Þjóðstjórn hefði engu breytt

Það að stofna þjóðstjórn viku fyrir hrunið hefði bara ekki breytt nokkrum sköpuðum hlut.  Það var orðið of seint að bjarga bönkunum strax 2006, hvað þá viku áður en bólan sprakk.  Auk þessi hefði aldrei náðst samstaða um þjóðstjórn eða neitt annað hjá þessu rugludallaliði sem "stjórnaði" landinu. 

Það sem maður hefur lesið úr skýrslunni sýnir að ríkisstjórn Íslands og allt þetta pólitíska lið upp til hópa eru eins og skælandi smákrakkar haldandi um leikföngin sín.  Gersamlega óhæf til þess að gera neitt að viti, þekkingarleysið, dómgreindarleysið og firringin svo alger að það var alveg borin von að nokkur hlutur hefði verið gerður til þess að forða þessu frá falli, hver svo sem hefði komið að þessu.  Menn sem fóru til fundar við breska fjármálaráðherrann og aðstoðarmenn hans furðuðu sig á því að Alistair Darling vissi allt um þessi bankamál á Íslandi - Bretarnir vissu meira heldur en íslenska sendinefndin!  Segir það ekki allt sem segja þarf um algjöra vanhæfni Íslendinga til þess að takast á við alþjóðlegar fjármálastofnanir?

Þetta skýrir líka algjörlega hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögunum gegn Íslandi.  Þeir vissu sem var að það var borin von að finna nokkurn mann með viti sem gæti og þyrði að taka ákvarðanir.  Þetta lið var allt með buxurnar á hælunum, volandi og skælandi og gat ekki hugsað sér að gera neitt því þá myndi falla á eigin glansmynd.  Þessi skýrsla skýrir líka hversvegna Bretar og Hollendingar hafa verið svo ósveigjanlegir í Icesave deilunni.  Af hverju í ósköpunum ættu þeir að treysta þessum vitleysingum?

Það er sárgrætilegt að sjá hvernig fólk, sem hafði ekki hundsvit á því hvað það var að gera, hvorki í pólitík eða viðskiptum, hefur farið með Ísland. 

"Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma"

Því miður þá gleymdi þetta lið að Ísland var land þess.  Það gleymdi að það fór með fjöregg þjóðarinnar og glutraði því niður.  Það gleymdi að því var treyst, bæði á Íslandi og erlendis og því var alls ekki treystandi.  Það gleymdi að segja sannleikann, við erum að lesa hann núna.  Það gleymdi að Ísland er landið okkar, landið sem Íslendingar voru stoltir af, landið sem við höfðum mætur á.  Þetta "útvalda" lið algjörlega vanhæfra pólitíkusa og "viðskiptajöfra" saurgaði landið okkar. 

Kveðja,

 


mbl.is Uppnám vegna orða um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ókunnar stærðir

Geir H. Haarde segir í skýrslunni:  "Nei, ég get ekki nefnt fjárhæðirnar, það er ekki nokkur leið, en maður veit aldrei hvað svona áfall er stórt [...]."  Ingibjörg S. Gísladóttir tekur í sama streng og Árni M. Mathiesen einnig, "Ég held að það hafi ekki verið gert í þessu samhengi." 

Loforð íslensku ríkisstjórnarinnar um stuðning við bankakerfið voru ekki byggðar á neinu.  Þær voru gripnar úr lausu lofti án þess að neinn tæki sér fyrir hendur að reikna út hvort ríkissjóður og Seðlabanki Íslands hefðu í raun bolmagn til þess að koma bönkunum til aðstoðar ef í nauðirnar ræki.  Ef það hefði verið gert eftir að ljóst varð snemma árs 2008 að bankarnir væru í alvarlegri kreppu þá hefði e.t.v. verið hægt að komast að því að ríkið gat ekki stutt við bankana og hægt að gera eitthvað í málunum.

Kveðja,

 


mbl.is Geir: Yfirlýsingar ekki byggðar á neinu formlegu mati
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óraunsætt verðmat

Þessi setning, höfð eftir John Quitter, finnst mér einhvern vegin vera einkennandi fyrir íslensku útrásina:  

„Það var ekki hægt að bjóða á móti Íslendingum. Verðmat þeirra var ekki raunsætt.“

"Verðmat þeirra var ekki raunsætt"  Var þetta ekki mergurinn málsins?  Íslendingarnir höfðu ekki græna glóru hvað þeir voru að gera - héldu það og héldu sig mikla menn því þeir gátu yfirboðið alla í skjóli þess að hafa ótæmandi loftbólusjóði á bak við sig, en mat þeirra var tómt rugl.  Sjö þúsund milljarðar króna í loftbólum sem hurfu við hrunið!  7.000.000.000.000! 

Allir góndu á nakinn keisarann og nakta hirðina og dásömuðu ósýnilegar flíkur þeirra.

Kveðja,

 


mbl.is Kepptu hver við annan í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5.572 eða 5,572

Hér verður að skoða tölurnar betur!  Hér er ég nokkurn vegin 100% viss um að þetta eigi að vera rúmur fimm og hálfur milljarður EKKI fimm þúsund og fimm hundruð milljarðar eins og lesa má úr frétt mbl.is. 

Fyrir þá sem hefur ofboðið "smámunasemi" og "veruleikafirring" höfundar vegna málfars í fréttum, þá má hér sjá mjög gott dæmi um hvað réttritun og vandað málfar ER mikils virði í fréttaflutningi!

Kveðja,


mbl.is „Gervimaður í útlöndum“ fær arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom ekki á óvart

Það sem ég hef heyrt úr skýrslunni kemur ekki mikið á óvart.  Þó voru tölurnar um loftbólueignir bankanna hærri en ég hafði gert mér grein fyrir - taldi að þær hefðu verið um 75 milljarðar dollara en þær reyndust nær 120 milljörðum, þ.e. eignir í eignasafni bankanna sem hvarf á fyrsta mánuðinum eftir hrun.  Þetta fór úr 12.000 milljörðum niður í 4.500 milljarða eða úr um $160 milljörðum niður fyrir 40 milljarða ef við tökum raunhæft gengi upp á 120IKR eftir hrun og 75IKR fyrir hrun.  Þessar eignir voru allar byggðar á lofti og hurfu því þegar bankarnir hrundu.

Annað sem kom mér svolítið á óvar var hversu alger upplausnin innan stjórnarinnar var og það hlýtur að vekja upp spurningar hvort það er eðlilegt ástand eða hvort þessi stjórn var verri en aðrar.  Ég hef ekki mikla trú á pólitíkusum svo mér finnst það eðlileg spurning hvort þessi var verri en aðrar;)

Ég hef sankað að mér öllum PDF skrám og Excel skrám og öllu öðru sem er á vef Alþingis um þetta og á eftir að pæla í gegnum þetta á næstu mánuðum (eða árum!)

Kveðja,

 


mbl.is Skýrslan kom þjóðinni á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlekkur á grein Guardians virkar ekki...

Vil bara benda mbl.is á að hlekkurinn á grein Guardian virkar ekki þar sem hann bendir á http://www.mbl.is/mm/siddi/news/Grein%20Guardian en ekki http://www.guardian.co.uk/business/2010/apr/11/iceland-bankers-damning-report þar sem greinin er.  Vonandi verður þetta lagfært:)

Kveðja,


mbl.is Íslendinga bíður fordæmandi skýrsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirgengilegt rugl

Í fréttinni segir:  "samkvæmt lögum, sem sett voru á síðasta ári, eiga ábyrgðarmenn fólks í greiðsluaðlögun ekki að gangast í ábyrgð fyrir skuldir viðkomandi. Á þetta féllst sparisjóðurinn ekki"

Er það nú orðið í verkahring þessara ruglbanka að ákveða hvaða lög þeir fallast á?  Hverskonar rugl er þetta?  Ná lög á Íslandi ekki yfir sparibaukana á Íslandi?  Þetta er alveg með fádæmum að svona fyrirtæki fái starfsleyfi og að fólk skipti við þessar stofnanir. 

Kveðja,

 


mbl.is Í mál á hendur ábyrgðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofnæmi fyrir rugli

Mér finnst ekkert skrýtið þó Skotar hafi fengið ofnæmi fyrir rugli Íslendinga og Íra.  Það lét hátt í tómu tunnunum fyrir hrun og þær sukku á skömmum tíma.  Ég held að flestir séu komnir með ofnæmi fyrir ruglinu og ég vona að skýrsla rannsóknarnefndarinnar á morgun geri ekki útaf við menn.  Þá er bara að fara og fá sér Claritin og Benadryl;)

Kveðja,

 


mbl.is Skotar með ofnæmi fyrir Íslendingum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörmuleg íslenska

Ég velti því fyrir mér hvort blaðamaðurinn hafi verið sofandi þegar hann þýddi þessa frétt. 

"Hjónabandið varð 12 ára stúlku að aldurtila" segir í fyrirsögn og svo í fyrstu málsgrein "Hjónabandið kostaði 13 ára stúlku lífið í Jemen."  Frá fyrirsögninni til fyrstu málsgreinar eltist stúlkan um heilt ár. 

Í annarri málsgrein segir "hafði stúlkan rifnað illa í undirlífinu"  Ég gat ekki annað en skellt uppúr, þó hér sé rætt um neitt skemmtilegt!  Þetta er svo augljóslega þýtt úr dönsku að það hálfa væri nóg og útkoman afskaplega klúðursleg. 

Ömurleg frétt, bæði innihaldið og þýðingin.

Kveðja,

 


mbl.is Hjónabandið varð 13 ára stúlku að aldurtila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlit

Það verður fróðlegt að sjá hvort bankarnir fara eftir skilyrðum Samkeppnisstofnunar eða hunsa þau eins og þeir hafa gert við skilyrði eftirlitsstofnana hingað til með þeim afleiðingum sem við vitum öll um. 

Það er erfitt að fylgjast með hvort þessum skilyrðum er fylgt eða ekki þar sem ekkert er gefið upp um tímatakmarkanir á söluferlinu, hvaða arðsemiskröfur eru gerðar o.s.frv.  Persónulega þá held ég að þetta ætti að vera fest í lögum svo að bankarnir geri annað tveggja, fylgja settum lögum eða ekki og þá er hægt að fylgja þeim lögum eftir gagnvart bönkunum.  Við megum ekki fljóta inn í næsta hrun án þess að setja fjármálafyrirtækjum, bönkum meðtöldum, skorður og þar þarf að taka mið af því sem telst eðlilegt í helstu viðskiptalöndum Íslands svo þau sjái að Íslendingum sé alvara með að endurbyggja viðskiptaumhverfi á Íslandi en ekki bara endurreisa ruglið. 

Bankar eiga ekki að vera í fyrirtækjarekstri og það eiga að vera strangar reglur um hverskonar fyrirtæki bankar mega eiga (fyrirtæki á sviði fjármála væri eðlilegt) og hvernig og hversu hratt þeim ber að losa sig við fyrirtæki sem þeir yfirtaka og eignast í gegnum gjaldþrot. 

Kveðja,


mbl.is Setja skilyrði fyrir yfirtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband