru vergar þjóðartekjur íslendinga um 28 þúsund milljarðar!!! Skv. Hagstofu Íslands voru vergar þjóðartekjur Íslands árið 2014 tæpir 2000 milljarðar, eða 1.993 milljarðar (sjá http://www.hagstofa.is/Pages/1374) 0.127% af því eru rétt rúmur 2,5 milljaðrar, ekki 36 milljarðar!!!
Fyrir þá sem nenna hugarreikningu á einfaldri nálgun, þá eru 0.127 um það bil 1/8 úr prósenti. Til þess að ná einu prósenti þyrfti því að margfalda 36 með 8. Segjum 35*8 til að rúnna þetta af og við fáum 70*4, 140*2 eða 280. Sem sagt 1 prósent er um 280 milljarðar. Margföldum það með 10 og við fáum 2.800 milljarða sem væru 10% og enn margföldum við með 10 og fáum 28.000 milljarða, sem væru þá 100%
Ef þessi maður var "talnaglöggur" þá má Guð hjálpa íslendingum!!! Smáskekkjur eru fyrirgefanlegar. Fjórtánföldun vergra þjóðartekna kemur ekki frá talnaglöggum manni, það er alveg á hreinu!
Kveðja
Hefði reynst Íslandi dýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |