20.1.2010 | 17:14
Ábyrgð bankanna
Ég skora á þingmenn að koma sér saman um löggjöf sem kemur algjörlega í veg fyrir að sparibaukar eins og þeir sem starfræktir voru fyrir hrun geti komið upp bankastarfsemi og að bankarnir verði undir öllum kringumstæðum að bera 100% ábyrgð á innistæðum og að þeir geti ekki undir nokkrum kringumstæðum varpað ábyrgð yfir á Íslenska ríkið og Íslenska skattgreiðendur. Eins að erlend stjórnvöld geti ekki varpað ábyrgð yfir á Íslenska ríkissjóðinn í neinni mynd, a.m.k. ekki næstu 15 árin.
Það tók sparigrísina eingöngu 6 ár að keyra bankakerfið og Íslenskan efnahag í þrot svo eftir standa rjúkandi rústir. Ísland á ekki að byrja að borga af Icesave fyrr en eftir 7 ár og það er nægur tími fyrir nýja sparigrísi til að kollkeyra bankakerfið alveg upp á nýtt. Ísland hefur ekki efni á svona grísum og það þarf að halda þeim í stíunni svo þeir komist ekki til að grafa landið endalega.
Kveðja,
Bankarnir verði sjálfstæðir í ákvörðunartökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2010 | 16:30
Skuldbindingar
Hollendingar og Bretar skilgreina alþjóðlegar skuldbindingar öðruvísi en önnur ríki gera að því er mér virðist. Þeir ákváðu að borga innistæðueigendum upp í topp og senda svo reikninginn til Íslands og kalla þennan reikning skuldbindingu. Ísland átti engan þátt í því að skapa þessar skuldbindingar. Mikið væri ég glaður ef ég gæti sent einhverjum þá reikninga sem ég borga og sagt viðkomandi að það séu hans skuldbindingar! Bos og Darling eru, ásamt Íslensku ríkisstjórninni, að skapa vítavert fordæmi fyrir algjörri ríkisábyrgð á gjörðum einkafyrirtækja.
Ég legg til að Íslenska ríkisstjórnin taki saman hversu mikið magn af fiski Hollensk og Bresk fyrirtæki öfluðu innan 200 mílna lögsögu Íslands frá 1900 og sendi Hollensku og Bresku ríkisstjórnunum reikning fyrir áætluðu aflamagni og Íslandi kalli það alþjóðlegar skuldbindingar og sæki samninga um það jafnhart og Bretar og Hollendingar hafa sótt Icesave. Það væri líka hægt að hengja við þetta okur á olíuverði frá BP og Shell og krefjast endurgreiðslu upp á nokkur hundruð milljarða fyrir það. Flækja þessar ríkisstjórnir í eigin rugli svo þeir fái að kenna á óréttlátum fjárkröfum fyrir framferði einkafyrirtækja!
Kveðja,
Bos: Ekki hægt að hlaupast á brott | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2010 | 16:55
Kemur þetta á óvart?
Ég viðurkenni fyrstur manna að hafa ekki hundsvit á fótbolta, en ég get ekki séð að þessi niðurstaða þurfi að koma á óvart! Ef ég þekki rétt, þá var þetta í eigu sömu mann og söfnuðu Icesave skuldunum fyrir Íslendinga. Mér sýnist þetta vera þá eitthvað um tuttugu milljarða króna skuldir og tekjur næstu ára þegar veðsettar upp í topp til að borga lán. Kemur þetta ekki svolítið kunnuglega fyrir sjónir?
Kveðja,
Sullivan: West Ham skuldar yfir 100 milljónir punda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2010 | 06:51
Gjaldþrota stefna
Gjaldþrota menn reyna að kaupa gjaldþrota fyrirtæki af gjaldþrota fyrirtæki sem er í eigu fyrrum gjaldþrota banka. Ég er allur fylgjandi því að koma verðmætum í lóg og koma í veg fyrir að fyrirtæki sem eru í kröggum þurfi að verða gjaldþrota ef leiðir finnast til endurskipulagningar. En ég sé bara ekki hvernig þetta marg gjaldþrota krosseigna dæmi getur með nokkru móti gengið upp. Arion banki hefur ekki um marga kosti að velja enda eru þessi (ó)lánasöfn stór hluti af eignum bankans. Eigendur þessara fyrirtækja hafa löngu spilað rassinn úr buxunum svo ég get ekki séð að bankinn geti haft mikið traust á þessum mönnum.
Kveðja,
Kæmi á óvart ef niðurstaða fengist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2010 | 18:42
Flækja
Steingrímur sagði á þingi fyrir nokkrum árum að það væri fráleitt að treysta ekki þjóðinni til að gera upp hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslum um Kárahnjúka. Það væri móðgun við þjóðina - yfirlýsing um þekkingarskort og skort á vitsmunum. Nú er komið annað hljóð í strokkinn!
Hvernig á að kynna Icesave fyrir þjóðinni svo að það sé einhver leið að þjóðin samþykki hann? Það er einfaldlega ekki hægt! Ríkisstjórnin getur ekki kynnt samninginn. Það er svo einfalt mál. Hvernig á að kynna nauðungarsamning svo að hann verði samþykktur? Auðvitað vill ríkisstjórnin ekki undir neinum kringumstæðum að þessi lög fari í þjóðaratkvæði.
Kveðja,
Of flókið fyrir atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2010 | 06:55
Hamra járnið
Gamalt máltæki segir að hamra skuli járnið með heitt sé. Þá segir einnig að hamra megi deigt járn svo bíti. Mér finnast bæði þessi máltæki eiga vel við í þeirri stöðu sem Ísland er í í dag. Það er lag, og það þarf að nota það af visku og yfirvegun. Mér finnst alltof mikill flumbrugangur á flestum stjórnarliðum. Það er hlaupið úr einu í annað og það vantar alla yfirvegun.
Mér finnst Ögmundur Jónasson komast vel að orði á bloggi sínu (http://www.ogmundur.is/) um yfirlýsingar sænska fjármálaráðherrans (http://www.ogmundur.is/stjornmal/nr/5007/) og ég er alveg hjartanlega sammála Ögmundi!
Ólafur Ragnar opnaði gluggan og nú er komið að ríkisstjórninni að lofta út, gera hreint og klára þetta mál með hagsmuni ÍSLANDS í fyrirrúmi, ekki hagsmuni Breta eða Hollendinga. Þeir eru einfærir að sjá um sig, við þurfum að sjá um OKKUR!
Þó ég hafi búið í tæp 14 ár erlendis þá koma eftirfarandi ljóðlínur alltaf í hugan þegar ég skrifa hérna á blogginu um þá stöðu sem Ísland er nú í:
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð...
Kveðja,
Leggi fram nýjan samning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2010 | 16:03
Skuldbindingar
Það þarf að koma alþjóða samfélaginu í skilning um að Icesave er EKKI hluti af Íslenskum skuldbindingum. Ísland stofnaði ekki til þessara skuldbindinga, það var Íslenskur einkabanki ásamt Bresku og Hollensku ríkisstjórnunum sem tóku allar ákvarðanir um Icesave. Íslensk stjórnvöld komu þar hvergi nærri, þá síður Íslenskur almenningur.
Undirlægja Íslenskra stjórnvalda gagnvart Bretum og Hollendingum hefur verið Íslenskum almenningi dýrkeypt. Það er tími til komin að þjóðin standi upp, rétti úr sér og SEMJI við Hollendinga og Breta.
Að hafa norrænn fjármálaráðherra koma fram með staðreyndarugl eins og þetta er algerlega fráleitt. Hvar er PR fólk Íslensku ríkisstjórnarinnar? Hvers vegna hafa þeir ekki verið á þönum undanfarið ár til að kveða þetta rugl niður? Þess í stað virðast þeir hafa unnið heimavinnu Breta og Hollendinga eins og best verður á kosið.
Stærsti og besti bandamaður Hollendinga og Breta í Icesave virðist vera Íslenska ríkisstjórnin. Nær þetta einhverri átt???
Kveðja,
Mikilvægt að veita Íslandi stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2010 | 22:43
Nýr samningur
Hér er haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að hún sé "bjartsýn á að draga megi Breta og Hollendinga aftur að samningaborðinu til að semja upp á nýtt um Icesave."
Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að eldri samningar voru EKKI nógu góðir að mati forsætisráðherra! EF hún væri á þeirri skoðun þá hlyti hún að segja að það væri engin þörf á að reyna að fá Hollendinga og Breta að samningaborðinu! Hér er komin viðsnúningur í stefnu Jóhönnu sem ég hlýt að fagna! Hér er að koma smá ljós punktur í þetta mál. Vonandi tekst að fá Hollendinga og Breta aftur að samningaborðinu og vonandi tekst að ná betra samkomulagi! Ekkert af þessu hefði skeð ef forsetinn hefði skrifað undir lögin! Vonandi fær þetta líka fólk, sem hefur verið upp til handa og fóta vegna þeirrar ákvörðunar forsetans, til þess að setjast niður og skoða þessi mál af gaumgæfni. Það MÁ EKKI hrapa að þessu á neinn hátt eða á neins forsendum nema Íslensku þjóðarinnar.
Kveðja,
Forsætisráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2010 | 06:18
Ný stjórnskipun
Í tilvitnun segir "Við kærum okkur ekki um forseta sem ákveður nýja stjórnskipun fyrir Ísland einn síns liðs og gerir ríkið marklaust í alþjóðlegum samskiptum"
Ég vil benda þessu fólki á að lesa 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins:
"Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu."
Hvar er þessi "nýja stjórnskipun"? Þetta ákvæði hefur verið í stjórnarskrá Íslands síðan 1944. Ísland hefur ekki enn afsalað sér lýðræðinu þó harkalega sé að því vegið um þessar mundir úr öllum áttum, sérstaklega þó úr þeirri átt sem ólíklegust er - frá starfandi ríkisstjórn! Ég skora því á þennan þingmann ríkisstjórnarinnar að segja umsvifalaust af sér þar sem hún talar þráðbeint gegn hagsmunum Íslensku þjóðarinnar, sem þessi ríkisstjórn virðist leggja sig í framkróka um að virða að vettugi.
Kveðja,
Þingmaður skorar á forsetann að segja af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2010 | 21:06
Natríum klórít
Natríum Klórít, eða Sodium chlorite (NaClO2) er efni sem m.a. er notað við pappírsvinnslu. Sjá frekar á Wikipedia: http://en.wikipedia.org/wiki/Sodium_chlorite Ekki má rugla þessu sman víð Natríum Klóríð eða Sodium chloride (NaCl) sem er venjulegt matarsalt.
Kveðja,
MMS-lausnin skaðleg öfugt við lýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |