3.5.2010 | 05:52
Glæpur gegn Íslandi
Það kom svo sem ekki margt á óvart í viðtalinu við William Black. Hann staðfesti það sem mig hefur grunað lengi að bankakaupin voru til þess gerð að stunda glæpastarfsemi. Eigendur og stjórnendur bankanna ákváðu að stela öllu sem þeir mögulega gátu. Hafa sennilega ekki haldið að þeir kæmust upp með það lengi, en eins og Madoff þá komust þeir upp með þetta lengur en nokkurn hefði órað fyrir.
Hinsvegar þá þurfa menn að staldra við og hugsa út í þá staðreynd að efekki hefði komið til alþjóðlegrar fjármálakreppu sem varð nánast að algjörum frostavetri eftir fall Lehman Brothers, þá hefðu Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir getað haldið áfram á þeirri braut sem þeir voru á og hefðu þá sennilega getað komist upp með að stunda glæpastarfsemi sína í 2 - 3 ár í viðbót! Íslendingar myndu þá þurfa að horfast í augu við hrun á næsta ári með Icesave skuldir sem næmu nokkur þúsund milljörðum! Hrunið hefði kostað tugi þúsunda milljarða og Íslenska ríkið og flest fyrirtæki á Íslandi hefðu lent í algjöru þroti á nokkrum vikum og mánuðum og afleiðingarnar hefðu orðið algjör landflótti enda hefðu lífskjör á Íslandi hrokkið niður á svipað stig og meðal fátækustu ríkja heims á mjög stuttum tíma. Það er hugsanlegt að erlend ríki hefðu gripið í taumana og fryst Ísland úti en útkoman hefði orðið sú sama - algjört og viðvarandi hrun á Íslandi án þess að litlum líkum á endurreisn.
Þetta er það dæmi sem eigendur og stjórnendur bankanna voru á góðri leið með að setja Íslendinga í. Þetta er niðurstaðan sem orðið hefði ef þetta lið hefði fengið að halda dampi og klára dæmið. Þetta lið hefði skilið Ísland eftir sem efnahagslega eyðimörk án möguleika á endurreisn. Þannig fannst þessu fólki að væri við hæfi að fara með Ísland og íslenska þjóð. Stjórnmálamenn í öllum flokkum spiluðu með og það getur enginn skorast undan ábyrgð í þessu dæmi. Það sköruðu allir eld að sínum kökum og hver sem var svo djarfur að mótmæla og segja að eitthvað væri að var hafður að fífli.
Hrunið var ekki bara glæpur gegn lögum, réttarvitund og siðgæðisvitund, heldur gegn hinni íslensku þjóð. Þessir menn einsettu sér að knésetja þjóðina efnahagslega til þess eins að hagnast sjálfir og þeim var nákvæmlega sama hvað yrði um restina af fólkinu í landinu. Það mátti éta það sem úti fraus fyrir þeim.
Allt of margir hafa reynt að gera hrunið að pólitísku máli og kenna þessum flokki og hinum um. Vissulega voru ákvarðanir um að selja bankana pólitískar og sjálfsagt verið pólitík á bak við hverjum var selt. En það má ekki láta pólitík lita þann veruleika að hér er um eitt stærsta glæpamál í sögu viðskiptasvika í heiminum.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að lifa í gegnum þetta á Íslandi. Það hefur verið erfitt að fylgjast með því sem hefur verið að gerast á Íslandi úr fjarlægð. Það verður æ erfiðara eftir því sem frá líður og meira fréttist af hvað var í gangi. Maður sér hversu gífurleg og útbreidd spilling var til staðar og samsömun með glæpaöflunum var mikil og útbreidd. 1996/7 árum varð Albanía illilega fyrir barðinu á pýramída svikum sem fjármálastofnanir í landinu stunduðu (meiri upplýsingar er m.a. að finna á Wikipedia, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Ponzi_scheme) Hundruð milljóna dollara töpuðust. Hér má lesa grein um þetta á vef Alþjóða gjaldeyrissjóðsins: http://www.imf.org/external/pubs/ft/fandd/2000/03/jarvis.htm og mig langar til að vitna hér aðeins í þessa grein:
"The proliferation of schemes had baleful effects. First, more depositors were drawn in. Although VEFA had the largest liabilities, it had only 85,000 depositors. Xhafferi and Populli between them attracted nearly 2 million depositorsin a country with a population of 3.5 millionwithin a few months. Second, the investment funds felt pressured to compete and began to offer higher interest rates on deposits. In July, Kamberi raised its monthly interest rate to 10 percent. In September, Populli began offering more than 30 percent a month. In November, Xhafferi offered to treble depositors' money in three months; Sude responded with an offer to double principal in two months. By November, the face value of the schemes' liabilities totaled $1.2 billion. Albanians sold their houses to invest in the schemes; farmers sold their livestock. The mood is vividly captured by a resident who said that, in the fall of 1996, Tirana smelled and sounded like a slaughterhouse, as farmers drove their animals to market to invest the proceeds in the pyramid schemes.
Throughout the year, the government was a passive spectator to the unfolding crisis. Although the enormity of the problem became clear when the Bank of Albania discovered that VEFA's deposits in the banking system were equivalent to $120 million (5 percent of GDP), and despite repeated warnings from the IMF and the World Bank, the finance ministry did not warn the public about the schemes until October. Even then, however, it drew a false and misleading distinction between companies with real investments, which were believed to be solvent, and "pure pyramid schemes." When it was suggested that some companies might be surviving by laundering money, President Sali Berisha came to their defense."
Þó svo að ástandið hafi verið annað í Albaníu heldur en á Íslandi, þá er svo marg svipað að það stingur í augu! Smá sýnishorn:
"Xhafferi and Populli between them attracted nearly 2 million depositorsin a country with a population of 3.5 millionwithin a few months. "
Icesave! Átti að "bjarga" Landsbankanum, en var bara útfærsla á pýramídanum.
"By November, the face value of the schemes' liabilities totaled $1.2 billion. Albanians sold their houses to invest in the schemes; farmers sold their livestock."
Tug- eða hundruðmilljarða lán til að kaupa hlutabréf í íslensku bönkunum með veðum í bréfunum sjálfum! Engin verðmæti á bak við neitt af þessu.
"the government was a passive spectator to the unfolding crisis"
Sama skeði á Íslandi!
"When it was suggested that some companies might be surviving by laundering money, President Sali Berisha came to their defense."
Geir og Ingibjörg ásamt öðrum!
Þannig hefur sagan í Albaníu (og víðar þar sem pýramída svik hafa komið upp) endurtekið sig á Íslandi. Sagan sem endurtók sig hjá Bernard Madoff sem stal tugum milljarða dollara og var því enn afkastameiri en þeir Íslensku. Munurinn er auðvitað sá að Madoff er í fangelsi! Hann var handtekinn 11. Desember 2008 og var dæmdur til 150 ára fangelsisvistar 29. Júní 2009.
Ef Ísland á að lifa af og ef Íslendingar eiga að geta látið gróa um heilt, þá verður að taka á þessum mönnum sem stóðu á bak við stærsta bankarán sögunnar og því fyrr því betra. Það verður að saksækja þessa menn og það verður að grafa upp allt sem hægt er að grafa upp um glæpaviðleitni þeirra. Að mínu mati ættu engir af eigendum eða stjórnendum gömlu bankanna að fá að koma nálægt fyrirtækjarekstri aftur og algjörlega bannað að koma nálægt fjármálafyrirtækjum af neinu tagi.
Það verður að draga þessa menn til ábyrgðar og það verður að draga stjórnmálamenn til ábyrgðar, ekki bara fyrir pólitísku afglöpin sem þeir borga fyrir á kjördag, heldur fyrir fjármálaleg afglöp og glæpsamlegt athæfi, eða glæpsamlega vanrækslu með dómum. Það hlýtur að vera krafa allra Íslendinga að það verði farið af stað með þessi mál eins fljótt og auðið er. Það kemur betur og betur í ljós með hverjum degi sem líður hversu hrikaleg svik voru framin af bönkunum. Þetta var ekkert ógát. Þetta var ekkert sem var ytri aðstæðum að kenna - það komst upp um þetta vegna ytri aðstæðna, en þær höfðu engin áhrif á þá braut sem bankarnir voru á. Þetta voru skipulögð svik eigenda og stjórnenda með fyrirfram vitaða útkomu sem gat orðið til þess hreinlega að koma Íslandi og Íslendingum fyrir kattarnef, en þessum mönnum stóð algjörlega á sama! Það er hreinlega það sem er nú að koma skýrast fram í þessu máli og það er eitthvað sem mér finnst alveg óskaplega ógeðfellt.
Kveðja,
![]() |
Black: Bankarnir sekir um glæpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2010 | 15:09
Katla
Það er venjulega vel upplýst fólk sem ferðast á vegum 60 minutes enda þátturinn vinsæll fréttaskýringaþáttur. Katla kemur því alveg örugglega upp. Ætla menn á Íslandi þegja Kötlu í hel eða ætla menn að segja eins og er? Ef menn segja rétt frá þá hlýtur að verða að koma í veg fyrir að þetta fólk frá 60 minutes komist til að blaðra um það í erlendum fjölmiðlum, ekki satt??? Áfram ruglið!
Kveðja,
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2010 | 23:04
Peningar fyrir Jón Ásgeir en ekki Gæsluna
Einhverjir höfðu efni á að lána Jóni Ásgeiri tæpan hálfan milljarð þó hann eigi ekki bót fyrir botninn á sér. En það er ekki hægt að gera gæsluna út almennilega til stuðnings við þá sem raunverulega afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið! Hvers hefur Jón Ásgeir aflað fyrir þjóðarbúið undanfarið? Spyr sá sem ekki veit!
Kveðja,
![]() |
Skipstjórum hrýs hugur við úthafinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2010 | 16:09
Fáránleg vinnubrögð
Hvað svo sem má segja um þessar kærur fram og til baka og aðstandendur í þessu máli, þ.e. Símann og Þekkingu, þá get ég ekki annað séð en að vinnubrögð Samkeppniseftirlitsins í þessu máli séu hreinlega til háborinnar skammar. Hvernig getur eftirlitsstofnun sem á að vera óháð gerst sek um svona rugl? Maður bara hristir hausinn yfir þessu!
Kveðja,
![]() |
Segir keppinauta hafa undirritað haldlagningarskrár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.4.2010 | 17:47
Fáránleikinn heldur áfram!
Mér finnst þessi frétt bera með sér að Samkeppniseftirlitið hafi farið algjörlega rangt að við þessa húsleit. Ég get ekki ímyndað mér að hún fái staðist fyrir dómi og þar með ættu gögn frá þessari húsleit að vera dæmd ógild.
Hvernig má það vera að Samkeppniseftirlitið getur ekki leitað eftir fagfólki á sviði upplýsingatækni annarsstaðar en hjá þeim aðila sem kærði Símann? Persónulega er þessi útskýring Samkeppniseftirlitsins rugl og sýnir mér að það er allt í sama ferlinu á Íslandi og verið hefur undanfarinn áratug - bull og rugl allstaðar og svo eru menn alveg steinhissa á að einhverjum skuldi detta það í hug að þeir hafi rangt við! Það var einfaldlega vitlaust gefið í þessari húsleit og Samkeppniseftirlitið ætti að hafa döngun í sér til að viðurkenna þessi fáránlegu mistök!
Kveðja,
![]() |
Segja kæruna ekki styðjast við rök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2010 | 16:21
Banna New Scientist!
Það hlýtur að verða að koma í veg fyrir að jarðvísindamenn séu að tala um eitthvað sem þeir hafa ekki hundsvit á og skemmileggja fyrir öllum á Íslandi með því að birta einhverjar greinar í New Scientist sem milljónir manna út um allan heim lesa - rúmlega 3 milljónir lesenda á mánuði skv. vefsíðunni. Þetta er stórskandall og verður að kæfa í fæðingu. Ríkisstjórn Íslands hlýtur að taka málið upp á Alþingi og krefjast þess að það verði gert eitthvað í þessu máli. Þetta bara nær ekki nokkurri átt;)
Kveðja,
![]() |
Nýtt eldgosaskeið að hefjast? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2010 | 15:06
Læra af reynslunni
Enn eru menn algjörlega að fara á límingunum því forsetinn bendir mönnum á að þetta gæti bara verið upphafið. Og enn eru menn tættir og reyttir eins og hænur í hvirfilbyl út af einhverju sem Ólafur Ragnar segir, sem ég get ekki séð annað en sé satt og rétt og vel athugunar virði.
Mér sýnist einmitt vera mjög mikilvægt bæði fyrir Íslendinga og ríkisstjórnir í Evrópu að setjast nú niður og skoða reynsluna af þessu gosi í Eyjafjallajökli. Það er alveg augljóst að eldgos á Íslandi geta sett allt úr skorðum bæði á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum. Það hefur verið gagnrýnt af flugfélögum að reglur um lokanir flugsvæða séu allt of strangar en á sama tíma hafa borist fréttir af skemmdum á vélum Finnska flughersins og flughers NATO vegna ösku í háloftunum. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og það þarf að gera eins miklar rannsóknir á þessu og hægt er einmitt til þess að hægt sé að undirbúa þetta svæði fyrir Kötlugos sem enginn vill að minnst sé á en hver maður hlýtur að vita að er á dagskrá næstu ár eða áratugi. Aldrei áður hefur komið eins stórt öskugos á Íslandi eftir að heimurinn varð jafnháður flugi og núna. Íslensk eldfjöll eru nær þéttum byggðum sem ekki verður auðveldlega farið framhjá, heldur en flest önnur eldfjöll í heimi. Það eru líka aðrar eldstöðvar sem eru komnar á, eða að komast á tíma, sem þarf að huga að.
Veruleikafirring gefur mönnum lítið í aðra hönd eins og sést best á bankaruglinu. Ætla Íslendingar að stinga hausnum í sandinn, eða öskuna, og afneita hættu á eldgosum á Íslandi líka? Ef þessi væll í Íslendingum heldur áfram þá fara Bretar örugglega að hugsa sig um hvort þeir eigi ekki að senda reikninginn fyrir tapi á flugi til Íslands á eftir Icesave þar sem Íslendingar séu orðir svo lafhræddir við allt að þeir mundi bara samþykkja það möglunarlaust.
Kveðja,
![]() |
Gosið nú lítið annað en æfing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2010 | 22:59
Banna eldgos
Nú er það langt frá mér að gera lítið úr áhrifum eldgosins, en það hlýtur að vera krafa um að þessi eldgos verði bara bönnuð. Það er augljóst að sumt fólk er alveg að fara á límingunum út af gosinu og það hlýtur að verða að stoppa þetta til að blessað fólkið haldi sönsum. Sumir bloggarar eru orðnir svo taugaveiklaðir og svartsýnir að manni sýnist allt bara stefna beinustu leið til helvítis á seinna hundraðinu ef ekki verður skrúfað fyrir þetta umsvifalaust. Veit ekki alveg hvernig á að gera það en það hlýtur að finnast leið ef menn verða nógu svartsýnir og hafa nógu miklar áhyggjur. Nú ef Katla fylgir svo í kjölfarið þá bara nær þetta engri átt. Þá verður bara að senda heilt herlið þarna upp og láta þá moka ofan í jafnóðum.
Ekki að ég sé að gera lítið úr áhrifum eldgosins í Eyjafjallajökli, síður en svo. Það hefur orðið mikið tjón, sérstaklega í alþjóðaflugi, en líka á jörðum sem orðið hafa fyrir öskufalli. Hinsvegar er það bara afskaplega lítið sem hægt er að gera annað en plana hvernig best er að bæta og byggja upp. Sá að ráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands er að hvetja bændur um land allt til að reyna að auka fóðurframleiðslu svo hægt verði að hjálpa þeim bændum sem gætu þurft að kaup fóður fyrir næsta vetur vegna lélegrar sprettu upp í gegnum öskuna.
Því miður þá hefur svartagallsrausið afskaplega lítinn uppbyggingarmátt.
Kveðja,
![]() |
Gosmökkurinn rís enn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2010 | 19:28
Suður og Norður
Í fréttinni segir: "Mökkinn leggur í norður og yfir til meginlands Evrópu. " Hið rétta er auðvitað að mökkinn leggur í suður en ekki norður. Enn eitt dæmið um hversu vandað og nákvæmt málfar á fréttum er mikilvægt.
Kveðja,
![]() |
Gosið sést á gervitunglamynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.4.2010 | 19:25
Almannatengsl
Það er gaman að sjá að það er farið öðruvísi að í þessu eldgosmáli heldur en í Icesave málinu. Það hefði vissulega verið gaman að sjá aðila þjóðlífsins á Íslandi koma saman og ræða Icesave útfrá sjónarhorni almannatengsla við umheiminn.
Kveðja,
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |