22.11.2013 | 18:55
Viðurkennd aðferð af hverjum?
Ég hef séð ýmislegt í gegnum árin, en ég hef ekki geð í mér til að horfa á þetta myndband í annað sinn. Það má vera að þetta séu viðurkenndar handtökuaðferðir. Ef svo er, þá er eitthvað mikið að í íslensku lögreglunni, svo einfalt er það.
Þegar ég hef séð myndbönd af handtökum hér í Bandaríkjunum þá er sá sem er handtekinn yfirleitt alltaf lagður FRAM á við, ekki AFTUR Á BAK, sem setur lögreglumannin í mun meiri hættu á alvarlegum átökum, sérstaklega ef viðkomandi er vopnaður. Það er mun erfiðara að beita vopnum aftur fyrir sig en framfyrir eins og gefur að skilja. Hef líka séð svipaðar aðferðir lögregullnar í Bretlandi. Sá einu sinni vopnaða sveit lögreglumanna í Danmörku handtaka nýnasista og þar var svipuðum aðferðum beitt. Svo ef þetta er viðurkennt á Íslandi, þá eru lögreglumenn í fyrsta lagi að setja sjálfa sig í hættu og í öðru lagi að setja þann sem er handtekinn í hættu á meiðslum við handtöku. Þessi aðferð sem notuð er í þessu tilfelli er illskiljanleg.
Orðbragð lögreglumannsins sem haft er eftir honum, s.s. "Ertu þroskaheft" er einnig fyrir neðan allar hellur og sýnir brotavilja lögreglumannsins gegn þeim sem minna mega sín. Á þetta ekki að vera á hinn veginn að lögreglan verji þá sem minna mega sín eða eru þeir bara að velja þá sem aurana hafa?
Kveðja
Við vorum í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2013 | 15:17
Virkilega?
Þetta hlýtur að vera ekki-frétt ársins! Eftir 14 ára búsetu í Bandaríkjunum hefði mér ekki einu sinni dottið í hug að Repúblikanar notuðu eða horfðu á CNN eða NBC. Þeir horfa á FOX og þar með basta. Þetta vita allir hér og ég get ekki ímyndað mér að þessi frétt kæmi nokkrum einasta manni hér á óvart - held að allir myndu einfaldlega gera ráð fyrir því.
Kveðja,
Repúblikanar sniðganga CNN og NBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.8.2013 | 14:52
Rangar þýðingar
Bein þýðing á þessum orðum er "innan eða utan aðlögunarviðræðna"
Mér finnst það alrangt hjá Páli að þetta þýði "að val Íslands standi um að vera í aðlögunarferli eða ekki" Það er í raun algjör óþarfi því ég sé ekki að Íslandi geti verið hvorutveggja svo það getur annað hvort verið innan eða utan við aðlögunarferlið. ÞArna er hvergi minnst á val - auðvitað er það sjálfvalið að annað hvort verður Ísland í aðlögunarviðræðum eða ekki, það einfaldlega segir sig sjálft.
Mér finnst þýðing fréttamanns RÚV réttari en Páls, en þó gæta ákveðinnar ónákvæmni.
Tek það fram að ég er á móti aðild að EU og hef búið í Bandaríkjunum í 14 ár.
Kveðja
Segir fréttamann RÚV hóta sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.7.2013 | 17:28
Ofbeldi réttlætt
Ef þetta ofbeldi hefði verið framið af öðrum en lögreglu væri lögreglan nú á fullu í að rannsaka málið. LL getur varið þetta á allan hátt, en þeir geta EKKI réttlætt þessa meðferð. Lögreglan á EKKI að hefna sín á almennum borgurum, svo einfalt er það.
Á 37 sekúndu myndbandsins sést lögreglumaðurinn keyra konuna aftur yfir sig þar sem hún lendir með bakið á bekknum, sem hefði auðveldlega getað valdið varanlegum skaða og konan átt einfalt skaðabótamál gegn lögreglumanninum. Svona aðferðir lögreglumanna á ekki að líða og LL á ekki að taka upp hanskann fyrir lögreglumönnum sem fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í ofbeldi gegn borgurum landsins. Ef þetta er löglegt þá eru það ólög. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða og þetta er eyðileggingarstarfsemi sem getur aðeins komið lögreglunni illa. Ef ég væri lögreglumaður með sómatilfinningu þá myndi ég ekki vilja vinna með viðkomandi vegna þess að hann væri líklegur til að koma kollegum sínum í vandræði eða jafnvel lífshættu með framferði sínu.
Kveðja,
Arnor Baldvinsson
Beitti viðurkenndri handtökuaðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2013 | 17:23
Almenningur ber kostnaðinn?
"Raforkuverð mun að öllum líkindum hækka hér á landi með lagningu sæstrengs"
Af hverju kemur þetta ekki á óvart? Er ekki bara best að Íslendingar kosti þennan sæstreng og gefi orkuna til aumingja Evrópubúanna sem eru svo blankir að þeir geta ekki borgað fyrir rafmangið frá Íslandi? Er ekki hægt að gera eitthvað svo Ísland geti tekið á sig meira af rugli og borgað meira af þessari endalausu steypu?
Heildargróði af lagningu sæstrengs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2013 | 18:55
Ekki alveg rétt...
Það sem kemur fram í þessari frétt, haft eftir umræddum þingmanni er ekki rétt. Eitt umdeildasta atvik þar sem taser kom við sögu er andlát Robert DziekaÅ„ski á Vancouver Internantional flugvellinum í British Columbia eftir að RCMP lögreglumenn notuðu taser á hann, margítrekað þar til hann lést. Hann talaði ekki ensku og gat ekki gert sig skiljanlegan og enginn nærstaddur talaði pólsku. Lögreglan var kölluð til og það tóks ekki betur en þetta. Lögreglan í Toronto og Nýfundnalandi hafa hætt við pantanir á taser byssum eftir þennan atburð.
Það hafa margar rannsóknir verið gerðar á þessu tæki og hvernig það virkar. Hvað sem rannsóknum líður þá hafa orðið dauðsföll af völdum taser byssa. Hér er um háa spennu að ræða og háspenna getur verið hættuleg fólki, sérstaklega ef um hjartveikt fólk er að ræða. Hjartslátturinn gengur fyrir rafmagni ef svo má segja og truflanir á því valda hjartsláttartruflunum eða stöðvun.
Ég held að ef þessi tæki eru RÉTT notuð, þá eigi þau vissulega rétt á sér. En vandamálið er að því miður þá eru þau misnotuð eða notuð rangt vegna lélegrar þjálfunar eða vankunnáttu.
Kveðja
Áríðandi að lögreglan noti rafbyssur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2013 | 17:47
Tímaflakk
Ég er nú ekki allt of sammála þessu. SAD (Seasonal Affective Disorder) sem m.a. tekur yfir vetrarþunglyndi (winter depression) er vel þekkt fyrirbæri á norður og suðurslóðum. Það er vel þekkt í löndum eins og Kanada og norðurríkjum Bandaríkjanna þar sem klukkunni er breytt milli vetrar og sumartíma. Ég held það sé allt of mikil einföldun að skella skuldinni á sumartímann á Íslandi. Hinsvegar er klukkan á Íslandi klukkutíma á eftir sólarklukkunni vegna þess að Ísland notar GMT (Greenwich Mean Time). Vestasti hluti Vestfjarða er í raun meira en klukkutíma á eftir sólarklukkunni. Þ.e. þegar klukkan er 7 að morgni í London þá ætti klukkan á Íslandi að vera 6 en ekki 7. Ég held það væri mun hagkvæmara að breyta klukkunni á Íslandi þannig að hún sé nokkurnveginn á réttu róli miðað við sólarklukkuna heldur en að vera að hringla með klukkuna fram og til baka tvisvar á ári.
PS: Undanfarin 17 ár hef ég búið í löndum þar sem klukkunni er breytt vor og haust og leiðist þetta hringl.
Kveðja
Íslendingar úr takti við sólina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2012 | 20:46
Hneppa HANN í varðhald
Blaðamanni verður heldur betur fótaskortur á íslenskunni í fyrstu málsgrein. Sögnin að hneppa einhvern í þessu tilfell tekur með sér þolfall ekki þágufall. Þetta á að vera "...áður en ákvörðun um að hneppa hann í varðhald var tekin."
Hin sögnin að hneppa einhverju tekur með sér þágufall og það væri t.d. rétt að segja "maðurinn hneppti jakkanum" ekki "jakkann" Hinsvegar þegar talað er um að hneppa einhvern í varðhald þá notum við þolfall:)
Kveðja,
Skipstjórinn hnepptur í varðhald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2012 | 22:47
Gríðarlegar hækkanir?
Samkvæmt New York Stock Exchange þá var verð á olíu US$98,83 þann 30. desember - það hefur rambað aðeins upp fyrir $100 á tunnuna eftir áramótin aðallega vegna ótta við átök á Persaflóa. Skv. sömu upplýsingum var verðið $100,96 þann 2. desember, $98,99 þann 11. nóvember o.s. frv. Hækkun úr 904 dollurum í 988 dollara tonnið er hækkun upp á rétt rúm 9%
Mér sýnist að olíufélögin haldi sínu striki og hækki rausnarlega í hvert skipti sem tækifæri gefst en sé þau ekki jafn áfjáð í að lækka verðið. Hér í Bandaríkjunum hefur verð á bensíni lækkað vegna minnkandi eftirspurnar og hefur verið nokkuð stöðugt á dælunum í kringum $3,45 eða svo fyrir gallonið en var komið upp í kringum $3,90 gallonið snemma í haust hérna í Port Angeles (til fróðleiks sjá: http://www.washingtongasprices.com/Port_Angeles/index.aspx)
Kveðja,
Gríðarlegar verðhækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2011 | 06:52
Tölur á reiki
Mér finnst ólíklegt að bankainnistæður íslenskra lífeyrissjóða hafi numið 158 þúsund milljörðum í lok September 2011! Mér telst til að þetta séu um 1400 milljarðar dollara. Samkvæmt upplýsingum á vef Lífeyrissjóðs Verslunarmanna þá var hrein eign ALLRA lífeyrissjóðanna 2.019 milljðara í lok ágúst 2011 (sjá http://www.live.is/sjodurinn/frettir/nr/848) Hvernig þeir geta átt 158.157 milljarða í bankainnistæðum er mér því algjör ráðgáta;)
Kveðja,
Leita annarra fjárfestinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |