Talnaglöggan???

" Ísland hefði þurft að greiða ákveðið hlut­fall af vergri lands­fram­leiðslu sinni, 0,127%, í björg­un­ar­pakk­ana tvo sem Grikk­land hef­ur þegar fengið. Það þýddi að Ísland væri búið að greiða um 36 millj­arða til Grikk­lands."

Hver maður, sem getur lagt smaan og dregið frá, sér um leið og hann lítur þessar tölur augum að þær ganga ekki upp! 

Ef 36 milljarðar eru 0.127% af vergum þjóðartekjum, þá eru vergar þjóðartekjur íslendinga um 28 þúsund milljarðar!!!  Skv. Hagstofu Íslands voru vergar þjóðartekjur Íslands árið 2014 tæpir 2000 milljarðar, eða 1.993 milljarðar (sjá http://www.hagstofa.is/Pages/1374)  0.127% af því eru rétt rúmur 2,5 milljaðrar, ekki 36 milljarðar!!!

Fyrir þá sem nenna hugarreikningu á einfaldri nálgun, þá eru 0.127 um það bil 1/8 úr prósenti.  Til þess að ná einu prósenti þyrfti því að margfalda 36 með 8.  Segjum 35*8 til að rúnna þetta af og við fáum 70*4, 140*2 eða 280.  Sem sagt 1 prósent er um 280 milljarðar.  Margföldum það með 10 og við fáum 2.800 milljarða sem væru 10% og enn margföldum við með 10 og fáum 28.000 milljarða, sem væru þá 100%

Ef þessi maður var "talnaglöggur" þá má Guð hjálpa íslendingum!!!  Smáskekkjur eru fyrirgefanlegar.  Fjórtánföldun vergra þjóðartekna kemur ekki frá talnaglöggum manni, það er alveg á hreinu!

Kveðja


mbl.is Hefði reynst Íslandi dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband