18.7.2009 | 07:35
Banki skuldar banka...
Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi, svo í stað þess að borga á ákvað Gamla Kaupþing að kaupa meirihlutann í Nýja Kaupþingi. Nú er alveg kjörið fyrir þá sem skulda bönkunum að semja við þá um að í stað þess að borga skuldinir sínar, þá ætli þeir bara að fá hlut í bankanum. Klappa svo á öxlina á bankastjóranum og segja "Þetta lagast allt saman"
Ætli þeir hafi fengið lánað fyrir þessu hjá Gamla Landsbankanum??? Þetta hljómar allt svo afskaplega einfalt og kristaltært, alveg eins og bergvatnsáin í sveitinni í gamla daga, en einhvernvegin bögglast það fyrir mér hvernig líkið getur nú allt í einu risið upp, hlaupið út í búð og keypt sér kistu... Þarna eru snjallir menn innan búðar... Ætli þeir gangi um í lökum???
Kveðja,
Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott að heyra að fleiri en ég skilja ekki upp né niður í þessari frétt eins og hún er sett fram. Erfitt að ímynda sér nokkurn sem myndi ekki taka þennan líka fína "díl", þ.e. "frekar eignast hlut en að borga meira fé".
Er til of mikils ætlast að íslenskir blaðamenn hafi smá heilbrigða skynsemi að leiðarljósi þegar skrifa "fréttir". Algjörlega heilalaus "copy paste" skrif og þó við "vitlaus" þjóð þá eigum við samt aðeins betra skilið!
ASE (IP-tala skráð) 18.7.2009 kl. 10:37
Ég reyndi að copy/paste þessa frétt og fékk villu frá windows "Does not compute"<g> Þetta dæmi allt orðið svo vitlaust að það er ekki hægt annað en gera grín að þessari endaleysu.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 18.7.2009 kl. 16:12