20.9.2015 | 23:22
Stjórnarskrárbundið trúfrelsi
Í Stjórnarskrá Bandaríkjanna segir ekkert um trú eða trúleysi forseta. Önnur grein stjórnarskrárinnar, önnur málsgrein gerir grein fyrir því hverjir eigi rétt á að sækjast eftir kjöri forseta:
"No Person except a natural born Citizen, or a Citizen of the United States, at the time of the Adoption of this Constitution, shall be eligible to the Office of President; neither shall any person be eligible to that Office who shall not have attained to the Age of thirty five Years, and been fourteen Years a Resident within the United States."
Trípólí samningurinn frá 1797 sagði að "As the Government of the United States of America is not, in any sense, founded on the Christian religion; as it has in itself no character of enmity against the laws, religion, or tranquility, of Mussulmen [Muslims]; and as the said States never entered into any war or act of hostility against any Mahometan [Mohammedan] nation, it is declared by the parties that no pretext arising from religious opinions shall ever produce an interruption of the harmony existing between the two countries."
Það kemur mér ekkert sérlega á óvart að Ben Carson þekki ekki vel til grunnlaga Bandaríkjanna. Hann er frábær læknir, en það gerir menn ekki að sérfræðingum, né hæfum til að gegna embætti forseta!
Kveðja
Vilja ekki múslíma í Hvíta húsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2015 | 21:10
Þumalskrúfa Ísraels
Það er sérkennilegt að fylgjast með þessu máli héðan að utan. Ef eitthvað sýnir þá yfirgengilegu þumalskrúfu sem Ísraelsmenn hafa á vesturlöndum þá eru það viðbrögðin við þessari ályktun smábæjar norður í Ballarhafi. Áður en fólk fær hland fyrir hjartað og æpir "Gyðingahatari" þá vil ég segja að tveir bestu vinir mínir eru Gyðingar. Annar uppalinn í Þýskalandi, "within smelling distance of Auschwitz" eins og hann segir - hinn uppalinn í Mexíkó og Texas og bjó í Ísrael árum saman.
Þetta hefur ekkert með Gyðinga að gera, ekki nokkurn skapaðan hlut! Þetta hefur að gera með smáríki sem hefur þvílíkt hreðjatak á vesturlöndum að það er orðið yfirgengilegt og vesturlönd syngja saman í sópran hvaða rugl sem Ísrael gefur út! Er það eðlilegt? Hver voru viðbrögð heimsins þegar Ísland (ásamt fleiri þjóðum) setti viðskiptabann á Rússa? Steinhljóð! En þegar Reykjavíkurborg samþykkir að kaupa ekki inn frá Ísrael, sem skiptir hvorugan aðila nokkru einasta máli, verður allt vitlaust.
En Ísraelar hafa komist upp með að halda þessum hreðjatökum á vesturlöndum áratugum saman. Þeir hafa komist upp með hvað sem er vegna þess að landar mínir hér í Bandaríkjunum hafa ekki haft bein í nefinu til að standa upp í hárinu á þeim, sama hvaða mannréttindabrot Ísraelar fremja og hversu illa sem stefna þeirra kemur okkur. Vesturlönd eru með þvílíka sektarkennd gagnvart Ísrael að ég held það skipti ekki máli þó Ísrael eyddi hálfa Evrópu í kjarnorkuárás, þeim væri fyrirgefið um leið! Þeim væri bara klappað á bakið og allt í góðu og sennilega spurðir hvort þeir vilji ekki bara eyða restinni! Miðað við það sem maður hef heyrt af núverandi stjórnvöldum Ísraels, þá væri þeim til alls trúandi.
Svona samband er ekki heilbrigt, hvort sem er milli ríkja, hópa eða einstaklinga og getur aldrei endað vel. Vonandi geta vesturlönd og Ísrael komið á betra jafnvægi í sambandi þeirra í framtíðinni, en eins og staðan er núna, virðist að það verði ekki alveg í bráð.
Kveðja
Hefur haft víðtækar afleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.7.2015 | 20:19
Vantar bílinn?
Ég get nú ekki betur séð en að bílinn vanti alveg á þessari mynd! A.m.k. sést ekki vottur af skugga af honum og bílinn þyrfti að vera mjög lágur til þess að ekki sæist örla fyrir honum upp úr fellihýsinu... Kannski hangir þetta aftan í sportbíl úr gleri...
Kveðja,
Svona á ekki að vera með fellihýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2015 | 17:12
Bankamusteri allra landsmanna
Ef fyrirtæki í eigu ríkisins hefur efni á því að leggja út 8 milljarða fyrir húsnæði undir banka á sama tíma og sjúkrahús landsmanna eru í drepandi fjársvelti finnst mér að hér hafi kulnað síðasta stráið í þeim illgresisakri sem kallast siðferði bankamanna á Íslandi. Var það nú ærið bágborið fyrir, en nú tekur tappann úr!
Þetta er ekki bara móðgun við þá sem enn finnst þeir þurfa að versla við þennan banka, heldur er þetta móðgun við alla landsmenn sem eiga þetta apparat! Þetta er kannski löglegt en siðlaust er það, ekki spurning!
Kveðja
Móðgun við viðskiptavini bankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2015 | 18:19
Talnaglöggan???
" Ísland hefði þurft að greiða ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu sinni, 0,127%, í björgunarpakkana tvo sem Grikkland hefur þegar fengið. Það þýddi að Ísland væri búið að greiða um 36 milljarða til Grikklands."
Hver maður, sem getur lagt smaan og dregið frá, sér um leið og hann lítur þessar tölur augum að þær ganga ekki upp!
Ef 36 milljarðar eru 0.127% af vergum þjóðartekjum, þá eru vergar þjóðartekjur íslendinga um 28 þúsund milljarðar!!! Skv. Hagstofu Íslands voru vergar þjóðartekjur Íslands árið 2014 tæpir 2000 milljarðar, eða 1.993 milljarðar (sjá http://www.hagstofa.is/Pages/1374) 0.127% af því eru rétt rúmur 2,5 milljaðrar, ekki 36 milljarðar!!!
Fyrir þá sem nenna hugarreikningu á einfaldri nálgun, þá eru 0.127 um það bil 1/8 úr prósenti. Til þess að ná einu prósenti þyrfti því að margfalda 36 með 8. Segjum 35*8 til að rúnna þetta af og við fáum 70*4, 140*2 eða 280. Sem sagt 1 prósent er um 280 milljarðar. Margföldum það með 10 og við fáum 2.800 milljarða sem væru 10% og enn margföldum við með 10 og fáum 28.000 milljarða, sem væru þá 100%
Ef þessi maður var "talnaglöggur" þá má Guð hjálpa íslendingum!!! Smáskekkjur eru fyrirgefanlegar. Fjórtánföldun vergra þjóðartekna kemur ekki frá talnaglöggum manni, það er alveg á hreinu!
Kveðja
Hefði reynst Íslandi dýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.7.2015 | 18:37
Eiturlyf?
Í fyrri frétt mbl.is var sagt að Cosby hefði gefið umræddri konu eina og hálfa töflu af Benadryl. Benadryl, http://www.drugs.com/benadryl.html, er vinsælt anti-histamín, sem er notað við allskonar ofnæmi og er hægt að kaupa í hvaða verslun sem er, sem selur lyf. Ef ég man rétt er venjulegur dagskammtur 1-3 töflur. Ég hef notað þetta mikið í gegnum árin því það hefur minni róandi áhrif heldur en önnur anti-histamín lyf sem eru á opnum markaði hér í Bandaríkjunum. Það hefur vissulega mismunandi áhrif á fólk og ég býst við að það sé hægt að taka of stóran skammt eins og af öðrum lyfjum, en að kalla Benadryl eiturlyf finnst mér nú svolítið langt gengið.
Kveðja
Felur ekki lengur sannleikann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2015 | 01:21
Ekki 80 milljónir til Kim
Leikurinn Hollywood, sem Kim Kardashian hafði höndi í bagga með er seldur af Glu Mobile, sem er stórt leikja fyrirtæki og sérhæfir sig í leyjum fyrir iOS og Android síma og spjaldtölvur.
Þó leikurinn seljist fyrir 80 milljónir króna á dag þá fer því fjarri að það séu tekjur Kim af þessum leik. Samningur Kim við Glu Mobile mun kveða á 45% hlut af nettó hagnaði af sölu á leiknum, samkvæmt viðskiptaslúðurblöðum, en það hefur ekki verið gefið upp. Þá munu fyrirtæki í eigyu Kim fá eignahluta í Glu.
Allt talið held ég að það sé alveg örugglega hægt að helminga þessa tölu, sennilega talsvert meira. Ekki það að það væri alveg ágætt að vera með 40 milljónir í tekjur á dag :)
Kveðja
Svona varð Kim Kardashian rík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2015 | 17:53
Skrifa þessa frétt aftur!
Fréttamanni tekst illa upp í þessari frétt og ætti að íhuga að skrifa hana aftur! Að minnsta kosti leiðrétta hana svon það sé heil brú í henni.
"hefur upp alla hluti í..." Hvað þýðir þetta? Eða "auk þess sem hún útgáfa Martha Stewart..."
Kveðja
Martha Stewart selur fyrirtækið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2015 | 17:49
Óvænt úrslit
Ég átti ekki von á að þessi breyting yrði samþykkt, hvað þá með svona miklum meirihluta. Írar eru íhaldssamir að eðlisfari og Kaþólska kirkjan hefur átt þar sterk ítök. Ég þori ekki að fara með það en ég held að Írland sé líka fyrsta landið til að breyta stjórnarskrá til að viðurkenna hjónabönd samkynhneigðra. Það þýðir að það þyrfti væntanlega stjórnarskrárbreytingu til að nema það úr gildi, svo það eru meiri líkur á að þetta verði til frambúðar.
Hér í Bandaríkjunum hafa menn verið hálfpartinn að fikta við þetta en það er öruggt að það ætti langt í land með að festa þessi réttindi samkynhneigðra í stjórnarskrá. Í sumum ríkjum á samkynhneigt sambýlisfólk nánast engin réttindi, sem jafnvel venjuleg pör eiga, t.d. að heimsækja sambýlisfélaga á sjúkrahús eða fá upplýsingar um líðan viðkomandi. Þannig var það í Texas til skamms tíma en ég held það hafi aðeins losnað um þetta þar.
Samþykkja hjónaband samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2015 | 18:41
Furðulegt vegabréfakerfi Íslands
Ísland hefur eitthvað það skrítnasta vegabréfakerfi sem fyrirfinnst í heiminum. A.m.k. veit ég ekki um neitt annað land, sem getur aðeins afgreitt vegabréfaumsóknir á 5 eða 6 stöðum í heiminum og krefst viðveru umsækjanda!
Hér í Bandaríkjunum er aðeins hægt að sækja um endurnýjun vegabréfa í sendiráði Íslands í Washington DC. Og aðeins á morgnana því þeir þurfa að vera í beinu tölvusambandi við Ísland til að hægt sé að gera þetta. Það eru að ég held 5 aðrir staðir utan Bandaríkjanna og Íslands þar sem hægt er að ganga frá umsókn um endurnýjun vegabréfs.
Íslenska vegabréfið mitt rann út 2011 of hef ég ekki endurnýjað það. Það var annað hvort að fara til Washington DC eða fara til Reykjavíkur (álíka langt flug, en heldur dýrara að fara til Íslands) Þegar ég endurnýjaði vegabréfið 2001 þá bjó ég í Texas og þetta var einfalt mál að fara í Ræðismannsskrifstofu Íslands í Dallas og ganga frá þessu og fara svo aftur til að taka við vegabréfinu. Ekkert stórkostlegt vesen. Nú getur Ræðismannsskrifstofan í Seattle aðeins bent á Sendiráðið í DC!
Til gamans skoðaði ég hvernig þetta er í nokkrum löndum og í flestum tilfellum er hægt að gera þetta í gegnum póst, eða með heimsókn í næstu Ræðismannsskrifstofu eða Sendiráð.
Ég leysti þetta vandamál með því að sækja um bandarískan ríkisborgararétt, sem var mun minna mál heldur en að fá íslenskt vegabréf!!!
Hafa fengið nóg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |