Uppgjör í uppnámi

Var ekki hægt að bíða með þetta þar til þessar nefndir höfðu gengið frá samningum við kröfuhafana?  Það er eins og allt sé gert vitlaust í þessum málum.  Skv. fréttum átti að vera búið að ganga fram þessum uppgjörum þann 14. ágúst eða eftir 11 daga.  Hverju munaði um hvort þessir menn hefðu starfað fram að þeim tíma?  Að mínu mati var þörf manna frá gömlu bönkunum í skilanefndirnar til að greiða aðgang og auðvelda þá vinnu sem skilanefndirnar stóðu frammi fyrir.  Að segja þessum mönnum að taka pokann sinn þegar mest á ríður að ganga fram samningum við kröfuhafa er afskaplega klaufalegt og sýnir að Fjármálaeftirlitið er ekki í takt við raunveruleikann. 

Svo vitnað sé í ruv.is:  "Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að í flóknu uppgjöri við kröfuhafa Landsbankans hafi allt farið uppí loft á föstudag. Fyrir var ágreiningur um mat á eignum og hvernig ganga eigi frá uppgjöri milli gamla og nýja bankans. Ekki hafi bætt úr skák þegar  tveimur af fjórum skilanefndarmönnum hafi verið vikið frá, fyrirvaralaust. Kröfuhafarnir hafi einfaldlega staðið upp frá borðum í fússi og haft í hótunum um málaferli og glæparannsóknir. "

Kannski er þetta bara gott ef þetta verður til þess að erlendir rannsóknaraðilar fá áhuga á þessu máli og hefja sjálfstæðar glæparannsóknir!

Kveðja,


mbl.is Mannanna ekki lengur þörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falskur tónn

Það þarf engan að undra viðbrögð talsmanns forsætisráðherra vegna greina Evu Joly.  Þessi ríkisstjórn, eins og þær síðustu á undan, er alls ófær um að taka á þeim málum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. 

Mig langar til að taka fyrir það sem Hrannar segir  og haft er eftir honum á mbl.is:  "Dettur Evu í hug að þessi grein auki traust á Íslandi erlendis"

Ég veit ekki hvar Hrannar hefur alið manninn undanfarin misseri, en Ísland hefur EKKERT traust erlendis, ekki einu sinn á Íslandi!  Grein Evu hefur því algjörlega engin áhrif á traust eins eða neins á Íslandi því til þess að hafa áhrif á eitthvað þar þetta eitthvað að vera til staðar til að byrja með!

Það heimsóttu okkur hér nýlega vinir okkar frá San Antonio og með þeim í för voru hjón frá Englandi.  Þau höfðu ekki átt neinar eignir eða samskipti við íslenska banka né höfðu þau tapað neinum fjármunum á hruni íslensku bankanna.  En það var alveg auðheyrt á þeim að þau báru akkúrat ekki snefil af trausti til Íslands.  Þau hafði langað til að ferðast til Íslands en fannst það of dýrt.  Núna þegar það kostar aðeins um helming af því sem það gerði fyrir ári síðan, þá höfðu þau misst áhugann.  Þetta er afstaða fólks í Bretlandi sem tapaði ENGU á bankahruninu!  Ef Hrannar heldur að grein Evu Joly hafi áhrif á afstöðu bankastofnana í Evrópu og Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins þá er hann, eins og restin af ríkisstjórninni augljóslega er, algjörlega úr sambandi við raunveruleikann. 

Ég rakst á þessa grein frá 2006 (http://docs.google.com/gview?a=v&q=cache:bzfF3TZH0xgJ:www.columbia.edu/~js3204/greinar/M06erlendareignirogskuldir.pdf+erlendar+skuldir&hl=en&gl=us) þar sem gerður er samanburður á erlendum skuldum Íslands og nokkurra annarra ríkja.  ÞÁ var skuldastaða Íslands 324% af vergri landsframleiðslu og 251% eignir á móti eða nettó 83% skuldir af VLF, skv. Þar segir svo í niðurlagi:

"En að stærstum hluta virðist nettó skuldastaða landsins endurspegla væntingar almennings um áframhaldandi hraðan hagvöxt. Ef þessar væntingar eru raunhæfar þurfum við engar áhyggjur að hafa af nettó erlendri skuldastöðu þjóðarinnar. Ef hins vegar hagvöxtur verður mun minni næstu 20 til 30 árin en hann hefur verið síðustu 15 ár er líklegt að nettó erlendar skuldir þjóðarinnar verði þungur baggi."

Nú eru líkur á að þessar skuldir séu milli 200 og 300% af VLF eða allt að 3.6 sinnum meiri en þessi varnaðarorð frá 2006 eiga við um.  Árið 2006 var talið að þessi 83% yrðu þungur baggi í slæmu árferði.  Nú horfum við fram á allt að 300% í MJÖG slæmu árferði.  Þetta er ekki bara þungur baggi, ég held að hann sé nánast óviðráðanlegur.  Endalaus lán erlendis frá koma ekki til með að hjálpa Íslandi ef landið getur ekki staðið í skilum með afborganir og vexti.  Þá mun AGS taka hér ÖLL völd og Ísland verður lýst gjaldþrota.  Þrátt fyrir að sumt af þeim lánum sem verið er að taka nú séu notuð til að byggja upp gjaldeyrisforða og komi þannig sem eignir á móti skuldum, eins og Hrannar bendir réttilega á, þá er líka verið að taka stór lán til þess að greiða nýjar erlendar skuldbindingar, svo sem IceSave.  En það er bara ekki málið.  Málið er að nettó skuldir hafa aukist og halda áfram að aukast.  Þær jukust í góðærinu og munu halda áfram að aukast nú þegar góðærinu er lokið á mjög afdrifaríkan hátt. 

Ríkið, fyrirtæki og einstaklingar hafa safnað gífurlegum skuldum undanfarin 5 ár og þar var teflt á tæpasta vað í því góðæri sem þá stóð, hvort sem það var raunverulegt eða ekki.  Nú eru mögru árin, sennilega talsvert mörg, framundan og skuldaklafinn hefur þyngst til mikilla muna.  Og enn er ríkið betlandi lán  út um allar trissur og Hrannar, aðstoðarmaður forsætisráðherra, er hræddur um að ríkisstjórninni takist ekki að auka enn á skuldaklafann með betlilánunum vegna þess sem Eva Joly segir. 

Sér einhver einhverja glóru í þessu öllu saman? 

Kveðja,

 


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1,2 milljarðar ekki milljónir

Í greininni segir "Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sagði Björgólf 799. ríkasta mann heims í mars 2007 og mat auð hans á 1,2 milljónir dollara eða 81 milljarð króna að þávirði." 

Ég vil benda á að hér er um að ræða 1,2 milljarða dollara, ekki milljónir.

Kveðja,

 


mbl.is Einn sá ríkasti í heimi gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak - birta á mbl.is takk

Mér finnst þetta gott framtak hjá Evu Joly.  Af hverju er ekki heil herdeild íslendinga að skrifa um ástandið í erlend blöð?  Ísland er einangrað og allir halda að þjóðin sé upp til hópa þjófar og ribbaldar sem skilji eftir sig sviðna jörð.  Þessu þarf að breyta og það þarf að virkja alla þá góðu penna sem til eru á Íslandi til að skrifa um ástandið til að breyta almenningsálitinu sérstaklega á Norðurlöndunum, Bretlandi og Hollandi. 

Hvað um það, þá finnst mér miður að eingöngu Le Monde hefur grein Evu aðgengilega á netinu (http://www.lemonde.fr/archives/article/2009/08/01/l-islande-ou-les-faux-semblants-de-la-regulation-de-l-apres-crise-par-eva-joly_1224837_0.html) Hvorki Daily Telegraph né Aftenposten eru með greinina aðgengilega á netinu og ég kann ekki bofs í frönsku;)  Það væri gaman ef mogginn birti greinina á mbl.is svo allir geti lesið hana á íslensku:)

Kveðja,

 


mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út fyrir

Í fyrirsögn segir "Út fyrir gröf og dauða"  Ég er nú farinn að ryðga svolítið í íslenskunni eftir rúm 13 ár erlendis, en ég er nokkuð viss um að þetta orðtæki eigi að vera "út YFIR gröf og dauða"

Kveðja,


mbl.is Út yfir gröf og dauða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengdir aðilar í botnlausum fréttum

Stjórnendur Landsbankans litu á stærsta hluthafa bankans sem ótengdan aðila.  Litu stjórnendur bankans einnig á sjálfa sig sem ótengda aðila?  Sérkennileg afstaða og algjörlega óútskýrt hvers vegna stjórnendurnir litu á Björgólf Thor sem óskyldan aðila. 

Enn og aftur eru fréttamenn ekki með rökhugsunina í lagi og fara ekki á veiðar eftir frekari skýringum.  Í fréttin segir: "Fyrrverandi stjórnendur gamla Landsbankans segjast ekki hafa litið á Björgólf Thor Björgólfsson sem tengdan aðila" 

Hverjum sögðu stjórnendurnir þetta?  Fréttamanni?  Rannsóknarnefnd?  Saksóknara? 

Hvaðan er þetta haft?  Beint frá stjórnendum/stjórnanda?  Frá öðrum fréttamanni?  Áreiðanlegum heimildarmanni (hvar?)? 

Það mætti gjarnan koma fram akkúrat hverjum þetta er haft eftir, þ.e.a.s. ef þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu, ákveðin stjórnandi sagði þetta, eða eitthvað annað

Hverjar voru skýringar stjórnendanna á því að þeir litu svo á að Björgólfur Thor væri EKKI tengdur aðili þó svo að hann ætti stærsta eignarhlutinn í bankanum? 

Kveðja,


mbl.is Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofvöxtur

Í framhaldi af þessu hlýtur að vera spurt - þó ekki hafi það verið gert af fréttamanni - hvort Ísland ætli að fara að fordæmi Bandaríkjanna og setja reglur um árlegan hámarksvöxt banka og fjármálafyrirtækja?  Eða á bara að vona að þetta reddist af sjálfu sér ef svipuð staða kemur upp aftur?  Ef íslensku bankarnir komast í erlenda eignaraðild (dreifða eða ekki) þá getur sú staða komið upp að bankarnir taki að þenjast aftur.  E.t.v. er nú tími til að staldra við og finna út hvað fór úrskeiðis varðandi lagasetningar og framkvæmd laga og koma í veg fyrir að bankabóla komi aftur upp og springi beint framan í almenning.

Kveðja,

 


mbl.is Hrunið nær óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háar lánveitingar - Hvar eru þessir peningar í dag?

Ekkert sem kemur á óvart þarna, en í fréttinni segir:  "Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki má áhætta vegna eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni."

Mér finnast þessi 25% vera býsna há tala fyrir einn eða tengda viðskipamenn.  Nú er ég ekki fjármálaséní, veit ekkert um bankaviðskipti, og veit ekki nákvæmlega hvað er átt við með "eiginfjárgrunni"  Skv. breytingum á lögum, sjá http://www.althingi.is/altext/stjt/2006.170.html þá er auk þess kveðið á um í 4. grein að "Samtala fyrir stórar áhættur má ekki fara yfir 800% af eiginfjárgrunni en með stórri áhættu er átt við þá áhættu sem nemur 10% eða meira af eiginfjárgrunni."

Báðar þessar tölur virka mjög háar fyrir mig en það má vel vera að þær séu eðlilegar og svipaðar og sambærilegar reglur í öðrum löndum.  Í lögunum frá 2002 segir ennfremur að "Fjármálaeftirlitið setur nánari reglur um stórar áhættur fjármálafyrirtækja."  Þannig að þó lögin segi 25% þá þarf líka að skoða hvaða viðmið FME setti fyrir "stórar áhættur fjármálafyrirtækja"

Það sem mér finnst e.t.v. standa uppúr í þessu er að öll þessi fyrirtæki sem fengu lánað eru annað hvort gjaldþota, á leiðinni í gjaldþrot, komin í greiðslustöðvun eða að komast í strand.  Hvað varð um allar þessar fjárhæðir sem þessi fyrirtæki fengu að láni?  Til hvers var þeim lánað?  Ekki virðast þessi fyrirtæki hafa bætt við sig eignum, svo mikið er víst.  Eimskip fékk 100 milljarða ef ég man rétt.  Hvað gerði Eimskip við þessa peninga?  Voru þessar fjárhæðir eingöngu notaðar til að kaupa hluti í öðrum félögum víkingapýramídans?  Af hverju eru blaðamenn ekki að grafa í þessu?  Það er einhverjum smáatriðum lekið hingað og þangað og farið með þetta eins og mannsmorð.  Er heilbrigð skynsemi líka flúin frá Íslandi?

Þó svo að sukkið hafi verið svakalegt, þá má nú minna gagn gera en alla þessa hundruði eða þúsundir milljarða.  Það þarf pláss til að koma þessu fyrir... 

Spyr sá sem ekki veit...  Kveðja,

 


mbl.is Skoða lánveitingar Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Faldar fréttir

Þessi frétt er eiginlega fyrir neðan allar hellur.  Hér er haldið af stað með hálfkveðnar vísur um tryggingar á innistæðum íslendinga sem eiga einhverja aura í bönkunum.  Fréttamenn verð að fara að vakna upp af Þyrnirósarsvefni sínum og byrja að hafa sjálfstæða hugsun og grandskoða það sem þeir eru  mataðir á af stjórnmálamönnum eða málsvörum þeirra.  Fréttir eru birtar án þess að reynt sé að gera neitt til þess að staðfesta þær.  Gera fréttamenn sér enga grein fyrir því hvað frétt eins og þessi getur þýtt fyrir innistæðueigendur? 

Nú er allt í einu komið algjörlega annað hljóð í strokkinn en verið hefur síðan bankarnir hrundu með tilheyrandi flugeldafári í Október.  Nú eru íslenskar innistæður "tryggðar þar til annað hefur verið boðað" og "Fyrr eða síðar mun fyrirkomulagið þó koma til endurskoðunar"  Eitthvað er að breytast en þessum ágætu fréttamönnum dettur ekki í hug að setja undir sig hausinn og grafa upp hvað er að breytast, hvers vegna og hvaða áhrif það mun hafa. 

Mér finnst að fjölmiðlar á Íslandi hafi lýst sig allt of mikið stikk frí af ábyrgð á bankahruninu.  Íslenskir fjölmiðlar upp til hópa löptu upp sömu gömlu fréttirnar af velgengninni á Íslandi árum saman, meðan "velgengnin" var í rauninni ekki til - spilaborg sem gat ekki annað en hrunið og margir bentu á löngu fyrir banka hrunið.  Ef til vill var það vegna eignatengsla spilaborgarmanna á fjölmiðlunum, sem leiðir aftur hugann að hvernig sé hægt að koma í veg fyrir að blaðamenn séu undir hæl eigenda fjölmiðla þannig að fjölmiðlarnir séu njörvaðir niður og verði að fá leyfi eigenda til að vinna vinnuna sína.  Þetta er ekkert annað en spilling og íslensku fjölmiðlarnir voru og eru með í spillingunni.

Kveðja,

 


mbl.is Tryggðar þar til annað verður boðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarnir á koppinn

Nú er þetta allt að komast á koppinn hjá okkur og smellur saman eins og flís við rass.  Eftir nokkrar vikur verður bankasaga Íslands endanlega úr sögunni, bankarnir allir með tölu gamlir og nýir, nema e.t.v. Margeirs skákmeistarabanki, komnir í eigu útlendinga.  Það hlýtur þá væntanlega að þýða að Landsbankinn gamli og nýi verði fullkomlega hæfir til að borga allt þetta IceSave mál upp í einum grænum, og bjarga þar með Íslandi svo það fari nú ekki endanlega á hausinn.  Þetta reddar líka ESB í fljótheitum, því þeir gætu sett upp snúð yfir öllum þessum skuldum og farið að spyrja óþægilegra spurning. 

Einhvernvegin finnst mér að þetta sé svolítil einföldun en ég bara get ekki fundið heila brú í þessu bankadæmi svo þá er bara að gera grín að ruglinu;) 

Kveðja


mbl.is Nýr Íslandsbanki innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband