30.7.2015 | 20:19
Vantar bílinn?
Ég get nú ekki betur séð en að bílinn vanti alveg á þessari mynd! A.m.k. sést ekki vottur af skugga af honum og bílinn þyrfti að vera mjög lágur til þess að ekki sæist örla fyrir honum upp úr fellihýsinu... Kannski hangir þetta aftan í sportbíl úr gleri...
Kveðja,
![]() |
Svona á ekki að vera með fellihýsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2015 | 17:12
Bankamusteri allra landsmanna
Ef fyrirtæki í eigu ríkisins hefur efni á því að leggja út 8 milljarða fyrir húsnæði undir banka á sama tíma og sjúkrahús landsmanna eru í drepandi fjársvelti finnst mér að hér hafi kulnað síðasta stráið í þeim illgresisakri sem kallast siðferði bankamanna á Íslandi. Var það nú ærið bágborið fyrir, en nú tekur tappann úr!
Þetta er ekki bara móðgun við þá sem enn finnst þeir þurfa að versla við þennan banka, heldur er þetta móðgun við alla landsmenn sem eiga þetta apparat! Þetta er kannski löglegt en siðlaust er það, ekki spurning!
Kveðja
![]() |
Móðgun við viðskiptavini bankans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2015 | 18:19
Talnaglöggan???
" Ísland hefði þurft að greiða ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu sinni, 0,127%, í björgunarpakkana tvo sem Grikkland hefur þegar fengið. Það þýddi að Ísland væri búið að greiða um 36 milljarða til Grikklands."
Hver maður, sem getur lagt smaan og dregið frá, sér um leið og hann lítur þessar tölur augum að þær ganga ekki upp!
Ef 36 milljarðar eru 0.127% af vergum þjóðartekjum, þá eru vergar þjóðartekjur íslendinga um 28 þúsund milljarðar!!! Skv. Hagstofu Íslands voru vergar þjóðartekjur Íslands árið 2014 tæpir 2000 milljarðar, eða 1.993 milljarðar (sjá http://www.hagstofa.is/Pages/1374) 0.127% af því eru rétt rúmur 2,5 milljaðrar, ekki 36 milljarðar!!!
Fyrir þá sem nenna hugarreikningu á einfaldri nálgun, þá eru 0.127 um það bil 1/8 úr prósenti. Til þess að ná einu prósenti þyrfti því að margfalda 36 með 8. Segjum 35*8 til að rúnna þetta af og við fáum 70*4, 140*2 eða 280. Sem sagt 1 prósent er um 280 milljarðar. Margföldum það með 10 og við fáum 2.800 milljarða sem væru 10% og enn margföldum við með 10 og fáum 28.000 milljarða, sem væru þá 100%
Ef þessi maður var "talnaglöggur" þá má Guð hjálpa íslendingum!!! Smáskekkjur eru fyrirgefanlegar. Fjórtánföldun vergra þjóðartekna kemur ekki frá talnaglöggum manni, það er alveg á hreinu!
Kveðja
![]() |
Hefði reynst Íslandi dýrt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2015 | 18:37
Eiturlyf?
Í fyrri frétt mbl.is var sagt að Cosby hefði gefið umræddri konu eina og hálfa töflu af Benadryl. Benadryl, http://www.drugs.com/benadryl.html, er vinsælt anti-histamín, sem er notað við allskonar ofnæmi og er hægt að kaupa í hvaða verslun sem er, sem selur lyf. Ef ég man rétt er venjulegur dagskammtur 1-3 töflur. Ég hef notað þetta mikið í gegnum árin því það hefur minni róandi áhrif heldur en önnur anti-histamín lyf sem eru á opnum markaði hér í Bandaríkjunum. Það hefur vissulega mismunandi áhrif á fólk og ég býst við að það sé hægt að taka of stóran skammt eins og af öðrum lyfjum, en að kalla Benadryl eiturlyf finnst mér nú svolítið langt gengið.
Kveðja
![]() |
Felur ekki lengur sannleikann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2015 | 01:21
Ekki 80 milljónir til Kim
Leikurinn Hollywood, sem Kim Kardashian hafði höndi í bagga með er seldur af Glu Mobile, sem er stórt leikja fyrirtæki og sérhæfir sig í leyjum fyrir iOS og Android síma og spjaldtölvur.
Þó leikurinn seljist fyrir 80 milljónir króna á dag þá fer því fjarri að það séu tekjur Kim af þessum leik. Samningur Kim við Glu Mobile mun kveða á 45% hlut af nettó hagnaði af sölu á leiknum, samkvæmt viðskiptaslúðurblöðum, en það hefur ekki verið gefið upp. Þá munu fyrirtæki í eigyu Kim fá eignahluta í Glu.
Allt talið held ég að það sé alveg örugglega hægt að helminga þessa tölu, sennilega talsvert meira. Ekki það að það væri alveg ágætt að vera með 40 milljónir í tekjur á dag :)
Kveðja
![]() |
Svona varð Kim Kardashian rík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |