Hneppa HANN í varðhald

Blaðamanni verður heldur betur fótaskortur á íslenskunni í fyrstu málsgrein.  Sögnin að hneppa einhvern í þessu tilfell tekur með sér þolfall ekki þágufall.  Þetta á að vera "...áður en ákvörðun um að hneppa hann í varðhald var tekin." 

Hin sögnin að hneppa einhverju tekur með sér þágufall og það væri t.d. rétt að segja "maðurinn hneppti jakkanum" ekki "jakkann"  Hinsvegar þegar talað er um að hneppa einhvern í varðhald þá notum við þolfall:)

Kveðja,


mbl.is Skipstjórinn hnepptur í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegar hækkanir?

Samkvæmt New York Stock Exchange þá var verð á olíu US$98,83 þann 30. desember - það hefur rambað aðeins upp fyrir $100 á tunnuna eftir áramótin aðallega vegna ótta við átök á Persaflóa.  Skv. sömu upplýsingum var verðið $100,96 þann 2. desember, $98,99 þann 11. nóvember o.s. frv.  Hækkun úr 904 dollurum í 988 dollara tonnið er hækkun upp á rétt rúm 9% 

Mér sýnist að olíufélögin haldi sínu striki og hækki rausnarlega í hvert skipti sem tækifæri gefst en sé þau ekki jafn áfjáð í að lækka verðið.  Hér í Bandaríkjunum hefur verð á bensíni lækkað vegna minnkandi eftirspurnar og hefur verið nokkuð stöðugt á dælunum í kringum $3,45 eða svo fyrir gallonið en var komið upp í kringum $3,90 gallonið snemma í haust hérna í Port Angeles (til fróðleiks sjá: http://www.washingtongasprices.com/Port_Angeles/index.aspx)

Kveðja,


mbl.is Gríðarlegar verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölur á reiki

Mér finnst ólíklegt að bankainnistæður íslenskra lífeyrissjóða hafi numið 158 þúsund milljörðum í lok September 2011!  Mér telst til að þetta séu um 1400 milljarðar dollara.  Samkvæmt upplýsingum á vef Lífeyrissjóðs Verslunarmanna þá var hrein eign ALLRA lífeyrissjóðanna 2.019 milljðara í lok ágúst 2011 (sjá http://www.live.is/sjodurinn/frettir/nr/848)  Hvernig þeir geta átt 158.157 milljarða í bankainnistæðum er mér því algjör ráðgáta;)

Kveðja,


mbl.is Leita annarra fjárfestinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botnlaus frétt um bráðnandi skafl...

Gersamlega botnlaus frétt, ef frétt skyldi kalla.  Um hvað er fréttin eiginlega?  Skafl einhversstaðar upp í fjalli - kemur ekki fram í hvaða fjalli, þó leiða megi nokkrum líkum að því að það sé í Esjunni.  Hvað er svona merkilegt við það hvort þessi skafl bráðni eða ekki?  Miðað við fréttina eru allar líkur á því að hann bráðni því hann hefur gert það undanfarin 10 ár!!!  Svo um hvað er þessi frétt???  Maður bara stendur á gati!

Kveðja,


mbl.is Skaflinn er á síðustu metrunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Big Mac

Skv. upplýsingum á heimasíður McDonalds, þá er Big Mac 540 kaloríur, þar af 260 kaloríur úr fitu.  Hann inniheldur 1040mg af natríum (salt, bindiefni, rotvarnarefni og allskonar annað natríum dót).  Ef meðalstórum frönskum er bætt við þá hækkar þetta um 380 kaloríur, þar af 170 úr fitu - 270mg natríum.   Þetta er fljótt að koma;)

Fyrir þá sem nenna ekki að leita, þá er hægt að nálgast þessar upplýsingar (fyrir Bandaríkin) hér:  http://nutrition.mcdonalds.com/nutritionexchange/nutritionfacts.pdf

Kveðja,


mbl.is McDonald's birtir tölur um fjölda hitaeininga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rita ekki ryta

Fuglategundin Rissa tridactyla heitir rita á íslensku en ekki ryta. 

Kveðja,


mbl.is Sáu aðeins sjö unga í 200-300 hreiðrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Særður á líkamanum

Einhvern vegin finnst mér það sjálfsagt að maður sem ísbjörn ræðst á særðist á líkamanum.  Það er gott að hann særðist ekki á sálinni (þó ég efist ekki um að hann eigi eftir að eiga við þessa reynslu árum saman)  Auðvitað ætti þetta að vera að "... hafði áður særst eftir að björninn réðist á hann" eða "hafði hlotið sár eftir að björninn réðist á hann" 

Ég vil líka benda á að ungt er hvorugkyn en menn eru karlkyns.  Annað hvort ætti þetta að vera "ungt fólk" eða "ungir menn" 

Kveðja,


mbl.is Særður maður skaut ísbjörninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urðu af 1,5 milljarði

Í íslensku er töluorð í eintölu ef talan er einn og skiptir þá brotið engu máli.  Því á að hér að tala um 1,5 milljarð en ekki milljarða.  EINN milljarður verður aldrei að mörgum milljörðum, sama hversu nálægt 2 hann er:)

Kveðja,


mbl.is Misstu af 1,5 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi myndir

Eftir að skoða þessar myndir er ég engu nær.  Fyrir og eftir myndirnar eru teknar frá allt öðru sjónarhorni og ég sé lítinn mun, þar sem mun væri að finna á þessum myndum.  Hún virðist hafa grennst svolítið en ég á mjög erfitt með að átta mig á hvort svo er og þá hversu mikið.  Myndirnar af "Önnu Dóru" sem líka birtust í dag eru sama marki brenndar.  "Fyrir" myndirnar eru teknar í flötu ljósi framan frá og aftan frá.  "Eftir" myndin er tekin með mun betri lýsingu og þess vegna eru þessar myndir ekki sambærilegar.  Tek það fram að ég er áhugamaður um ljósmyndun og hef gaman af að bera saman myndir;)

Kveðja,


mbl.is Fyrir og eftir myndir af Ágústu Ósk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvískipt???

Í fréttinni segir:  "...en það hefur verið þvískipt frá árinu 1948..."  Á þetta að vera þrískipt, tvískipt eða eitthvað annað?  Púkinn át þetta þegjandi og óhljóðalaust, en ég verð að viðurkenna að ég stend á gati hvað þetta þvískipt er...

Kveðja,


mbl.is Þvinguð ritskoðun á The Economist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband