Furðulegt vegabréfakerfi Íslands

Ísland hefur eitthvað það skrítnasta vegabréfakerfi sem fyrirfinnst í heiminum.  A.m.k. veit ég ekki um neitt annað land, sem getur aðeins afgreitt vegabréfaumsóknir á 5 eða 6 stöðum í heiminum og krefst viðveru umsækjanda!  

Hér í Bandaríkjunum er aðeins hægt að sækja um endurnýjun vegabréfa í sendiráði Íslands í Washington DC.  Og aðeins á morgnana því þeir þurfa að vera í beinu tölvusambandi við Ísland til að hægt sé að gera þetta.  Það eru að ég held 5 aðrir staðir utan Bandaríkjanna og Íslands þar sem hægt er að ganga frá umsókn um endurnýjun vegabréfs.  

Íslenska vegabréfið mitt rann út 2011 of hef ég ekki endurnýjað það.  Það var annað hvort að fara til Washington DC eða fara til Reykjavíkur (álíka langt flug, en heldur dýrara að fara til Íslands)  Þegar ég endurnýjaði vegabréfið 2001 þá bjó ég í Texas og þetta var einfalt mál að fara í Ræðismannsskrifstofu Íslands í Dallas og ganga frá þessu og fara svo aftur til að taka við vegabréfinu.  Ekkert stórkostlegt vesen.  Nú getur Ræðismannsskrifstofan í Seattle aðeins bent á Sendiráðið í DC!

Til gamans skoðaði ég hvernig þetta er í nokkrum löndum og í flestum tilfellum er hægt að gera þetta í gegnum póst, eða með heimsókn í næstu Ræðismannsskrifstofu eða Sendiráð.

Ég leysti þetta vandamál með því að sækja um bandarískan ríkisborgararétt, sem var mun minna mál heldur en að fá íslenskt vegabréf!!!


mbl.is Hafa fengið nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Magnað að það sé auðveldara að sækja um bandarískan ríkisborgararétt en nýtt vegabréf. 

Björgvin S. Ármannsson, 6.5.2015 kl. 20:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband