15.9.2011 | 06:13
Botnlaus frétt um bráðnandi skafl...
Gersamlega botnlaus frétt, ef frétt skyldi kalla. Um hvað er fréttin eiginlega? Skafl einhversstaðar upp í fjalli - kemur ekki fram í hvaða fjalli, þó leiða megi nokkrum líkum að því að það sé í Esjunni. Hvað er svona merkilegt við það hvort þessi skafl bráðni eða ekki? Miðað við fréttina eru allar líkur á því að hann bráðni því hann hefur gert það undanfarin 10 ár!!! Svo um hvað er þessi frétt??? Maður bara stendur á gati!
Kveðja,
Skaflinn er á síðustu metrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2011 | 03:35
Big Mac
Skv. upplýsingum á heimasíður McDonalds, þá er Big Mac 540 kaloríur, þar af 260 kaloríur úr fitu. Hann inniheldur 1040mg af natríum (salt, bindiefni, rotvarnarefni og allskonar annað natríum dót). Ef meðalstórum frönskum er bætt við þá hækkar þetta um 380 kaloríur, þar af 170 úr fitu - 270mg natríum. Þetta er fljótt að koma;)
Fyrir þá sem nenna ekki að leita, þá er hægt að nálgast þessar upplýsingar (fyrir Bandaríkin) hér: http://nutrition.mcdonalds.com/nutritionexchange/nutritionfacts.pdf
Kveðja,
McDonald's birtir tölur um fjölda hitaeininga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2011 | 06:57
Rita ekki ryta
Fuglategundin Rissa tridactyla heitir rita á íslensku en ekki ryta.
Kveðja,
Sáu aðeins sjö unga í 200-300 hreiðrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2011 | 16:59
Særður á líkamanum
Einhvern vegin finnst mér það sjálfsagt að maður sem ísbjörn ræðst á særðist á líkamanum. Það er gott að hann særðist ekki á sálinni (þó ég efist ekki um að hann eigi eftir að eiga við þessa reynslu árum saman) Auðvitað ætti þetta að vera að "... hafði áður særst eftir að björninn réðist á hann" eða "hafði hlotið sár eftir að björninn réðist á hann"
Ég vil líka benda á að ungt er hvorugkyn en menn eru karlkyns. Annað hvort ætti þetta að vera "ungt fólk" eða "ungir menn"
Kveðja,
Særður maður skaut ísbjörninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2011 | 14:58
Urðu af 1,5 milljarði
Í íslensku er töluorð í eintölu ef talan er einn og skiptir þá brotið engu máli. Því á að hér að tala um 1,5 milljarð en ekki milljarða. EINN milljarður verður aldrei að mörgum milljörðum, sama hversu nálægt 2 hann er:)
Kveðja,
Misstu af 1,5 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.7.2011 | 00:13
Villandi myndir
Eftir að skoða þessar myndir er ég engu nær. Fyrir og eftir myndirnar eru teknar frá allt öðru sjónarhorni og ég sé lítinn mun, þar sem mun væri að finna á þessum myndum. Hún virðist hafa grennst svolítið en ég á mjög erfitt með að átta mig á hvort svo er og þá hversu mikið. Myndirnar af "Önnu Dóru" sem líka birtust í dag eru sama marki brenndar. "Fyrir" myndirnar eru teknar í flötu ljósi framan frá og aftan frá. "Eftir" myndin er tekin með mun betri lýsingu og þess vegna eru þessar myndir ekki sambærilegar. Tek það fram að ég er áhugamaður um ljósmyndun og hef gaman af að bera saman myndir;)
Kveðja,
Fyrir og eftir myndir af Ágústu Ósk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2011 | 20:55
Þvískipt???
Í fréttinni segir: "...en það hefur verið þvískipt frá árinu 1948..." Á þetta að vera þrískipt, tvískipt eða eitthvað annað? Púkinn át þetta þegjandi og óhljóðalaust, en ég verð að viðurkenna að ég stend á gati hvað þetta þvískipt er...
Kveðja,
Þvinguð ritskoðun á The Economist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.5.2011 | 18:53
Að missa 25 kíló eða tapa 25 kílóum
Orðið missa er orðið að hálfgerðu tökuorði í íslensku í staðinn fyrir enska orðið "lose" Í frétt í gær á ruv.is ef ég man rétt var talað um ökumenn sem voru að missa rúður úr bílum vegna grjótfoks. Í þessari frétt er talað um mann sem missti 25 kíló. Í hvorugu tilvikinu er orðið "missa" notað rétt að mínu mati. Betra væri að tala um að maðurinn hafi tapað þyngd - og að rúður væru farnar að brotna í bílum. Ég sá fyrir mig bílstjóra rogast um með rúður og missa þær niður. Og þennan mann sem missti 25 kíló á tærnar á sér.
Kveðja,
Stórhættulegar megrunarpillur sem valda sturlun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2011 | 19:09
Rétt ákvörðun
Að mínu mati er þetta hárrétt ákvörðun. Það kemur svolítið sérstakt fyrir sjónir að lögfræðingar erlendis leiti beinlínis eftir ríkisborgararétti fyrir einstaklina, auðuga eða ekki, til þess eins að þeir vilji koma með fjárfestingar.
Ég er allur fylgjandi því að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi, en ég sé enga ástæðu af hverju þeir geta ekki sinnt þessum markmiðum sem erlendir aðilar, eða flust til Íslands og síðan sótt um ríkisborgararétt þegar lög leyfa. Þetta mál lyktar svolítið illa og bara af því að þeir fá synjun um umsvifalaust ríkisfang, þá fara þeir bara eitthvað annað sem segir mér að þeir höfðu engan eða mjög takmarkaðan áhuga á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Fólk sem vill koma og fjárfesta á Íslandi verður bara að gera það á löglegan og eðlilegan hátt, svo einfalt er það.
Kveðja,
Fá ekki ríkisborgararétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2011 | 00:22
1,4 billjóna fjárlagahalli, ekki skuldir
Hér er verið að ræða um fjárlagahalla (budget deficit) Bandaríska alríkisins á yfirstandandi fjárlagaári sem er frá Október til September. Þessi halli er nú rétt um 1400 milljarðar dollara (1,4 US trilljón) og ljóst að ekki er hægt að halda áfram á þessari braut mikið lengur.
Skuldir Bandaríkjanna námu um 14 US trilljónum (14 billjónum) nú í Janúar síðast liðnum. Það verður erfiður róður að brúa þetta bil, hvernig sem farið verður að.
Kveðja,
Lækka þarf skuldirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |