Að missa 25 kíló eða tapa 25 kílóum

Orðið missa er orðið að hálfgerðu tökuorði í íslensku í staðinn fyrir enska orðið "lose"  Í frétt í gær á ruv.is ef ég man rétt var talað um ökumenn sem voru að missa rúður úr bílum vegna grjótfoks.  Í þessari frétt er talað um mann sem missti 25 kíló.  Í hvorugu tilvikinu er orðið "missa" notað rétt að mínu mati.  Betra væri að tala um að maðurinn hafi tapað þyngd - og að rúður væru farnar að brotna í bílum.  Ég sá fyrir mig bílstjóra rogast um með rúður og missa þær niður.  Og þennan mann sem missti 25 kíló á tærnar á sér. 

Kveðja,


mbl.is Stórhættulegar megrunarpillur sem valda sturlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt ákvörðun

Að mínu mati er þetta hárrétt ákvörðun.  Það kemur svolítið sérstakt fyrir sjónir að lögfræðingar erlendis leiti beinlínis eftir ríkisborgararétti fyrir einstaklina, auðuga eða ekki, til þess eins að þeir vilji koma með fjárfestingar. 

Ég er allur fylgjandi því að fá erlenda aðila til að fjárfesta á Íslandi, en ég sé enga ástæðu af hverju þeir geta ekki sinnt þessum markmiðum sem erlendir aðilar, eða flust til Íslands og síðan sótt um ríkisborgararétt þegar lög leyfa.  Þetta mál lyktar svolítið illa og bara af því að þeir fá synjun um umsvifalaust ríkisfang, þá fara þeir bara eitthvað annað sem segir mér að þeir höfðu engan eða mjög takmarkaðan áhuga á Íslandi sem fjárfestingarkosti.  Fólk sem vill koma og fjárfesta á Íslandi verður bara að gera það á löglegan og eðlilegan hátt, svo einfalt er það. 

Kveðja,


mbl.is Fá ekki ríkisborgararétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1,4 billjóna fjárlagahalli, ekki skuldir

Hér er verið að ræða um fjárlagahalla (budget deficit) Bandaríska alríkisins á yfirstandandi fjárlagaári sem er frá Október til September.  Þessi halli er nú rétt um 1400 milljarðar dollara (1,4 US trilljón) og ljóst að ekki er hægt að halda áfram á þessari braut mikið lengur.

Skuldir Bandaríkjanna námu um 14 US trilljónum (14 billjónum) nú í Janúar síðast liðnum.  Það verður erfiður róður að brúa þetta bil, hvernig sem farið verður að. 

Kveðja,


mbl.is Lækka þarf skuldirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndavíxl

Ekki er ég læknislærður en ég er 99.9% viss um að heilahvelið til hægri er úr alzheimers sjúklingi.  Það sjást vel djúpar skorur í heilaberkinum sem er eitt einkenni alzheimers því heilabörkurinn (cerebral cortex) skemmist og minnkar vegna frumudauða.

Kveðja,


mbl.is Finna fimm Alzheimergen til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hengdist

Það er ömurlegt að sjá þessa fyrirsögn.  Drengurinn hengdi sig ekki, hann hengdist.  Það er stór munur þar á.  Annað formið gefur til kynna að um viljaverk hafi verið að ræða, hitt að um slys hafi verið að ræða.  Ekki leikur neinn vafi á að um slys var að ræða svo hér ætti að nota "Hengdist næstum í leiktæki" og "Litlu munaði að ungur drengur hengdist í ól á sundpoka..."

Ég skora á mbl.is að breyta þessari fyrirsögn og fréttinni í samræmi við að hér var um slys að ræða:)

Kveðja,


mbl.is Hengdi sig næstum í leiktæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr einu í annað

Ég skil ekki hvað er fréttnæmt við þetta.  Persónulega kæmi ekki til greina af minni hálfu að vera með viðskipti við neinn af hrunbönkunum.  Bara ekki til í dæminu!  Ef ég hefði ekki val myndi ég bara nota beinharða peninga.  Ég hefði ekki geð í mér til að vera í viðskiptum við þessi fyrirtæki reist á rústum glæpafyrirtækja sem settu Ísland á hausinn. 

Kveðja,

 


mbl.is Ólína flytur bankaviðskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil ábyrgð?

Það var jafnan viðkvæðið við ofurlaunum gömlu sparibaukanna að þessir menn í stjórnunarstöðum bankanna bæru svo mikla ábyrgð.  Einhvern veginn var það nú þó þannig að þegar þeir höfðu keyrt fjármálakerfi Íslands á kolsvartakaf þá báru þeir enga ábyrgð á neinu.  Það er margt skrýtið í kýrhausnum bankamannanna!

Kveðja,

 


mbl.is Sat hjá í bankaráði Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sódíum = natríum

Sodium er enska heitið á Na frumefninu, sem á íslensku heitir Natríum!

Sjá http://is.wikipedia.org/wiki/Natr%C3%ADn

Kveðja,

 


mbl.is Gos og salt valda hjartaáföllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna!

Eldurinn kemur upp og síðan breiðist hann út.  Hvernig breiðist eldur í sinu út sem kemur upp á einum stað?  Hann breiðist um hringlaga svæði.  Hringurinn víkkar eftir því sem eldurinn breiðist út og "eldhringurinn" stækkar.  Svæðið inn í hringum er brunnið og enginn eldur eftir og því lítur þetta út eins og hringur.  Sinan er utan við hringinn, innan hringsins er hún brunnin og ekkert eftir nema sviðin jörð.  Þetta kemur skemmtilega út í myrkri en í dagsljósi hefði þetta ekki litið út eins og eldhringur heldur svartur blettur sem stækkar.  Það að hringurinn er svona jafn bendir til þess að eldurinn hafi komið upp á einum litlum bletti og breiðst jafnt út.  Svo einfalt er það.

Kveðja,

 


mbl.is Eldhringur í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um Icesave?

Þetta er athyglisvert.  Ekki síst í ljósi þess að ráðherrar og embættismenn settu ríkið í ábyrgð fyrir innistæður í Icesave í Bretlandi og Hollandi og síðan hefur verið hamast af stjórnvöldum til að koma þessari ábyrgð kyrfilega fyrir á herðum íslenskra skattgreiðenda, því meira, því betra! 

Ef yfirlýsingar ráðherra um ríkisábyrgð á innlendum innistæðum eru orðin tóm, hvað má þá segja um gaspur þeirra og íslenskra embættismanna við breska ráðamenn um erlendar innistæður???

Kveðja,

 


mbl.is Yfirlýsingarnar ekki skuldbindandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband