Banna New Scientist!

Það hlýtur að verða að koma í veg fyrir að jarðvísindamenn séu að tala um eitthvað sem þeir hafa ekki hundsvit á og skemmileggja fyrir öllum á Íslandi með því að birta einhverjar greinar í New Scientist sem milljónir manna út um allan heim lesa - rúmlega 3 milljónir lesenda á mánuði skv. vefsíðunni.  Þetta er stórskandall og verður að kæfa í fæðingu.  Ríkisstjórn Íslands hlýtur að taka málið upp á Alþingi og krefjast þess að það verði gert eitthvað í þessu máli.  Þetta bara nær ekki nokkurri átt;)

Kveðja,

 


mbl.is Nýtt eldgosaskeið að hefjast?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kaldhæðnismælirinn minn sprakk við lestur þessa bloggs .

Sigurjón Þ. (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 17:25

2 identicon

Já, Friðrik Pálsson og Erla Hauksdóttir, ferðamálafrömuðirnir alræmdu (og hægri sinnuðu: "græðum sem mest sama hvernig"), ættu að vera sammála þessari færslu!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 00:06

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Var Steingrímur J (ekki hægri sinnaður ) búinn að samþykkja þessi skrif blaðsina?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 22.4.2010 kl. 02:59

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það á ekki undir nokkrum kringumstæðum að leyna svona hættu það eigið þið að vita sem fullorðnir menn.

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 01:30

5 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Þakka póstinn Sigurður:)

Þessi póstur minn var skrifaður af einskærri kaldhæðni í ljósi þess að allt ætlaði vitlaust að verða út af því að forsetinn sagði eitthvað á BBC og svo birtist þessi grein í New Scientist. 

Að sjálfsögðu á bara að vera eðlileg og opin umræða um þetta eins og hvað annað.  Hér í Bandaríkjunum stúdera menn Yellowstone "super" eldstöðina sem mögulega vá fyrir heimsbyggðina, sem væri þúsund sinnum verri en Katla - og þó fleirum væri bætt í hópinn!  Umræðan um Kötlu byrjaði hér strax þegar gaus á Fimmvörðuhálsi, svo þetta kom engum á óvart hér.

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 28.4.2010 kl. 02:47

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk.

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 10:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband