Byltingin...

Spurningin er hvað þessi bylting hafði í för með sér?  Breytti hún einhverju og þá hverju?  Ég hef ekki búið á Íslandi síðan 1996 og á mjög erfitt með að gera mér grein fyrir ástandinu, en ég er ekki viss um að neitt hafi breyst...  Ýmsu var vissulega mótmælt og ein sterkustu viðbrögð þjóðarinnar voru felling Icesave samningsins.  En breyttist eitthvað innanlands?  Þriðja veikburða ríkisstjórnin situr enn og hefur lítið áunnist sem hinum tveimur á undan.  Írland, sem styrkum aðila ESB og aðila að myntbandalaginu, átti að vera borgið, en staðan nú sýnir að jafnvel með styrk ESB og Evrunnar á bak við sig, þá fór bankaruglið á Írlandi illa með þjóðarhag alveg eins og á Íslandi.  Spurning hvernig þessu öllu reiðir af...

Kveðja,

 


mbl.is Búsáhaldabylting á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Non-operational assets

Ég skil þetta ekki.  Non-operational assets eru skilgreindar svo á Investopedia.com: "Classes of assets that are not essential to the ongoing operations of a business, but may still generate income or provide a return on investment." (http://www.investopedia.com/terms/n/nonoperatingasset.asp), sem bendir til að orðalagið eigi við félög í eigu Kaupþings?

Hvort heldur eru félög í eigu Kaupþings eða ekki, þá er það með öllu óskiljanlegt hvernig 65% af útistandandi lánum séu veitt félögum sem hefðu aldrei getað greitt þau til baka?  Þessum peningum var komið í umferð án þess að þeir yrðu til.  Ég get ekki séð að þetta sé neitt annað en sönnun þess að það hafi verið rekið peningaþvætti í íslensku bönkunum!  810 milljörðum króna var komið í umferð í íslenska hagkerfinu án þess að þessir peningar væru til - án þess að nokkrar einustu eignir, eða rekstur stæði á bak við þessi fyrirtæki.  Og PricewaterhouseCoopers segir að endurskoðendur hafi ekkert fundið að rekstri bankanna og undirskriftir endurskoðenda hafi verið í samræmi við lög og reglur.  Ég get ekki séð annað en að þetta sé allt ein samansúrruð glæpasaga frá upphafi til enda! 

Kveðja,

 


mbl.is Fá um 25% lána endurgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig???

Hvernig verða til skuldir upp á 163 þúsund milljónir hjá litlu fjarskiptafyrirtæki á Íslandi?  Þetta er lauslega hugareiknað rúmlega hálf milljón króna á hvert einasta mannsbarn á Íslandi.  Hvernig hafa þessar skuldir orðið til?  Mér sýnist þetta vera eitthvað um einn og hálfur milljarður dollara.  Höfðatala hér í Bandaríkjunum er u.þ.b. þúsund sinnum sú íslenska svo við værum að tala um eina og hálfa billjón (1.5 trillion) bandaríkjadala sem skuld stærsta símafélags hérna! 

Svona til skemmtilegs samanburðar vil ég nefna að skv. skuldauppgjöri AT&T samsteypunnar 30. September 2010 (sjá: http://www.att.com/Common/docs/Debt_List_093010.pdf) þá skuldaði félagið tæpar 69 milljarða dollara eða rúmlega 1/22 af því sem sambærileg skuld Skipta/Símans á Íslandi er.  Maður bara hristir hausinn yfir þessu!

Kveðja,


mbl.is Þarf að greiða 74 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkapóstar ráðherra um opinber mál

"Það er svo önnur saga hvernig sá einkapóstur milli okkar félagsmálaráðherra er allt í einu kominn í blöðin" 

Ef þetta var einkapóstur milli ráðherra er aðeins tveimur aðilum til að dreifa til að leka þessum pósti:  Félagsmálaráðherra eða Fjármálaráðherra.  Um aðra er ekki að ræða. 

Það að opinber mál séu rædd og leyst í einkapóstum skýrir ansi mikið um stjórnarhætti á Íslandi, eða ætti maður að segja stjórnleysishætti á Íslandi?

Kveðja,


mbl.is Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með lögum skal land byggja...

... og með ólögum eyða.  Mér finnst framganga Alþingis og það sem á eftir hefur gengið vera til lítisvirðingar fyrir Alþingi og almennt réttarfar á Íslandi. 

Þó ég persónulega telji að Geir hafi sýnt af sér vítavert gáleysi í undanfara hrunsins og eftir hrun þá var hann bara einn af mörgum sem sváfu á verðinum. 

Fyrir það fyrsta þá finnst mér alls ekki rétt eða réttlátt að taka Geir einan fyrir af Landsdómi eins og var gert. 

Þá finnst mér ekki réttlátt að réttarstaða hans sé nánast sem sakfellds mann, ekki sakbornings. 

Í þriðja lagi finnst mér seinagangur Alþingis og Landsdóms til háborinnar skammar.  Ef þeir ætla að draga Geir fyrir Landsdóm á að gera það af festu og gera út um þetta mál á sem skemmstum tíma til að draga úr þeirri óvissu sem ríkir um þetta mál. 

Að fara að breyta lögum um Landsdóm núna, þegar eini maðurinn sem nokkurntíma hefur verið kallaður fyrir dóminn situr undir ásökunum, er hreinlega fáránlegt! 

Er allt á sömu bókina lært á Íslandi?  Tómt rugl og vitleysa hvert sem litið er???

Kveðja,

 


mbl.is Átelur vinnubrögð landsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hringtorg í Bandaríkjunum

Ég hef búið í Bandaríkjunum í 11 ár, fyrst í San Antonio í 9 ár og svo hér í Port Angeles í Washington fylki síðustu tvö ár.  Ég man ekki eftir að hafa rekist á hringtorg í San Antonio.  En það eru hringtorg hérna á norðvestur horninu og eitt hér í næsta bæ, Sequim, sem hefur oft valdið mér heilabrotum.  Það stafar mest af því að það er alls ekki ljóst hvort torgið er ein eða tvær akreinar!  Helmingurinn af því (ytri) er malbikaður en hinn helmingurinn (innri) er steinlagður.  Það liggja 4 akbrautir í torgið en ein þeirra er tvær akreinar og þá var brugðið á það ráð að taka ytri reinina og leggja hana utan við torgið;) 

Ég held að það sé ekki endilega að sakast við ökumenn hérna um að þeir skilji ekki hringtorg, heldur held ég að stór hluti vandans séu verkfræðingar sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera þegar þeir eru að hanna hringtorg!  Ég er viss um að sumir þeirra hafa aldrei séð hringtorg sem virka og því eru þessi torg hönnuð út og suður án staðla.  T.d. er þetta hringtorg í Sequim of þröngt til þess að flutningabílar með tengivagn geti athafnað sig í gegnum það án vandræða.  Það er heldur alls ekki ljóst, eins og ég sagði, hvort torgið er ein eða tvær akreinar.  Engar merkingar eru um akstursstefnu og menn gætu alveg freistast til þess í flýti að fara öfuga leið;) 

En þrátt fyrir þessa annmarka þá er umferð yfirleitt snurðulaus og fljót í gegnum þetta hringtorg, enda umferð venjulega ekki mikil:)

Kveðja,

 


mbl.is Skilja bara ekki hringtorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilkynning frá Arion

"Arion banki mun senda frá sér tilkynningu þar sem fram koma öll helstu efnisatriði samkomulagsins eins fljótt og unnt er."

Ég þekki svo sem ekkert til þessa máls, en er það ekki brot á lögum um bankaleynd að bankinn sendi frá sér tilkynningar um samninga sem hann gerir við viðskipamenn sína?  Spyr sá sem ekki veit...

Kveðja,

 

 


mbl.is Segja frétt um Vífilfell ranga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein glæpastarfsemi!

Þessar færslur milli banka og fyrirtækja, fjármögnuð af sömu bönkum og fyrirtækjum er ekkert annað en glæpastarfsemi.  Það er ekkert annað orð á íslensku yfir þessa starfsemi.  Ég vona að sérstakur saksóknari fari að ganga að þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem gerðu Ísland gjaldþrota með glæpastarfsemi árum saman.  Menn verða að fara að taka puttann úr og bretta upp ermarnar og ganga í þessi mál af ákveðni og áræðni, ef ástandið í þjóðfélaginu á ekki eftir að versna til mikilla muna!  Það duga engin vettlingatök lengur!

Kveðja, 


mbl.is Ákvað verð og keypti mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldlaust félag

Það segir í fréttinni að þetta færeyska félag sé skuldlaust en með Jóhannes Bónusbana við stjórnvölin verður því nú snarlega kippt í liðinn og félagið sett á hausinn.  Ég spái fréttum af versnandi afkomu um mitt næsta ár og gjaldþrotaskiptum 2012.

Það er annars magnað að Jóhannes & Co sem skilur eftir sig hundruð milljarða gjaldþrotaslóð geti staðið fyrir þessu.  Hvers vegna er hann ekki látinn borga skuldir sínar áður en hann fær að stofna til nýrra?  Þetta bankakerfi á Íslandi er alveg magnað fyrirbæri og væri þörf á að það væri sett upp alþjóðlega nefnd til að rannsaka og skrifa um þessi sér íslensku fyrirbæri.

Kveðja,

 


mbl.is Hefur greitt fyrir helmingshlut í SMS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðalánasjóður hóf starfsemi 1999!

Í fréttinni segir: 

Færri í vanskilum við Íbúðalánasjóð en 1997

 

Athygli vekur að færri eru í vanskilum við Íbúðalánasjóð en voru árið 1997. Jafnframt eru vanskil í hópi 20% tekjulægstu lántakenda hjá sjóðnum færri en þau voru árið 2004.

 Á vef Íbúðalánasjóðs segir:  "Íbúðalánasjóður tók við hlutverki Húsnæðisstofnunar ríkisins þegar ný lög um húsnæðismál nr. 44/1998 öðluðust gildi"

Eftir því sem ég kemst best að þá tók þessi Íbúðalánasjóður ekki til starfa fyrr en 1998.  Svo það kemur ekki beinlínis á óvart að það hafi ekki verið mikil vanskil við sjóðin árið áður en hann varð til!;)

Kveðja,


mbl.is Vaxtabótahækkun árangursríkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband