Eiturlyf?

Í fyrri frétt mbl.is var sagt að Cosby hefði gefið umræddri konu eina og hálfa töflu af Benadryl.  Benadryl, http://www.drugs.com/benadryl.html, er vinsælt anti-histamín, sem er notað við allskonar ofnæmi og er hægt að kaupa í hvaða verslun sem er, sem selur lyf.  Ef ég man rétt er venjulegur dagskammtur 1-3 töflur.  Ég hef notað þetta mikið í gegnum árin því það hefur minni róandi áhrif heldur en önnur anti-histamín lyf sem eru á opnum markaði hér í Bandaríkjunum.  Það hefur vissulega mismunandi áhrif á fólk og ég býst við að það sé hægt að taka of stóran skammt eins og af öðrum lyfjum, en að kalla Benadryl eiturlyf finnst mér nú svolítið langt gengið.  

Kveðja


mbl.is Felur ekki lengur sannleikann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband